Fleiri fréttir

Feðgarnir segjast ekkert hafa vitað um hleranirnar

Í yfirheyrslum breskrar þingnefndar yfir eigendum og fyrrverandi framkvæmdastjóra vikublaðsins News of the World héldu þau öll því fram að þau hefðu ekkert vitað um ólöglegt athæfi á vegum blaðanna.

FBI handtók á annan tug tölvuhakkara

Gerðar voru 35 húsleitir víðsvegar um Bandaríkin í dag í umfangsmiklum aðgerðum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI þegar 16 einstaklingar voru handteknir. Hinir handteknu eru taldir vera tölvuhakkarar í Anonymous, laustengdum alþjóðlegum samtökum aðgerðasinna, sem undanfarna mánuði hafa beint spjótum sínum að fyrirtækjum og stjórnvöldum víðsvegar um heiminn.

Skamma stund tók að slökkva eldinn

Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í reykhúsi sem við bæinn Bitru í Kræklingahlíð norðan Akureyrar á tíunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðs Akureyrar fór á staðinn og tók skamma stund að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu. Engin nálæg hús voru í hættu.

Kótelettufélagið: Vanhugsuð ummæli forseta ASÍ

„Þessi vanhugsuðu ummæli hryggja félagsmenn mjög. Forsetinn virðist gleyma því algjörlega að um innlenda framleiðslu er að ræða og íslenskt vinnuafl,“ segir í tilkynningu frá Kótelettufélagi Íslands. Félagsmenn eru afar ósáttir með Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, sem hefur hvatt almenning til að sniðganga lambakjöt vegna nýrrar verðskrár Landssambands sauðfjárbænda, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda.

Samningar í höfn

Á níunda tímanum í kvöld náðust samningar milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair um nýjan kjarasamning flugmanna Icelandair. Flugmenn félagsins felldu kjarasamning sem gerður var 30. júní.

Árás á starfsmann meðferðarheimilis litin alvarlegum augum

„Það er alveg ljóst þegar um er að ræða líkamsárás og ég tala nú ekki þegar ofan á þetta bætist að þeir komust yfir bifreið, sem er náttúrulega drápstæki í sjálfum sér í höndum unglinga, að það er háalvarlegur hlutur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál fjögurra unglingsdrengja sem réðust á starfsmann meðferðarheimilis í Skagafirði á sunnudaginn og struku þaðan á stolinni bifreið.

Umhverfið æ mikilvægara

Rúmlega 90 prósent Evrópubúa segja umhverfið verða æ mikilvægara fyrir sig. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lét gera. Bágt efnahagsástand virðist ekki hafa dregið úr áhuga á umhverfisvernd og 89 prósent aðspurðra vilja láta setja meira fé í málaflokkinn.

Eldur við sveitabæ norðan Akureyrar

Allt tiltækt lið slökkviliðs Akureyrar var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í reykhúsi sem stendur við bæinn Bitru í Kræklingahlíð norðan Akureyrar. Þegar slökkvilið kom á staðinn á tveimur dælubílum logaði vel upp úr reykhúsinu. Engin nálæg hús voru í hættu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum.

Genin blönduðust utan Afríku

Nútímamenn blönduðust að einhverju leyti Neanderdalsmönnum í Evrópu samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á genamengi nútímamannsins.

Sakaður um 4.400 morð til viðbótar

Saksóknari í Þýskalandi rannsakar nú hvort dæmdur fangavörður nasista í síðari heimsstyrjöldinni hafi átt þátt í dauða 4.400 manna í Flossenbuerg-fangabúðunum í Þýskalandi.

Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku

Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar.

Telur dómstóla vanhæfa í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Dómstólar eru vanhæfir til að fjalla aftur um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Óháð rannsókarnefnd þurfi að rannsaka málið í heild sinni. Þetta segir blaðamaður sem rannsakaði Guðmundar- og Geirfinnsmálið og kallar það samvisku þjóðarinnar.

Fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi

Líkur eru á að fyrsta fimm stjörnu hótel landsins muni rísa vestan við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu árið 2015. Sex tilboð hafa borist í byggingu þess en tilboðsfresturinn rann út í gær.

Össur kærir sig kollóttan um gagnrýni frá Ísrael

Utanríkisráðherra er gangnrýndur harðlega í Ísrael fyrir heimsókn sína til Miðausturlanda og sagður sýna Ísrael fjandskap og hroka. Ráðherra segir utanríkisstefnu Íslands ekki fjandsamlega Ísrael, en Íslendingar styðji hins vegar stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Heimir Már Pétursson.

Landsliðið í hestaíþróttum fullskipað

Nítján knapar skipa landsliðið í hestaíþróttum sem keppir fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Austurríki sem hefst 1. ágúst. Þrír heimsmeistarar frá HM 2009 eiga keppnisrétt á HM 2011, að því er fram kemur í tilkynningu.

Kvartað undan landbúnaðarráðherra til umboðsmanns

Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning.

Leggja nýjan sæstreng

Emerald Atlantis og TE SubCom hafa skrifað undir samning um lagningu á nýjum sæstreng af nýrri kynslóð sæstrengja, til gagnaflutninga á milli Íslands, Norður-Ameríku, Bretlandseyja og meginlands Evrópu.

Evrópuþingið vill kynjakvóta

Evrópuþingið kallar eftir kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja innan Evrópusambandsins. Samkvæmt ályktun þingmanna á hlutfall kvenna í æðstu stöðum stærstu fyrirtækja innan ESB að ná 30% fyrir árið 2015 og 40% fyrir 2020. Ef þessum markmiðum verður ekki náð verður lagt fram lagafrumvarp til að ná þeim. Frá þessu er greint á vef Jafnréttisstofu.

Reiðhjóli stolið úr kjallara Íslandsbanka

Þjófnaður var tilkynntur í Vestmannaeyjum vikunni þegar hjóli var stolið úr geymslu í kjallara Íslandsbanka. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum en vikan var að öðru leyti róleg hjá embættinu.

Ísland veitir 18,5 milljónum til neyðaraðstoðar í austanverðri Afríku

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita 18,5 milljónum króna til neyðaraðstoðar í austanverðri Afríku, að tillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra sem hann kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Yfirvinnubann ekki haft áhrif á flug

Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair sem hófst klukkan 14 í dag hefur ekki haft nein áhrif á flug og segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi félagsins, að ekki sé gert ráð fyrir að það hafi nein áhrif í dag. „En það má lítið út af bregða til að það fari að trufla,“ segir hann.

Ferðamenn koma ekki nálægt sigkötlum

Benedikt Bragason, leiðsögumaður á Mýrdalsjökli, segir engan ferðamann hafa komið nálægt sigkötlunum á jöklinum. Jeppaförin sem sjáist ofan í kötlunum séu frá því hann ók sjálfur um svæðið ásamt vísindamönnum.

Vill árásir á vestræn flugfélög

Íranskur klerkur hefur hvatt til árása á skrifstofur bandarískra og evrópskra flugfélaga. Bandaríkin og Evrópusambandið neita að afgreiða eldsneyti til íranskra flugvéla. Það er liður í refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna vegna deilna um kjarnorkuáætlunar Írans.

Glæpagengi hindra hjálparstarf

Sameinuðu þjóðirnar eiga í mikilum erfiðleikum við að hjálpa milljónum manna sem líða hungur og vatnsskort í Sómalíu. Þar vaða uppi vopnaðir hópar sem ekkert er hægt að treysta. Sameinuðu þjóðirnar neita að senda starfsmenn sína til svæða þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra.

Dæmt til að greiða fimm milljarða

Hlutafélagið ALMC, sem áður hét Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki, var í dag dæmt til að greiða Stapa lífeyrissjóði rúma fimm milljarða íslenskra króna vegna skuldaskjala sem lífeyrissjóðurinn átti hjá Straumi-Burðarási haustið 2008.

Passaði ekki nógu vel upp á riffilinn sinn

Eigandi riffils, sem landvörður á Hornströndum fann í Hornvík og kom með til lögreglunnar á Vestfjörðum á dögunum, má búast við sekt fyrir að passa byssuna sína ekki nógu vel.

Bensínverð hækkar

Olíufélögin N1 og Olís hækkuðu bensínverð um þrjár krónur á lítrann í gærkvöldi og dísilolíuna um tvær krónur. Verð á bensíni og dísilolíu er nú það sama hjá báðum félögunum, eða tæpar 243 krónur lítrinn. Búast má við að hin olíufélögin hækki verðið í dag.

Sumarbústaður aftur heim eftir þriggja ára fjarveru

Myndarlegur sumarbústaður komst aftur til síns heima í Grímsnesinu seint í gærkvöldi eftir að hafa verið á hrakhólum í þrjú ár. Hann var reistur á steyptum grunni í grennd við Álftavatn fyrir nokkrum árum, en vegna deilna um eignarhald á landinu þar sem hann var reistur, þurfti að fjarlægja hann og brjóta niður grunninn.

Nafn mannsins sem lést í Víðidal

Maðurinn sem slasaðist alvarlega í þrigga bíla árekstri við Gröf í Víðidal mánudaginn 4. júlí, lést síðastliðinn sunnudag af völdum áverka. Maðurinn hét Jón Pétursson og var sextíu og fimm ára. Jón lauk BS prófi í eðlisfræði frá edinborgarháskóla og doktorsprófi í rafmangsverkfræði frá sama skóla árið 1975. Hann lætur eftir sig konu, þrjú uppkomin börn og tíu barnabörn.

Ferðamenn aka ofan í ketil sem er að springa

Stórhættulegar aðstæður eru komnar upp á ferðamannaslóð í vestanveðum Mýrdalsjökli vegna umbrota í sigkatli þar, en greinilegt er að ferðamenn aka ofan í ketilinn, sem allur er að springa.

Sektanir lögreglu jaðra við einelti

"Mér finnst þetta jaðra við einelti orðið, þeir eru hérna allar stundir þegar eitthvað er um að vera hjá okkur:“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings, um sektanir lögreglu á bílum sem lagt hafa á grasblettum fyrir utan heimilið.

Skógrækt mun þýðingarmeiri en áður var talið

Skógrækt og verndun skóga eru mun þýðingarmeiri í baráttunni gegn loftlagsbreytingum en áður var talið. Þetta sýnir ný rannsókn sem tímaritið Nature Geoscience hefur birt en þar kemur fram að eyðing skóga hefur mun verri afleiðingar í för með sér en til þessa hefur verið sýnt fram á.

Murdoch vissi ekki neitt

Fyrirtækið News Corp sem heldur utanum rekstur fjölmiðla Rúperts Murdoch segir að óvandað fólk í lágum stöðum innan fyrirtækisins hafi svikið og gabbað stjórnendur þess, þar á meðal Murdoch sjálfan.

Fimm þúsund króna sekt fyrir að horfa á fótboltaleik í Fossvoginum

Fjöldi manns þurfti að greiða 5000 króna aukagjald fyrir að sækja fótboltaleik Víkings og Fram sem fram fór í Víkingsheimilinu í gærkvöld, þar sem lögreglan sektaði alla þá sem tóku til þess ráðs að leggja bílum sínum upp á grasfleti í nágrenni heimilisins. Framarinn Pálmi Bergmann segir þetta dónaskap og þröngsýni.

Borders bókabúðunum lokað

Næst stærsta bókabúðakeðja Bandaríkjanna er komin í þrot. Um 10 þúsund manns missa vinnuna þegar 399 bókabúðum í Bandríkjunum verður lokað. Verslanakeðjan Borders var opnuð árið 1971 og á velmektrarárum sínum rak hún yfir 1.250 verslanir í Bandaríkjunum.

Kominn úr öndunarvél og færður af gjörgæslu í dag

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem var stunginn í hálsinn með hnífi á veitingastaðnum Monte Carlo á fimmtudagskvöld, er kominn úr öndunarvél og verður færður af gjörgæsludeild Landspítalans í dag, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu. Nánari upplýsingar er ekki að fá um líðan mannsins.

Sjá næstu 50 fréttir