Fleiri fréttir

Írena stækkar stöðugt

Fellibylurinn Írena fór ekki yfir Dómíníska lýðveldið og Haítí í gærkvöldi og nótt, eins og spáð hafði verið. Hún var um hundrað kílómetrum frá löndunum tveimur og olli því litlu tjóni.

David Letterman fær morðhótanir

Spjallþáttakonunginum David Letterman hefur borist morðhótanir á vefsíðu sem tengist hryðjuverkjasamtökunum al-Qeda.

Skotárás á körfuboltaleik

Sex eru slasaðir eftir að byssumaður hóf skothríð á körfuboltaleik í Fíladelfíu í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hóf skothríðina í hálfleik og eru fimm karlmenn og ein kona á meðal hinna slösuðu. Einn er í lífshættu en hinir minna slasaðir.

Bandaríski flugherinn í loftrýmisgæslu

Hundrað og tuttugu liðsmenn bandaríska flughersins taka nú þátt í loftrýmisgæslu hér á landi en fjórar F-16 þotur taka þátt í verkefninu. Á vef Víkurfrétta segir að flugsveitin hafi komið í síðustu viku. Það sem af er þessu ári hafa flugsveitir frá Kanada og Noregi sinnt loftrýmisgæslunni og nú bætast Bandaríkjamenn í hópinn.

Brotist inn á dýraspítalann

Brotist var inn í dýraspítalann í Víðidal í rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Lögregla rannsakar málið en þrjótarnir voru horfnir á braut þegar upp komst um innbrotið. Að sögn lögreglu er ekki að sjá að nokkru hafi verið stolið á staðnum en þjófarnir rótuðu þónokkuð til. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir í nótt undir áhrifum, annar af völdum fíkniefna en hinn af völdum áfengis. Sá ölvaði reyndist vera réttindalaus í þokkabót og þarf því væntanlega að bíða lengi eftir að fá prófið.

Kveikt í blaðagámi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum til þess að slökka í blaðagámi. Kveikt hafði verið í gámnum sem stóð í Laugardalnum, við Kfum og Ká við Holtaveg. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir orðið býsna algengt að kveikt sé í gámum sem þessum.

Bjargaði móður auðkýfings úr brennandi húsi

Auðkýfingurinn Sir Richard Branson hefur þakkað leikkonunni Kate Winslet fyrir að bjarga níutíu ára gamallri móður sinni út úr brennandi húsi sínu á Necker-eyju í Karabískahafinu í gær.

Vestnorræna ráðið fundar á Bifröst

Staða Vesturnorðurlanda og sameiginlegir hagsmunir þeirra á Norðurskautinu og flutningur matvæla á milli Vestnorrænu landanna er meðal þess sem rætt verður á ársfundi Vestnorræna ráðsins hefst í dag á Bifröst.

Neitað um viðkvæm gögn um Jón Ásgeir

Persónu- og fjárhagsupplýsingar um hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur, sem liggja hjá bönkum vestanhafs og hússtjórn lúxusíbúðablokkar á Manhattan, verða ekki aðgengilegar slitastjórn Glitnis nema að örlitlu leyti. Þetta er niðurstaða gjaldþrotadómstóls í New York, sem kvað upp úrskurð þess efnis á föstudag

Einungis sex trúfélög af 35 hafa svarað bréfi

Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum.

Íslam hefur hjálpað íslenskum þegnum

Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar.

Áttu von á fleiri umsóknum

Um mánaðamótin rennur út umsóknarfrestur um endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðar nýsköpunarfyrirtækja vegna rannsóknarstarfs og þess háttar.

LÍN stefnir hæstaréttardómara

Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur stefnt Viðari Má Matthíassyni hæstaréttardómara fyrir dóm vegna ábyrgðar sem hann gekkst í fyrir tæpum þremur áratugum.

Ferðamenn aldrei verið fleiri

Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel.

Skólastjórinn er svartsýnn

„Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær.

97 prósent landsmanna nota netið

Íslendingar eru sú þjóð sem notar internetið næstmest í heimi. Einungis Mónakóbúar eru með hærra hlutfall, eða 97,6 prósent, á móti 97 prósentum Íslendinga. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar samanburðarrannsóknar fréttastofunnar CNN.

Fálkastofninn nálgast hámark

Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka.

Elsti Íslendingurinn lést í gær

Elsti Íslendingurinn, Torfhildur Torfadóttir, lést á Ísafirði í gær. Torfhildur varð 107 ára gömul 24. maí síðastliðinn.

Helmingi minni stofn nú en 2001

Stofn karfa í úthafinu mældist rúmlega 900 þúsund tonn í alþjóðlegum karfaleiðangri Íslendinga, Þjóðverja og Rússa sem er nýlokið.

Valdatími Gaddafís er á enda runninn

Uppreisnarliðið í Líbíu hafði í gærkvöld náð höfuðborginni Trípolí að mestu á vald sitt en barðist áfram við dygga stuðningsmenn Múammars Gaddafí á ýmsum stöðum í borginni. Hvergi sást til Gaddafís sjálfs en augljóst mátti vera að valdatíð hans væri á enda. Uppreisnarliðið handtók í gær tvo af sonum Gaddafís, Saif al-Islam og Mohammed. Óstaðfestar fregnir bárust af því að þriðji sonurinn, Al-Saadi, hefði annað hvort verið handtekinn líka eða felldur.

Styðja nýju stjórnina

Þjóðarleiðtogar víða um heim lýstu því yfir í gær að stjórn Gaddafís væri fallin. Þeir hvöttu jafnframt einræðisherrann til þess að gefast upp og komast þannig hjá frekara blóðbaði.

Minntust fórnarlambanna í Útey með laginu Imagine

200 manns voru viðstaddir tendrun Friðarsúlunnar í Viðey í gærkvöld, á sorgardegi Norðmanna. Jón Gnarr borgarstjóri og fulltrúi sendiráðs Noregs, héldu ræður og að því loknu var einnar mínútu þögn. Viðstaddir lögðu svo rósir við Friðarsúluna til að minnast þeirra sem létust í árásunum í Osló og Útey þann 22. júlí. Lesin var upp sérstök kveðja frá Yoko Ono og Ellen Kristjánsdóttir söng lagið Imagine eins og má heyra í meðfylgjandi myndskeiði.

Málið gegn Strauss-Kahn fellt niður

Ákæra á hendur Dominique Strauss-Kahn hefur verið felldar niður og er honum því frjálst að yfirgefa Bandaríkin. Strauss-Kahn var, eins og kunnugt er, ákærður fyrir að ráðast á og beita Nafissatou Diallo, kynferðislegu ofbeldi þar sem hún starfaði sem hótelþerna á hóteli sem Strauss-Kahn gisti á í maí síðastliðnum.

Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“

"Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins.

Kísilver frestast enn

Ekkert bólar enn á framkvæmdum við kísilver í Helguvík og hefur fyrirtækið sem áformar smíðina nú í annað sinn neyðst til að biðja viðsemjendur um lengri frest til að uppfylla fyrirvara.

Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni"

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna.

Tuttugu manns sluppu úr eldi

Tuttugu manns sluppu ómeiddir þegar eldur braust út á heimili Sir Richard Branson á Necker eyju í Karabíska hafinu í dag. Mikill hitabeltisstormur gengur nú yfir Karabíska hafið og er talið að eldingu hafi lostið niður í húsið og kveikt eldinn.

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

Fjögurra bíla árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar nú síðdegis í dag. Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Áverkarnir reyndust ekki alvarlegir.

Eyðir 3.500 óbirtum leyniskjölum

Fyrrverandi starfsmaður Wikileaks, Daniel Domscheit-Berg, hefur eytt 3.500 leyniskjölum sem lekið var til síðunnar Wikileaks. Þetta sagði hann í samtali við þýska fjölmiðilinn Der Spiegel, en skjölin munu m. a. hafa innihaldið 5 gígabæt af upplýsingum um Bank of America.

Mannfall í Suður-Súdan

Sameinuðu Þjóðirnar segja að minnst 600 manns hafi látist í Suður Súdan síðastliðna viku. Þetta kemur fram á vefmiðli New York Times. Mannsfallið varð þegar átök brutust fram milli tveggja þjóðflokka í austurhluta landsins.

Ætlar að tilkynna ákvörðun sína á morgun

"Ég er búinn að ákveða að segja á morgun hvað ég hafði hugsað mér að gera og vil aðeins hafa stjórn á þeirri atburðarrás,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Hann vill því hvorki játa því né neita hvort hann muni stofna nýjan stjórnmálaflokk eins og greint hefur verið frá í dag.

Árekstur á Dalvegi

Dalvegur í Kópavogi er lokaður sem stendur. Ástæðan er umferðarslys sem varð þar fyrir stundu. Lögreglan í Reykjavík gat engar upplýsingar gefið um gang mála eða umfang árekstrarins. „Menn eru bara að vinna á staðnum í þessum orðum töluðum," sagði lögreglan í samstarfi við fréttastofu.

Verða að endurnýja samninginn

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja mikil vonbrigði að ekki var aukið við fjárframlög Kvikmyndaskóla Íslands. Þeir biðja Svandísi Svavarsdóttur, mennamálaráðherra, lengstra orða að endurskoða þá ákvörðun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hallveig, félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, sendi frá sér í dag.

Nýr skóli tók til starfa í Reykjavík

Nýr skóli tók til starfa í Reykjavík í morgun þegar Klettaskóli var settur við hátíðlega athöfn í Perlunni klukkan tíu. Skólinn varð til við sameiningu Öskjuhlíðaskóla og Safamýraskóla, en 94 nemendur með sérþarfir og þroskahömlun munu stunda nám við skólann í vetur. Tíu nýnemar koma í skólann þetta haustið og níu nemendur úr öðrum grunnskólum borgarinnar.

Líbía að sleppa úr klóm harðstjóra

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun sem varðaði ástandið í Líbíu. Þar segir hann að Gaddafi verði að átta sig á að valdatíð hans er á enda, hann stjórni ekki lengur Líbíu. Hann lofar einnig að Bandaríkin muni áfram starfa með stjórn uppreisnarmanna og styðja hana í framtíðinni.

Vilja skattleggja rafbækur

Vilji stendur til þess að skattleggja sölu erlenda aðila á vörum í gegnum vefinn hingað. Þessi hugmynd var rædd á fundi efnahags- og skattanefndar í morgun og einnig var fjallað um í hvaða virðisaukaskattsþrepi slíkar vörur ættu að vera. Um er að ræða vörur eins og rafbækur og annað efni sem keypt er á Netinu.

Sigur ekki í höfn fyrr en Gaddafí verður handsamaður

Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir brotthvarf Múammars Gaddafís af valdastóli í Líbíu en stuðningsmenn hans berjast þó enn á nokkrum svæðum í höfuðborginni Trípólí. Það sem af er degi hefur verið hart barist, sérstaklega í kring um aðsetur Gaddafís.

Bókasafnið í Berlín skilar bókum sem nasistar stálu

Borgarbókasafnið í Berlín ætlar á næstu dögum að skila bókum sem nasistar stálu frá Sósíal Demókrötum í borginni á milli stríðsárunum. Þar á meðal er ensk útgáfa af kommúnistaávarpinu sem talið er að hafi verið í eigu Friedrich Engels, sem skrifaði bókina ásamt Karli Marx árið 1848. Stjórnmálaflokkurinn var bannaður þegar Hitler komst til valda í landinu og eignir hans gerðar upptækar. Alls er um sjötíu bækur að ræða.

Náttúruunnendur dæmdir í Danmörku

Ellefu félagar í Greenpeace samtökum Danmerkur fengu í morgun tveggja vikna skilorðsbundinn dóm fyrir að smygla sér óboðnir inn á hátíðarmatarboð leiðtoga heimsins í desember árið 2009. Félagarnir laumuðu sér inn í bílalest leiðtoganna á limósínu með fölsuðum lögregluljósum.

Rektor Kvikmyndaskólans: "Tíminn er í raun floginn frá okkur"

Ekki var hægt að setja Kvikmyndaskóla Íslands í dag, eins og til stóð, vegna óvissu um áframhaldandi fjármögnun námsins. Vegna þessa fylktu nemendur skólans liði í Vinnumálastofnun í morgun þar sem þeir sóttu um atvinnuleysisbætur. Forsvarsmenn Kvikmyndaskólans og mennta- og menningarmálaráðuneytisins ætla að reyna eftir fremsta megni að komast að niðurstöðu um framhaldið í dag. Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskólans, segir stöðuna grafalvarlega. "Við berum enn veika von í brjósti um að okkur takist að setja hann í þessari viku vegna þess að ef svo verður ekki þá held ég að það sé óhætt að afskrifa allt skólahald af okkar hálfu á þessari önn," segir hann. Sem kunnugt er komst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að Kvikmyndaskólinn sé að óbreyttu ekki rekstrarhæfur. Ráðuneytið hefur farið þess á leit að Ríkisendurskoðun geri frekari útttekt á skólanum, og búist er við niðurstöðu í lok september. Einn af þeim möguleikum sem ráðuneytið hefur bent á er að skólinn nýti þær 17 milljónir sem hann á eftir af fjárlögum þessa árs til að reka skólann þar til niðurstaða Ríkisendurskoðunar er ljós. Hilmar segir nauman tíma til stefnu. "Það eru allir mjög meðvitaðir um að tíminn er í raun floginn frá okkur. Ég vona það besta. Hvað er það besta? Það besta er auðvitað að við getum haldilð starfinu áfram. Annars verðum við að finna lausn, finna úrræði fyrir núverandi nemendur þannig að þeir geti lokið þessi námi með sæmd," segir hann. Þær upplýsingar fengust frá menntamálaráðuneytinu í morgun að vonir standa til að í samvinnu við eigendur Kvikmyndaskólans takist að finna lausn sem muni eyða óvissu um stöðu nemanea. Ef það tekst ekki er ljóst að ráðuneytið þarf að grípa til annarra aðgerða til að tryggja hagsmuni nemenda.

Sjá næstu 50 fréttir