Fleiri fréttir

Veiddu risafiska á sjóstangmóti í Grindavík

Sannkallaðir stórfiskar komu að landi á Íslandsmeistaramótinu í sjóstöng sem fór fram utan við Grindavík um helgina. Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að met hafi fallið í stærð ufsa og löngu á sjóstöng og jafnvel einnig í þorski.

Mikill áhugi á að fræðast um eldgosið

Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst.

Dæmd fyrir manndráp af gáleysi

Héraðsdómur Vesturlands hefur frestað ákvörðun um refsingu ungrar konu sem dæmd var fyrir manndráp af gáleysi. Konan var ákærð fyrir að hafa laugardaginn 27. nóvember 2010 ekið bifreið yfir gangbraut í Borgarnesi án nægjanlegar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður þar sem útsýni var takmarkað vegna sólar sem var lágt á lofti og skein beint í augu hennar. Afleiðingarnar urðu þær að önnur kona sem gekk yfir gangbrautina varð fyrir bifreiðinni og hlaut við það mikla áverka, þar á meðal hryggbrot er leiddi til rofs á mænu. Konan lést nær samstundis.

Vill norðurevru í stað evru

Lausnin á vanda evrunnar er norðurevra sem yrði nýr sameiginlegur gjaldmiðill Þýskalands, Finnlands, Austurríkis, Hollands og Belgíu. Þetta er mat eins af þungavigtarmönnunum í viðskiptalífi Þýskalands, Hans-Olafs Henkel. Í umræðugrein í Financial Times skrifar Henkel að hann sé ekki jafn jákvæður gagnvart evrunni og áður. Stjórnmálamenn hafi samþykkt aðild landa að myntbandalaginu þótt þau hafi ekki uppfyllt efnahagslegar kröfur. Sameiginleg vaxtastefna henti ekki öllum auk þess sem bandalagið sundri frekar en sameini.- ibs

Ræddu eldgos og flugumferð

Samgönguráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ræddu hvernig bregðast megi við öskuskýjum frá eldgosum og stjórn flugumferðar í kringum þau á fundi í Reykjavík í gær.

Þúsundir mótmæla í Damaskus

Þúsundir manna héldu út á götur Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, að loknum morgunbænum í gær, sem var fyrsti dagurinn í lokahátíð föstumánaðar múslima. Mótmælendur krefjast þess að Bashar Assad forseti og stjórn hans segi af sér. Öryggissveitir hafa bæði í gær og undanfarna daga gengið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum og meðal annars skotið beint á fólk með þeim afleiðingum að í gær létu að minnsta kosti sjö manns lífið.

Lifði Hitler af, en réði ekki við Irene

Rozalia Stern-Gluck, 82 ára gyðingur, drukknaði í sumarhúsi sínu í Norður Karólínu í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag þegar lækur í grendinni flæddi yfir bakka sína. Eiginmaður hennar slapp út úr húsinu áður en það fylltist af vatni, en björgunarsveitarmenn náðu líki konunnar ekki út fyrr en í gær þegar vatnsyfirborðið lækkaði.

Snape er vinsælastur

Töfradrykkjameistarinn Prófessor Severus Snape er vinsælli en sjálfur Harry Potter. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á því hver væri uppáhalds persóna aðdáenda bókaflokksins vinsæla.

Shiva fyllti Háskólabíó

Troðfullt var á fyrirlestur Vandana Shiva í Háskólabíói í gær. Fyrirlesturinn var haldinn í stóra sal bíósins, sem tekur um eitt þúsund manns, en engu að síður segja rekstraraðilar bíósins að um um 200-300 manns hafi orðið frá að hverfa.

Gláka er algeng orsök sjónskerðingar

Gláka er þriðja algengasta orsök sjónskerðingar meðal Íslendinga en um fimm þúsund einstaklingar hér á landi eru með sjúkdóminn. Mjög mikilvægt er að greina gláku snemma en hann getur valdið óafturkræfum skaða á sjón.

Ipad-kerra gerir verslunarferðina betri

Matvörubúð í London býður nú viðskiptavinum sínum upp á verslunarkerrur með ipad standi á handfanginu. Þær eru hugsaðar fyrir sérlega upptekna heimilisfeður og forfallna íþróttaaðdáendur.

Gaddafí flúinn frá Trípolí

Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, er flúinn frá höfuðborginni Trípolí. Lífvörður sonar hans segir Gaddafi hafa hitt börn sín í borginni á föstudaginn en hann hafi ekki sést frá þeim tíma.

Kynlífs-skatta-miðar í Þýskalandi

Vændiskonur í þýsku borginni Bonn munu héðan í frá þurfa að ganga með miða, sem þær fá úr vélum sem minna helst á stöðumæla-vélarnar í miðbæ Reykjavíkur. Ef þær verða gripnar án miðans munu þær fá háar sektir frá skattayfirvöldum, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í gærkvöldi.

Sjávarfallavirkjun til að hlífa Teigsskógi

Sjávarfallavirkjun þvert yfir Þorskafjörð, sem jafnframt yrði brú, er til umræðu sem sáttaleið í deilum um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Erfiðustu hindranirnar í vegi þess að byggðirnar á sunnanverðum Vestfjörðum tengist öðrum landshlutum með nútímavegi eru Hjallaháls og Ódrjúgsháls.

Bensíngjöfin óvart í botn

Ökumaður á Selfossi fékk aðsvif undir stýri í miðju íbúðarhverfi uppúr klukkan fjögur í dag. Þegar hann ætlaði að hemla spyrnti hann óviljandi í bensíngjöfina í staðinn og spændi upp á gangstétt og þar inn í grindverk. Engan sakaði en bíllinn var óökufær eftir tilburðina.

Næstum 26.000 í alvarlegum vanskilum

Tæplega tuttugu og sexþúsund einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum hér á landi en þeim hefur fjölgað um tæp tíu prósent frá áramótum. framkvæmdastjóri Creditinfo er svartsýnn á að ástandið lagist.

Þjófnaður í Hörpunni

Þrír drengir milli 16 og 20 ára komust inn í aðstöðu starfsmanna í Hörpunni um hálf fimm leytið í dag. Þar grömsuðu þeir í veskjum og stálu hlutum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Sjö fórust í skotárásum í Sýrlandi

Að minnsta kosti sjö fórust í skotárásum í Sýrlandi í dag þegar öryggissveitir stjórnvalda skutu á mótmælendur þar í landi. Á meðal þeirra sem fórust var þrettán ára gamall piltur sem tók þátt í mótmælunum, eftir því sem Sky fréttastofan hefur eftir talsmanni mótmælenda. Þúsundir mótmælenda flykktust út á götur í Sýrlandi í dag og kröfust afsagnar Bashars al Assad, forseta landsins, en skriðdrekar og hermenn voru þar jafnframt á hverju strái.

Umferðaróhöpp dagsins

Vel á annan tug árekstra varð á Reykjavíkursvæðinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá www.arekstur.is. Meðal annars varð harkalegur árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um klukkan fjögur í dag. Um aftanákeyrslu var að ræða en einn var fluttur með sjúkrabíl á slysavörslu. Bílarnir voru mikið skemmdir.

Kvótafrumvarp mun valda fólksfækkun í eyjum

Verði kvótafrumvarpið samþykkt óbreytt á Alþingi, leiðir það til mikillar fólksfækkunar í Vestmannaeyjum. Þetta segir í umsögn um bæjarráðs Vestmannaeyja sem telur að með frumvarpinu skerðist aflaheimildir í Eyjum um 15 prósent. Um 100 manns, sem starfi við veiðar og vinnslu, missi vinnuna og með afleiddum störfum megi gera ráð fyrir að um tvö hundruð störf tapist.

Nýtt sjúkrahús rísi eftir rúm 15 ár

Uppbyggingu nýs Háskólasjúkrahúss við Hringbraut lýkur að fullu innan 15-20 ára ef allt gengur að óskum. Samkvæmt drögum að deiluskipulagi nýs Landspítala, sem kynnt voru í dag, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist næsta vor á sama tíma og fyrstu verkhlutar verða tilbúnir til útboðs. Landspítalalóðin á eftir að taka miklum stakkaskiptum en byggingarmagn á henni er nú ríflega 76 þúsund fermetrar. Við verklok verður það rúmlega tvöhundruð þrjátíu og fimm þúsund.

Gaddafi farinn frá Trípolí

Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, er farinn frá Trípolí. Síðast sást til hans suður af borginni á föstudaginn. Þetta segir einn lífvarða sona hans við Sky fréttastöðina. Fjölskylda hans er enn stödd í Alsír. Lífvörðurinn staðfesti jafnframt frásagnir þess efnis að sonur Gaddafis, Khami, hefði farist í loftárás um 60 kílómetrum frá Trípolí.

Ætla að fá sjóræningja til að veiða

Hópur Dana vonast til þess að geta hjálpað sjóræningjum í Sómalíu að segja skilið við glæpastarfið og leggja fyrir sig fiskveiðar á ný, en margir þeirra eru sjómenn sem enga atvinnu hafa og stunda því sjórán.

Útlendingastefna mætir aukinni andstöðu

Bandalag Íhaldsflokksins og Róttæka flokksins, tveggja danskra stjórnmálaflokka af sitthvorum væng stjórnmálanna, hefur haft óvænt áhrif á kosningabaráttuna þar í landi.

Íslenskir hjúkrunarfræðingar til Íraks

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands, Áslaug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingar, munu halda til Íraks þann 1. september til starfa með Alþjóða Rauða krossinum.

Tvö fíkniefnamál í Vestmannaeyjum

Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni og en í öðru tilvikinu var um að ræða haldlagningu á um 50 gr. af maríhúana en efnin fundust í gistiheimili í bænum þann 26. ágúst sl. Fjórir aðilar voru handteknir í tengslum við rannsóknina og játaði einn af þeim að vera eigandi að efnunum. Málið telst að mestu upplýst.

Jóhanna segir VG í hættulegum leik

Forsætisráðherra segir ályktanir flokksráðsfundar Vinstri Grænna sem beinast að ráðherrum samfylkingarinnar óskiljanlegar. Hún styður sína ráðherra og segir ákvarðanir þeirra réttar. Það sé hins vegar hættulegur leikur fyrir ríkisstjórnina að takast á með ályktunum.

Kvarta undan kjötskorti

Dýrara er að leysa út kíló af kjúklingi á úthlutuðum WTO-kvóta úr tolli en ef kjötið væri afgreitt með almennum tolli án kvóta. Þetta gengur þvert á markmið samnings Íslands og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um innflutning á matvælum.

Fyrstu réttir um næstu helgi

Nú styttist í réttir víðsvegar um landið og eins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Samkvæmt upplýsingum Bændasamtakanna á heimasíðu þeirra verða fyrstu fjárréttir haustsins laugardaginn 3. september nk. en þá verður réttað á sex stöðum norðanlands, í Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum.

Skotárás við moskuna á Vesturbrú - einn látinn

Að minnsta kosti tveir voru skotnir um klukkan hálfátta í morgun við moskuna á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Annar þeirra er látinn af sárum sínum að því er fram kemur hjá danska ríkisútvarpinu. Mikið lið lögreglu er nú statt við moskuna. Svo virðist sem skotin hafi komið úr bifreið sem ekið var framhjá moskunni og að minnsta kosti tuttugu skotum hleypt af en í dag lýkur föstumánuði múslima Ramadan. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn vegna málsins.

Heimslið sálfræðinga á Íslandi í vikunni

Nokkrir af frægustu sálfræðingum í heimi verða staddir á Íslandi í vikunni. Ástæðan er sú að hér fer fram Evrópuráðstefna um hugræna atferlismeðferð í tónlistar og ráðstefnuhúsinu Hörpu og hefst ráðstefnan á morgun. Á meðal þekktustu fræðimannana sem halda erindi á ráðstefnunni eru David Clarke, prófessor í Kings College í Lundúnum, sem hefur sett fram eina yfirgripsmestu kenninguna um kvíða.

Sigmundur Davíð grennist hratt - sex kíló farin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og þingmaður, hefur misst tvö kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir um viku síðan. Þegar átakið hófst var hann 108 kíló en er nú 106 kíló.

Tvær orrustuþotur skullu saman í Litháen

Herþota á vegum Nato rakst í dag á orrustuþotu Litháenska hersins að því er varnarmálaráðuneytið í Litháen segir. Báðir flugmenn komust lífs af, Nato þotunni tókst að lenda þrátt fyrir að hafa laskast en Litháíski flugmaðurinn skaut sér út í fallhlíf.

Aukinn kraftur færist í mótmælin í Sýrlandi

Aukinn kraftur hefur færst í mótmæli landsmanna í Sýrlandi gegn ríkisstjórn landsins en föstumánuði múslima Ramadan er að ljúka. Þúsundir manna flykktust út á götur helstu borga og kröfðust afsagnar Bashar al-Assads forseta og stjórnar hans. Mannréttindasamtök segja að lögregla hafi skotið á mótmælendur og að sjö hafi fallið hið minnsta.

Eldur í bifreið eftir bílveltu

Fólksbíll valt í Norðurárdal rétt fyrir klukkan sex í morgun. Slysið varð skammt frá bænum Hvammi en ökumaðurinn, sem er karlmaður, var einn í bílnum en hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður.

Neitaði að borga verndarfé

Eigendur spilavítisins, sem brann til grunna í Monterrey í Mexíkó í síðustu viku, neituðu að greiða glæpasamtökum verndarfé nokkrum dögum fyrir harmleikinn. Því ákváðu foringjar samtakana að ráðast inn í spilavítið, hella bensíni um veggi og gólf og kveikja í.

Nýr forsætisráðherra Japans

Neðri deild japanska þingið samþykkti í morgun fjármálaráðherran fyrrverandi Yoshihiko Noda sem nýjan forsætisráðherra landsins. Hann tekur við embætti af Naoto Kan sem sagði af sér embætti á dögunum.

Námumönnum bjargað í Kína

Nítján kínverskum námuverkamönnum var bjargað í morgun úr kolanámu í norðausturhluta landsins en þar höfðu þeir verið fastir í sjö daga vegna flóða. Þriggja er enn saknað.

Jarðskjálfti upp á 6,8

Öflugur jarðskjálfti reið yfir í morgun úti fyrir ströndum Austur-Tímor. Skjálftinn mældist 6.8 á Richter kvarða en yfirvöld hafa ekki gefið út flóðbylgjuviðvörun. Skjálftinn virðist hafa orðið á miklu dýpi, eða tæpa 500 kílómetra undir sjávarbotninum. Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða manntjóni af völdum skjálftans að því er fréttastofa AFP greinir frá.

Annar tveggja Black Pistons-manna tók á sig meginsök

Annar tveggja manna sem ákærðir eru fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé tók á sig meginsök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Ákærður Júlli hyggst opna Drauminn á ný

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á á hendur Júlíusi Þorbergssyni, betur þekktum sem Júlla í Draumnum, fyrir ólöglega lyfja- og tóbakssölu og peningaþvætti. Júlíus segist ætla að lýsa sig saklausan af öllum ákæruatriðum og opna söluturninn Drauminn aftur með haustinu.

Fólkið sem fellur milli skips og bryggju

Hvort sem vitnað er í lög eða sáttmála sem Ísland gengst undir hafa aldraðir og fatlað fólk jafnan rétt til þess að taka þátt í samfélaginu. Tæknin, hugvitið og viljinn er til staðar svo að þetta gæti gengið eftir. Enn virðast þó slíkir hnökrar finnast á kerfinu að þeir sem gætu með aðstoð tekið þátt í samfélaginu fá ekki að gera það, jafnvel þó að þrjú fyrirtæki gætu leitt þá til mannsæmandi lífs.

Kemur með meiri rigningu

Fellibylurinn fyrrverandi, Írena, kemur upp að ströndum landsins á fimmtudag, en líkast til verður hún ekki frábrugðin þeim 300 lægðum sem koma upp að landinu á hverju ári. Írena olli miklum skemmdum á meðan hún var í hámarki og æddi yfir Karíbahafið og ríkin á norðausturströnd Bandaríkjanna. Henni þvarr þó kraftur eftir því sem norðar dró og var stödd yfir Kanada í gær.

Sjá næstu 50 fréttir