Fleiri fréttir

Dópaður vélhjólamaður í mikilli umferð

Lögreglumenn mældu vélhjól á 157 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi á móts við Korpúlfsstaði í síðdegisumferðinni upp úr klukkan fimm í gær og stefndi hjólið til borgarinnar.

Fylgi breska Íhaldsflokksins stendur í stað

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun breska blaðsins The Guardian stendur fylgi Íhaldsflokksins í stað, Verkamannaflokkurinn tapar þremur prósentustigum en Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun.

Um 20 norsk skip á loðnumiðunum

Um það bil 20 norsk loðnuskip eru nú að veiðum aðeins 130 sjómílur norður af Horni, nyrst á Vestfjarðakjálkanum, en Grænlandsmegin við miðlínu á milli lögsagna Grænlands og Íslands.

HR og skógræktarfólk vilja Öskjuhlíð í fóstur

Öskjuhlíð gæti komist í forsjá Skógræktarfélags Íslands og Háskólans í Reykjavík ef borgaryfirvöld samþykkja tillögu þessara aðila. „Við undirritaðir erum sannfærðir um að Skógræktarfélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík séu réttir aðilar til að halda utan um þá uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í Öskjuhlíðinni til að hún geti orðið sú útivistarperla sem hún sannarlega býður upp á,“ segja Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélagsins, í bréfi til Jóns Gnarr borgarstjóra.

Murdoch feðgar og Brooks fyrir þingnefnd í dag

Þeir Rupert og James Murdoch eigendur News Corporation og Rebakah Brooks fyrrum ritstjóri News of the World munu koma fyrir þingnefnd á breska þinginu í dag til að svara spurningum þingmanna um hlerunarhneykslið hjá blaðinu New of the World.

Áfram fundað hjá flugmönnum í dag

Samningafundi flugmanna hjá Icelandair og fulltrúa félagsins, sem hófst eftir hádegi í gær, lauk hjá ríkissáttasemjara laust fyrir klukkan eitt í nótt án þess að samkomulag næðist.

Engin prestsstaða auglýst í rúmt ár

20 til 30 guðfræðingar með embættispróf vilja verða prestar en fá ekki brauð hér á landi. Sjö prestsstöður hafa verið lagðar niður undanfarin tvö ár. Prestaskortur er í Norður-Noregi og íslenskir prestar hafa verið ráðnir til sókna þar.

Telja öryggisbrest í áfengisrannsókn

Persónuvernd segist að svo stöddu ekki geta samþykkt umsókn um aðgang að gögnum um yfir tuttugu þúsund einstaklinga sem fengið hafa áfengismeðferð SÁÁ á Vogi frá árinu 1980.

Betri nýting á skíðasvæði - Hjólað niður Skálafell

Skálafell Bike Park var opnaður formlega um síðustu helgi. Þar er að finna tvær hjólreiðabrautir í 220 metra fallhæð. Þangað er farið með stólalyftu en markmiðið er að nýta betur þjónustu skíðasvæðisins yfir sumartímann.

Vinnsla á dekkjum liggur niðri

Ekki verður hægt að endurvinna dekk á athafnasvæði Hringrásar fyrr en eftir tvær til þrjár vikur þar sem tætari sem notaður er til verksins eyðilagðist í brunanum.

Dularfullur byssufundur

Lögreglan á Ísafirði hefur nú í vörslu merktan riffil og skot sem voru meðal farangurs og varnings sem fluttur var frá Ísafirði til Hornvíkur. Þar vitjaði enginn vopnabúnaðarins svo Jón Björnsson, landvörður á Hornströndum, hafði samband við lögregluna sem bað hann að senda riffilinn og skotin aftur til Ísafjarðar.

Sinnuleysi vegna neyðar í Sómalíu, Keníu og Eþíópíu

"Söfnunin hefur gengið mjög hægt, enda hefur hún ekki fengið mikla kynningu í fjölmiðlum,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna Barnaheill, sem nú reynir að útvega fé til aðstoðar fólki í Sómalíu, Kenía og Eþíópíu.

Sjá ekki fram á tafir á flugi

Samninganefndir flugmanna og Icelandair funduðu hjá ríkissáttasemjara í gær, og stóð fundurinn enn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Yfirvinnubann flugmanna hjá félaginu tekur gildi klukkan 14 í dag.

Petraeus lætur af störfum í Afganistan

David Petraeus hershöfðingi lét af störfum í gær sem yfirmaður fjölþjóðaliðsins í Afganistan. Við stöðu hans tekur John Allen. Petraeus tekur hins vegar við stöðu yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

Munu skila fyrir lok mánaðar

Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá eru nær fullmótaðar og stefnir ráðið á að skila Alþingi tillögu sinni fyrir lok júlí. Fjölmargar breytingar á núgildandi stjórnarskrá eru lagðar til í drögunum.

Fleiri ganga um Laugaveginn

Fimm þúsundum fleiri gengu um Laugaveg við Skólavörðustíg 12. júlí en um mánuði fyrr. Þetta kemur fram í talningum á vegum Reykjavíkurborgar.

Fjölmiðlaveldi í uppnámi

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kallaði þjóðþing landsins saman á neyðarfund í gær til að ræða hleranamálið, sem hefur ekki aðeins grafið undan trausti fólks á fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch, sem kannski var þó eitthvað takmarkað fyrir, heldur einnig til bresku lögreglunnar og forsætisráðherrans sjálfs. Tíu manns hafa verið handteknir vegna málsins síðan í byrjun apríl, bæði vegna rannsóknar á símahlerunum blaðamanna fjölmiðlasamsteypunnar og vegna rannsóknar á því hvort breskir lögreglumenn hafi þegið fé frá fjölmiðlum Murdochs í skiptum fyrir upplýsingar.

Nýr fundur boðaður fyrir hádegi

Samningafundi í kjaradeilu flugmanna og Icelandair í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk skömmu fyrir klukkan klukkan eitt, en hann hafði þá staðið frá klukkan 15 í dag. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að annar fundur er boðaður klukkan ellefu í fyrramálið. Takist samningar ekki hefst yfirvinnubann flugmanna Icelandair klukkan 14.

14 ára drengur skotinn til bana

Fjórtán ára drengur var skotinn til bana í hörðum mótmælum í Túnis í gær. Stjórnvöld segja að hann hafi orðið fyrir slysaskoti.

Yfirvinnubann flugmanna hefst að óbreyttu á morgun

Samningamenn flugmanna hjá Icelandair og samningamenn félagsins sitja enn á fundi en sáttafundur hófst hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu klukkan þrjú. Fundurinn mun standa eitthvað áfram en óvíst er hvenær honum lýkur.

Tugir hlaupast úr Sýrlandsher

Fjöldi sýrlenskra hermanna var sendur með þyrlum í gær til bæjarins al-Boukamal þar sem tugir hermanna höfðu gerst liðhlaupar og gengið til liðs við mótmælendur.

Gáfu mæðrum röng börn

Sjúkrahús í Victoria fylki í Ástralíu hefur viðurkennt að hafa fyrir mistök afhent tveimur mæðrum röng börn á fæðingadeild sinni síðastliðinn föstudag. Rannsóknir þarlendra miðla hafa í kjölfarið leitt í ljós að auðkennisruglingurinn ekkert einsdæmi á svæðinu.

Vonsvikinn Take That aðdáandi: Hágrátandi stelpur úti um allt

„Ég vildi bara fá að sjá átrúnaðargoðið mitt hann Robbie en, það þarf greinilega að bíða betri tíma,“ segir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir sem ætlaði ásamt mágkonu sinni að sjá poppstjörnuna Robbie Williams og félaga hans í Take That á tónleikum í Parken í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. Uppselt var á tónleikana en Ingibjörg og mágkona hennar keyptu miðana í nóvember á síðasta ári.

Vildi bensíntankinn fullan af áfengi

Ellilífeyrisþegi frá Kúveit stoppaði bíl sinn við bensíndælu á bensínstöð í litlum bæ í landinum á dögunum. Þegar að afgreiðslumaðurinn gekk til hans og bauð honum aðstoð sína tjáði ökumaðurinn honum að hann skyldi bara fylla bílinn. En þegar afgreiðslumaðurinn var búinn að dæla bensíni á bílinn í nokkrar sekúndur varð ökumaðurinn alveg brjálaður.

Fundað í kjaradeilu flugmanna

Fundur í kjaradeilu flugmanna og Icelandair stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara. Óvíst er hvenær honum lýkur. Ef ekki næst samkomulag á fundinum kemur boðað yfirvinnubann flugmanna til framkvæmda klukkan tvö á morgun.

Í ætt við fótbolta

„Þú þarft að hrinda, tosa og vera bara nógu góð. Ég skal gefa þér séns,“ sagði Kristján Kristjánsson, dómari, aðspurður um taktíkina í Mýrarbolta. Fylgst var með fyrsta leik tímabilsins í Mýrarbolta í Íslandi í dag þegar úrvarlslið Guðjóns Þórðarsonar og stjörnulið Mýrarboltans tókust á.

Fálmkennd viðbrögð Camerons vegna hlerunarhneykslisins

Forsætisráðherra Bretlands er undir miklum þrýstingi eftir að tveir hæst settu lögregluforingjar landsins sögðu af sér vegna hlerunarhneykslisins þar í landi. Breska þingið mun fresta því að fara í sumarfrí.

Sérfræðingur um ökufant: "Lífið er dýrmætt“

Bifhjólamaður var mældur á 237 kílómetra hraða á Garðsvegi á Suðurnesjum um klukkan hálf níu í gærkvöld. Þetta er einhver mesti hraði sem mælst hefur á ökutæki hérlendis til þessa. Sérfræðingur á Umferðarstofu segir ofsaaksturinn vonbrigði.

Vonar að tillögurnar leiði til breytinga

Stjórnlagaráð hefur skilað frá sér drögum að nýrri stjórnarskrá þar sem fjölmargar breytingar eru gerðar á núgildandi stjórnarskrá. Lokaniðurstöðu verður skilað til Alþingis í lok næstu viku.

Gömul seglskip og mótorskip fylla Húsavíkurhöfn

Floti gamalla seglskúta og vélskipa frá sex löndum er kominn til Húsavíkur vegna Norrænnar strandmenningarhátíðar, sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ýtti formlega úr vör síðdegis.

Millistjórnendur launahærri en bankastjórinn

Undirmenn bankastjóra Landsbankans eru með þriðjungi hærri mánaðarlaun en hann. Bankasýsla ríkisins hefur gert athugasemdir við fjármálaráðuneytið vegna lágra launa bankastjórans.

Enn er fundað í Karphúsinu

Samningamenn flugmanna hjá Icelandair og samningamenn félagsins gengu til formlegs sáttafundar í Karphúsinu klukkan þrjú í dag, en árangurslausum fundi þeirra var slitið á föstudag. Ef samkomulag næst ekki í kvöld kemur boðað yfirvinnubann flugmanna Icelandair til framkvæmda klukkan tvö á morgun.

Mubarak í dái eða með svima

Hosni Mubarak, sem hrökklaðist frá völdum í Egyptalandi snemma árs, var í gær sagður hafa fengið heilablóðfall og liggja í dái.

Hergeymslur eyðilagðar

Herþotur á vegum NATO sprengdu snemma í gærmorgun vopnabúr og geymslur stjórnarhersins í austurhluta Trípolí, höfuðborgar Líbíu. Einnig var sprengjum varpað á fleiri skotmörk í borginni, þar sem æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafast við.

Féll í Hafnarfjarðarhöfn

Skipverji á rússneskum togara féll í Hafnarfjarðarhöfn nú fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var búið að ná skipverjanum úr sjónum þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður en eflaust blautur og kaldur, en sjúkraliðar eru enn á vettvangi að hlúa að honum.

97 ára gamall ungverskur nasisti sýknaður

Hinn 97 ára gamli Sandor Kepiro var sýknaður af ákærum um stríðsglæpi í Búdapest í dag, en hann var sakaður um að hafa fyrirskipað aftöku rúmlega 30 gyðinga og Serba í Serbíu árið 1942.

Stjórnlagaráð leggur fram drög að nýrri stjórnarskrá

Stjórnlagaráð hefur lagt fram fyrstu drög að nýrri stjórnarskrá á grundvelli svokallaðs áfangaskjals. Nú taka við umræður um breytingartillögur á ráðsfundum og má því gera ráð fyrir því að frumvarpið taki nokkrum breytingum næstu daga, en stefnt er að því að verkinu verði skilað til forseta Alþingis þann 29. júlí næstkomandi.

Rauða nornin látin laus

Rebekha Brooks sem breskir fjölmiðlar eru farnir að kalla Rauðu nornina hefur verið látin laus gegn tryggingu. Hún var handtekin í gær vegna gruns um að hafa átt aðild að símhlerunum og tölvuhakki.

Sjá næstu 50 fréttir