Erlent

Námumönnum bjargað í Kína

mynd úr safni
Nítján kínverskum námuverkamönnum var bjargað í morgun úr kolanámu í norðausturhluta landsins en þar höfðu þeir verið fastir í sjö daga vegna flóða. Þriggja er enn saknað.

Fjörutíu og fimm menn voru í námunni þegar hún fylltist skyndilega af vatni. Nítján náðu að komast upp á yfirborðið og fjórum var svo bjargað um helgina. Einn þeirra lést svo fljótlega á sjúkrahúsi.

Náman var ólögleg og hafði ekki tilskilin leyfi yfirvalda. Kínverskar kolanámur eru þær hættulegustu í heimi og eru slys þar nokkuð algeng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×