Erlent

Náttúruunnendur dæmdir í Danmörku

Náttúruunnendur hlutu skilorðsbundinn dóm.
Náttúruunnendur hlutu skilorðsbundinn dóm.
Ellefu félagar í Greenpeace samtökum Danmerkur fengu í morgun tveggja vikna skilorðsbundinn dóm fyrir að smygla sér óboðnir inn á hátíðarmatarboð leiðtoga heimsins í desember árið 2009. Félagarnir laumuðu sér inn í bílalest leiðtoganna á limósínu með fölsuðum lögregluljósum.

Dómstóllinn fann félagana meðal annars seka um að falsa númeraplötu og leika lögreglumann. Greenpeace samtökin í Danmörku voru sektuð um 75.000 danskar krónur, sem nemur rúmlega einni og hálfri milljón isk, vegna uppátækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×