Erlent

Snape er vinsælastur

Töfradrykkjameistarinn Prófessor Severus Snape er vinsælli en sjálfur Harry Potter. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á því hver væri uppáhalds persóna aðdáenda bókaflokksins vinsæla.

Sigurinn kemur væntanlega mörgum á óvart, en illmennið Snape hlaut 20% greiddra atkvæða. Sjálf segir J. K. Rowling að uppáhalds persónan sín sé Harry Potter. „En svona þegar ég er búinn að skrifa þetta allt er Dumbledore líklega sá sem ég vildi helst fá í mat til mín. Við hefðum um nóg að ræða," sagði hún.

Lestrarhesturinn knái, Hermione Granger, fékk næst flest atkvæði, en söguhetjan sjálf, Harry Potter, rétt marði það í fjórða sætið og skaut þar með besta vini sínum, Ron Weasley, ref fyrir rass eins og svo oft áður.

Könnunin var gerð fyrir útgefanda bókanna, Bloomsbury, í sumar. Hún hófst í maí með því að listi með 40 persónum úr bókunum var settur inn á internetið. Alls tóku um 70.000 manns þátt.



Hér
má sjá listann í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×