Fleiri fréttir

Konunglega brúðkaupið látlaust

Zara Phillips, barnabarn Elísabetar Englandsdrottningar, og Mike Tindall, þekktur rugby-leikmaður, gengu í hjónaband í dag. Zara Phillips er elsta dóttir Önnu. Athöfnin var látlaus á mælikvarða konungsfjölskyldunnar. Gestirnir voru ekki margir heldur einungis nánustu ættingjar og vinir. Þar á meðal drottningarmóðirin og Filippus eiginmaður hennar, Karl prins, Camilla Parker Bowles, Harry prins sem og Vilhjálmur og Kate Middleton sem gengu í það heilaga fyrr á árinu. Brúðkaup þeirra var langt því frá látlaust.

Aukið vatnsmagn í Skaftá

„Rennslið tók kipp um þrjúleytið en hafði verið stöðugt þá,“ segir Hilmar Hróðmarsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofunni. Hann á von á því að vatnsmagn í Skaftá haldi áfram að vaxa.

Le Pen gagnrýnir barnaskap Norðmanna

Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen.

Brotlenti með 163 manns innanborðs

Farþegaflugvél með 163 manns innanborðs brotlenti og brotnaði í tvennt á alþjóðaflugvellinum í höfuðborg Gvæjana í morgun. Allir sem voru um borð í vélinni komust lífs af en nokkrir eru slasaðir. Gvæjana er í Suður-Ameríku og á meðal annars landamæra að Venúsúela og Brasilíu.

Simpansi gefur tígrisdýrum pela

Simpansi í taílenskum dýragarði hefur slegið í gegn eftir að hann hóf að gefa nokkra vikna gömlum tígrisdýrum að drekka úr pela. Þetta hefur simpansinn Dodo gert á degi hverjum í rúmt ár en þá voru tígrisdýrin á bilinu þriggja vikna til fimm mánaða gömul.

Íslenskur skáti á níræðisaldri á heimsmótinu

Hátt í þrjú hundruð íslenskir skátar eru staddir á heimsmóti skáta í Kristanstad í Svíþjóð. Þeirra á meðal er Björgvin Magnússon 88 ára gamall skáti sem lét draum sinn rætast og er mættur á alheimsmót skáta í fyrsta sinn á ævinni, en undirbúningur fyrir ferðina hefur staðið yfir í tvö ár.

Tökur á hollenskum sjónvarpsþætti í Hörpu

"Þetta er ellimination runway og verður ekkert til sparað,“ segir Erna Viktoría Jansdóttir, hjá Iceland Travel Assistance, sem verið hefur aðstandendum sjónvarpsþáttarins Holland´s Next Top Model innan handar en tökulið og þátttakendur verða hér á landi fram á miðvikudag við upptökur. Tískusýning sem fara átti fram á Ingólfstorgi á morgun hefur verið færð í Hörpu. Þangað er almenningur hvattur til að mæta en sýningin hefst klukkan 15.

Konunglegt brúðkaup í dag

Zara Phillips, barnabarn Elísabetar Englandsdrottningar, og Mike Tindall, þekktur rugby-leikmaður, ganga í hjónaband í dag. Zara Phillips er elsta dóttir Önnu sem er eina dóttir Elísabetar drottningar. Brúðkaupið fer fram í Edinborg.

Maðurinn útskrifaður

Maðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir líkamsárás í Vestmannaeyjum í nótt hefur verið útskrifaður af slysadeild. Hann hlaut áverka á höfði og einkum í andliti. Maðurinn er fimmtugur.

Gleði í Eyjum - myndir

Rúmlega 10 þúsund þjóðhátíðargestir tóku vel undir þegar söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson frumflutti þjóðhátíðarlagið í ár, La dolce vita, í Herjólfsdal í gærkvöldi. Hátíðin hófst formlega í gær en margir vilja þó meina að húkkaraballið svonefnda sem fram fer á fimmtudegi fyrir hverja þjóðhátíð marki í raun upphaf þjóðhátíðar hverju sinni. Meðfylgjandi myndir tók Óskar Friðriksson.

Hætta á greiðslufalli

Ef ekki verða samþykkt fjárlög í Bandaríkjunum fyrir 2. ágúst næstkomandi er hætta á greiðslufalli bandaríska ríkisins en öldungadeild Bandaríkjaþings felldi í gær frumvarp til fjárlaga.

Páll Óskar heillaði þjóðhátíðargesti með einlægninni

Um tíu þúsund manns voru staddir í Herjólfsdal í gærkvöldi. Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að þrátt fyrir að diskóskotið þjóðhátíðarlag Páls Óskars hafi verið umdeilt hafi hann slegið í gegn á einlægninni í gær.

Um sex þúsund manns á Siglufirði

Um sex þúsund manns eru samankomnir á Síldarævintýri á Siglufirði og gekk nóttin stórslysalaust. Guðmundur Skarphéðinsson framkvæmdastjóri Síldarævintýrisins er ánægður með hátíðina. „Hátíðin hefur gengið mjög vel,“ segor Guðmundur. „Það er mikið af fólki í bænum sem skemmti sér fram eftir í nóttu.“

Unglingalandsmótið gengur eins og smurð vél

Unglingalandsmótið á Egilsstöðum er nú í fullum gangi en um tíu þúsund manns eru í bænum. "Það hefur gengið bara nákvæmlega eins og við ætluðum og sáum fyrir, frábærlega í alla staði. Það hefur ekkert komið upp á sem hægt er að minnast á. Þetta hefur gengið bara eins og smurð vél. Það er frábært að vera hérna og veðrið leikið við okkur og fullt af fólki og allir brosa út að eyrum,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins á Egilstöðum.

Öryggisgæsla hert við konungshöllina

Ströng öryggisgæsla er að öllu jafna í og við konungshöllina í Osló en hún aukin strax eftir að sprengja sprakk í miðborg Osló fyrir rúmri viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi norsku lögreglunnar í dag. Norskir fjölmiðlar segja að konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins hafi verið meðal næstu skotmarka Anders Behring Breiviks. Verjandi hans sagði í gær að frekari árásir hafi staðið til en ekkert hafi orðið af þeim.

Skorti hæfni til að stýra flugvél Air France

Flugmenn flugvélar á vegum Air France sem fórst árið 2009 með þeim afleiðingum að allir 228 farþegarnir létust, skorti hæfni og þjálfun til að stýra vélinni. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar flugslysa í Frakklandi sem birt var í gærkvöldi.

Hótaði lögreglumönnum

Þrír gistu fangageymslur lögreglunnar í Vestmanneyjum í nótt þar af einn vegna fíkniefnamáls og fyrir að hóta lögreglumönnum. Hinir tveir gistu í fangageymslum vegna ölvunar.

Konungshöllin meðal skotamarka Breiviks

Norska konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins voru á meðal annarra skotmarka hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik, að því er fram kemur í norska dagblaðinu Verdens Gang í dag. Breivik mun hafa valið höllina vegna táknrænnar merkingar hennar en höfuðstöðvar flokksins þar sem hann hafði átt þátt í að búa til umgjörð undir fjölmenningarsamfélagið sem Breivik var svo í nöp við.

Líðan mannsins stöðug eftir líkamsárás í Eyjum

Maðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir líkamsárás í Vestmannaeyjum í nótt er í stöðugu ástandi, að sögn læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn hlaut höfuðáverka og þá einkum á andliti. Hann er enn til rannsóknar á slysadeild og verður mögulega lagður inn síðar í dag.

Nefbrutu lögreglumann

Tveir menn réðust á lögreglumann undir morgun í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann var við skyldustörf. Hann var fluttur á slysadeild og reyndist vera nefbrotinn. Lögreglumaðurinn hafði reynt að stöðva mennina þegar þeir voru að sparka í liggjandi mann. Þeir brugðust hins vegar illa við og réðust þá á hann.

Steingrímur á Íslendingaslóðum

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er heiðursgestur á Íslendingahátíðum í Kanada og Bandaríkjunum sem standa nú um helgina og fram á þriðjudag í næstu viku. Íslendingahátíð er nú haldin í 112. sinn í Mountain í Norður-Dakóta og 122. sinn í Gimli í Manitoba en nokkuð fjölmennar Íslendingabyggðir voru á þessum svæðum á tímum vesturfaranna og reyna íbúar á svæðinu að virkja íslenskar rætur sínar meðal annars með því að halda hátíðirnar.

Rennslið í Skaftá náði hámarki í nótt

Rennslið í Skaftá náði hámarki við Sveinstind um þrjú leytið í nótt þegar það nam 295 rúmmetrum á sekúndu, eftir að hafa vaxið frá því um hádegisbilið í gærdag. Merki eru um að hlaupið hafi úr vestari Skaftárkatli. Aur og grugg í ánni náðu hámarki rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær, en það sama segir um leiðni árinnar.

Tveir gistu fangageymslur á Akureyri

Líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri en þar fer hátíðin Ein með öllu fram. Talsverður erill var hjá lögreglunni í bænum og gistu tveir fangageymslur vegna ölvunar. Einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli, sem meðal annars sér um Landeyjahöfn. Á Siglufirði, þar sem hátíðin Síldarævintýri er haldin, gekk nóttin vel. Mikill fjöldi er í bænum en lögregla segir alla hafa hegðað sér vel þrátt fyrir talsverða ölvun.

Fluttur með höfuðáverka til Reykjavíkur eftir líkamsárás í Eyjum

Þjóðhátíðargestur var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur með höfuðáverka eftir líkamsárás í Vestamannaeyjum í nótt. Til átaka kom milli fjögurra manna og þurftu nokkrir þeirra að leita sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyjum. Þar tóku læknar þá ákvörðun að senda einn mannanna til Reykjavíkur en flogið var með hann á sjötta tímanum í morgun.

Þrír óku dópaðir

Umferð frá höfuðborgarsvæðinu gekk að mestu áfallalaust fyrir sig seinnipartinn í gær og í gærkvöldi, en hún var nokkuð minni um Suðurland en oft áður um þessa miklu ferðahelgi. Lögreglan á Selfossi þurfti að hafa lítil afskipti af ökumönnum en lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í gærkvöldi tvo ökumenn sem óku undir áhrifum í fíkniefna og þann þriðja í nótt.

Keyra vatn í bílum í byggðina í Reykholti

Viðvarandi vatnsskortur hefur verið undanfarin sumur í Reykholti. OR hefur keyrt vatn í tankbílum á svæðið. Íbúar eru orðnir langeygir eftir úrbótum. Komið hefur fyrir að ekki væri hægt að sturta niður á salerni hótelsins.

Langisjór og hluti af Eldgjá friðlýst

Langisjór og hluti af Eldgjá og nágrenni hafa nú verið friðlýst og hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra gefið út reglugerð þar um. Umhverfisráðuneytið og sveitarstjórn Skaftárhrepps gengu frá samkomulagi um gjörðina. Innan þessara svæða eru náttúruminjar sem taldar eru hafa mikið gildi á heimsvísu. Að auki hefur svæðið mikið útivistar-, fræðslu- og vísindagildi.

Nafnið fylgdi kannabisleifum

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði þrjú ungmenni í bíl aðfaranótt föstudagsins. Fólkið var að koma úr Heiðmörk og fann lögreglan kannabislykt í bílnum. Ekkert saknæmt fannst við leit.

Lögregla með mikið eftirlit

Mikill straumur bíla lá um Borgarnes í gær. Umferðin óx eftir því sem leið á daginn og var lögreglan með mikið eftirlit. Theodór Kr. Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, segir strauminn hafa legið mestmegnis til norðurs. Umferðin hafi gengið stórslysalaust. Eitthvað var um akstur undir áhrifum og einnig hafði fíkniefnahundurinn Tírí leitað í bílum og aftanívögnum.

Kennsl borin á öll fórnarlömb í Noregi

Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað.

Grasagarðurinn skemmdur

Skemmdir voru unnar á Grasagarði Vestfjarða í Bolungarvík um síðustu helgi. Grjót í kringum beð og læk var fjarlægt og svo hent út í tjörnina í garðinum. „Þykir þetta miður því mikil vinna hefur verið lögð í garðinn til að gera hann sem fallegastan,“ segir á vef Náttúrustofu Vesturlands. Má fólk sem hefur einhverjar upplýsingar um skemmdarverkin hafa samband við Náttúrustofuna. - sv

Frumvarp stjórnlagaráðs afhent Alþingi

Stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarp að nýrri stjórnarskrá í Iðnó í gær. Frumvarpið var samþykkt einróma á síðasta fundi ráðsins á miðvikudag. Leiðarstef stjórnlagaráðs voru þrjú: valddreifing, gegnsæi og ábyrgð.

Frekari hjálpar er þörf í Sómalíu

Bardagar héldu áfram á götum Mogadisjú í Sómalíu í gær þar sem friðargæslusveitir Afríkusambandsins unnu svæði af hópum skæruliða. Markmiðið er að tryggja að hjálpargögn nái til nauðstaddra sem hafa hópast til borgarinnar síðustu vikur og mánuði vegna hungursneyðar sem geisar í suðurhluta landsins.

Ástand búðarvoga ekki gott

Í sex fiskbúðum af fjórtán sem Neytendastofa gerði könnun hjá á höfuðborgarsvæðinu reyndist ástand voga ekki gott. Í tveimur matvöruverslunum af fjórtán reyndist löggilding voga ekki vera gild.

Söluverð efnisins er um 19 milljónir

Benedikt Pálmason var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að hafa flutt inn 3,8 kíló af amfetamíni.

Sakfelldur fyrir raksápuárásina

Breskur maður, sem réðst á fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch með raksápu að vopni er Muroch var yfirheyrður af breskri þingnefnd, hefur verið sakfelldur fyrir árásina. Hinn 26 ára gamli Jonathan May-Bowles, sem hefur reynt fyrir sér sem grínisti, játaði greiðlega að hafa smurt raksápu á disk og klínt henni á Murdoch.

Hælisleitandi í haldi lögreglu

Erlendur maður á þrítugsaldri var handtekinn á Seyðisfirði í gær. Maðurinn var að koma með Norrænu frá Danmörku og var tekinn höndum þegar í ljós kom að skilríki hans voru fölsuð. Hann segist vera frá Palestínu hefur óskað eftir hæli.

Fjölmenn mótmæli í Kaíró

Hópur Salafista, öfgasinnaðra Múslima, réðst inn á Tahir torg í Kaíró í gær þar sem tugir þúsunda mótmæltu. Sunnan höfuðborgarinnar var skotið á bíl sem í voru kristnir menn og létust tveir. Ekki er vitað hvað byssumanninum gekk til en talið er að ódæðisverkið hafi tengst mótmælunum á Tahir torgi.

Boðað til kosninga á Spáni

Forsætisráðherra Spánar, José Luis Rodríguez Zapatero, hefur boðað til þingkosninga í nóvember, fjórum mánuðum fyrr en búist var við. Zapatero sagði snemmbúnar kosningar gera nýrri ríkisstjórn kleift að takast á við efnahagsvandamál landsins frá og með janúar.

Lengsta fríið í Danmörku og Þýskalandi

Danir og Þjóðverjar eru þær þjóðir innan Evrópusambandsins, ESB, sem fá flesta frídaga. Þeir fá að meðaltali 40 frídaga á ári að helgidögum meðtöldum, samkvæmt könnun á vegum sambandsins. Svíar fá að meðaltali 34 frídaga á ári en Grikkir og Portúgalar að meðaltali 33 frídaga á ári. Rúmenar, sem eru neðstir á listanum, fá 27 daga árlega.

Danskir gíslar eygja frelsi

Fimm mánaða vist danskrar fjölskyldu í haldi sómalskra sjóræningja gæti lokið innan skamms samkvæmt fregnum í þarlendum fjölmiðlum. Fjölskyldan var tekin í gíslingu í febrúar síðastliðnum þegar þau sigldu skútu sinni um Indlandshaf í átt að Rauðahafi.

Ungmenni til fyrirmyndar

"Veðrið hefur leikið við okkur en ég held að hitinn hafi farið yfir 20 gráður í dag,“ segir Helga Jónsdóttir, móðir tveggja ungmenna sem taka þátt í Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum, sem hófst í morgun í rjómablíðu, en þar eru saman komnir um 8-10 tíu þúsund manns þessa helgi.

Nauðgarar sjaldnast ópersónuleg skrímsli

„Okkar forgangsatriði er að berjast gegn þeirri hugmynd að fórnarlömb nauðgana geti á einhvern hátt sjálfum sér um kennt. Ábyrgð á nauðgunum er alfarið hjá gerandanum en því miður virðist fókusinn í almennri umræðu oft verða á hegðun fórnarlambsins. segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er 25 ára gömul og stundar mastersnám í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er talsmaður NEI-hreyfingarinnar. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi.“

Var í þvottavélinni í klukkutíma

Það þykir með ólíkindum að átta vikna kettlingur hafi lifað það af að vera klukkutíma inni í þvottavél á meðan að vélin var í gangi. Kettlingurinn er nú hinn hressasti en þurfti þó að vera nokkra daga á spítala eftir uppákomuna.

Breti telur sig hafa fundið Madeleine McCann

Bresk kona á ferðalagi um Norður-Indland telur sig hafa fundið Madeleine McCann, sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir fjórum árum. Hún er átta ára gömul, sé hún á lífi. Lögreglan á Indlandi hefur tekið DNA-sýni úr stúlkunni sem leiða eiga sannleikann í ljós.

Sjá næstu 50 fréttir