Fleiri fréttir

Uppreisnarmenn segja son Gaddafi fallinn

Um leið og fréttir berast af því að hluti fjölskyldu Gaddafi hafi flúið til Alsír segja yfirmenn uppreisnarmanna, Khami Gaddafi, þann son einræðisherrans sem mest hefur verið óttast, hafa verið skotinn til bana.

Klámmyndaiðnaðurinn lamaður vegna alnæmissmits

Klámmyndaframleiðendur í Los Angelses í Bandaríkjunum segja að klámmyndaleikari hafi reynst jákvæður þegar hann fór í alnæmisprór á dögunum. Þetta mun hafa í för með sér að hlé verður gert á framleiðslu fullorðinsmynda í Suður-Kalíforníu á næstunni á meðan rannsakað er hvort veiran hafi dreift sér eitthvað innan starfsstéttarinnar.

Jennifer Aniston komin í sambúð

Leikkonan Jennifer Aniston seldi nýverið húsið sitt í Beverly Hills á litlar 38 milljónir dollara og hefur nú að sögn heimildarmanna flutt inn í leiguhúsnæði ásamt kærastanum, leikaranum og leikstjóranum Justin Theroux.

Íslensk kona handtekin í Færeyjum fyrir fíkniefnasmygl

Fimmtíu og sjö ára gömul íslensk kona var handtekin í Færeyjum í dag fyrir að hafa reynt að smygla inn 1,5 kílóum af hassi til Færeyja. Konan kom til Færeyja í morgun með Norrænu. Færeyska útvarpið segir að konan muni sitja í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi.

Hefur þrisvar sinnum reynt að tæla börn upp í bílinn

Ókunnugur maður hefur þrisvar sinnum reynt að tæla börn upp í bíl til sinn í Hafnarfirði á síðustu dögum. Skólastjóri segir málið grafalvarlegt og hvetur foreldra til að brýna fyrir börnum sínum að setjast ekki upp í bíl hjá ókunnugum.

Spyr hvort fuglar verði teknir fram yfir fólk á Vestfjörðum

Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls.

Trúir því ekki að ríkisstjórnin verði á móti

Bæjarstjóri Norðurþings neitar að trúa því að ríkisstjórnin leggist gegn tugmilljarða fjárfestingum Kínverjans Huang Nubo í íslenskri ferðaþjónustu á sama tíma og sárvanti að efla atvinnu. Huang Nubo flaug með fylgdarliði norður á Grímsstaði á Fjöllum í síðustu viku, skrifaði undir viljayfirlýsingu við bæjarstjóra Norðurþings um uppbyggingu ferðaþjónustu og keypt svo stóran hluta jarðarinnar til að byggja þar lúxushótel.

Breivik fær enga sérmeðferð

Líklegt er talið að Anders Behring Breivik muni afplána dóm sinn í Skien fangelsinu sem er annað tveggja norskra fangelsa með hæsta mögulegan öryggisstuðul.

Mannæta handtekin eftir að hafa borðað "Netvin"

21 árs rússneskur karlmaður hefur viðurkennt að hafa myrt og borðað 32 ára gamlan mann sem hann hitti í gegnum Netsíðu fyrir samkynhneigða. Rússneska lögreglan hefur handtekið manninn eftir því sem fram kemur á vef norska ríkissjónvarpsins.

Eiginkona Gaddafis og þrjú börn komin til Alsír

Eiginkona Gaddafis, einræðisherra í Líbíu og þrjú börn hafa flúið heimaland sitt og dvelja nú í Alsír. Þetta staðfestir utanríkisráðherra Alsírmanna. Eftir því sem fram kemur á Sky fréttastöðinni komu þau þangað í morgun. Enginn veit hvar Gaddafi sjálfur er niðurkominn, því ekkert hefur sést til hans frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí, höfuðborg Líbíu, fyrir viku síðan. Leiðtogi uppreisnarmannanna segir að þeim standi ennþá ógn af Gaddafi og krefjast þeir áframhaldandi verndar frá herjum Atlantshafsbandalagsins.

Lítil hætta á að fuglaflensan berist hingað

Sameinuðu Þjóðirnar vöruðu í dag við því fuglaflensan gæti dreift sér upp á nýtt. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, telur ekki mikla hættu á að fuglaflensan berist hingað. Hann segir ekki um nýtt tilbrigði flensunnar að ræða. "Þetta er H5N1 tilbrigðið sem hefur verið þekkt lengi. Hún hefur verið landlæg í ýmsum ríkjum í Suðaustur-Asíu undanfarið," segir Haraldur, en þegar farfuglar leggja af stað í sín árstíðarbundnu ferðalög á haustin berst vírusinn sér gjarna með þeim til nýrra landa.

Unglingapartí fóru úr böndunum um helgina

Lögreglunni bárust talsvert af símtölum um helgina þar sem kvartað var undan hávaða frá gleðskap í heimahúsum. Í einhverjum tilvikum var um að ræða eftirlitslaus unglingapartí en í einu slíku voru um 50 krakkar mættir á staðinn. Húsráðandinn reyndist vera 14 ára og ófær um að ráða við slíkar aðstæður. Lögreglan stöðvaði samkvæmið og vísaði gestunum frá að því er fram kemur í tilkynningu.

Ekki borið á PMMA síðan í vor

Ekkert hefur borið á fíkniefninu PMMA hér á landi síðan í maí á þessu ári. Snemma í sumar lést stúlka af völdum eiturlyfja og strax vaknaði grunur um að fíkniefnið PMMA hefði valdið dauða hennar. Það fékkst staðfest í síðustu viku eftir lyfjarannsókn, að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu.

Hefja vinnu við hættumat fyrir eldgos - tekur 15 til 20 ár í heildina

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að hafin yrði vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Í tilkynningu frá ráðherra segir að um viðamikla vinnu sé að ræða sem gróflega er áætlað að taki 15 - 20 ár í heildina. Fyrsti áfanginn er þó verkefni til þriggja ára.

Ný stjórnarskrá verði rædd í október

Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða lagðar fyrir Alþingi í byrjun október. Það kemur fram á minnisblaði sem forseti Alþingis lagði fyrir forsætisnefnd í dag. Talið er óheppilegt að tillögur ráðsins verði ræddar á fundardögum þingsins í september því þá gæfist ekki nægur tími til umræðnanna. Nýtt löggjafarþing hefst 1. október og þá falla mál af þingi síðasta árs niður.

Irene er skilaboð frá Guði

Fellibylurinn Irene er skilaboð frá guði, segir Michele Bachmann, hugsanlegt forsetaefni Repúblikana í Bandaríkjunum. Hún telur fellibylinn sem og jarðskjálfta sem varð í austurhluta Bandaríkjanna í síðustu viku öruggt merki þess að Washington þurfi á nýjum leiðtoga og nýjum stefnumiðum að halda.

Mini fór í heimsreisu og kom við á Íslandi

Bílaframleiðandinn MINI hefur nú kynnt enn eina útgáfuna af smábílnum vinsæla, í þetta skipti er það Mini Coupe. Fyrirtækið ákvað að senda bílinn í heimsreisu og gera nokkrar stuttmyndir með hann í aðalhlutverki, víðsvegar um heiminn. Á meðal áfangastaða var Rio de Janeiro, Hong Kong og Ísland en í meðfylgjandi myndbandi má sjá þá Víking Kristjánsson og Finnboga Þorkel í hlutverki bílstjóra og puttaferðalangs.

Segir Beijing borg ofbeldisins

Kínverski nútímalistamaðurinn, Ai Weiwei, sendi seint í gærkvöld frá sér grein þar sem hann gagnrýnir stjórnvöld í Kína harkalega. Weiwei var sleppt úr varðhaldi í júní á þessu ári. Hann hefur lengi verið hávær gagnrýnandi stjórnvalda í kína en að sögn embættismanna var hann fangelsaður vegna fjármálaglæpa.

Heimsmeistaramótið í tennisgolfi afstaðið

Heimsmeistaramótið í tennisgolfi var haldið í Vestmannaeyjum nú um helgina með pomp og prakt. Spilaðar voru fjórar brautir, og barst slagurinn um allan bæ og allt niður í Herjólfsdal. Að lokum stóð Þórir Rúnar Geirsson uppi sem sigurvegari. Alls voru keppendur 27, en þeir voru allir íslenskir.

Segja veitingastaði í vanda vegna kjötskorts

Samtök ferðaþjónustunnar segja að skortur sé á gæða nautakjöti í landinu og að ástandið hafi sjaldan verið jafnslæmt og nú. Í tilkynningu frá samtökunum segir að raunar hafi veitingastaðir þurft að búa við þetta í áraraði en að nú sé ástandið sérstaklega slæmt. Samtökin segja að veitingastaðir hafi neyðst til að taka rétti af matseðlum sínum vegna skortsins.

Kínversk leyndarmál leka á Youtube

Myndband þar sem kínverskur herforingi talar um viðkvæm njósnamál hefur lekið á myndbandasíðuna Youtube. Kínverjar hafa ekki svarað fyrirspurnum sem sendar voru í dag vegna málsins. Kínversk yfirvöld ræða sjaldan mál af þessu tagi og eru að öllum líkindum æf vegna tilviksins.

Birkifetinn rústar bláberjauppskeruna fyrir norðan

Þar sem áður fengust tíu lítrar af bláberjum og aðalbláberjum á Norðurlandi fæst nú ekki einn lítri. Fiðrildið Birkifeti hefur étið mest allt lyngið og berin ná því ekki að vaxa. Skordýrafræðingur segir lítið hægt að gera og varanleg áhrif Birkifetans enn óljós.

Rónaganga í borginni

Samtökin SÁÁ standa fyrir rónagöngu næstkomandi laugardag. Þá gefst borgarbúum tækifæri til að ganga um miðbæ Reykjavíkur ásamt sagnfræðingnum Guðjóni Friðrikssyni og fræðast um róna og umhverfi þeirra í borginni.

Óttast fjölgun á glákutilfellum

Augnlæknar óttast að tilfellum gláku eigi eftir að fjölga á Íslandi þar sem sífellt færri fara í reglubundið eftirlit. Talið er að um fimm þúsund manns séu með sjúkdóminn á öllum stigum hérlendis og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Margir halda 11. september samsæri

Einn af hverjum sjö trúir því að árásirnar á tvíburaturnana í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi verið samsæri ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í símakönnun sem gerð var fyrir heimildamynd á sjónvarpsstöðinni BBC í síðasta mánuði.

Ráðgjafi Obama talar í HÍ

Dr. Linda Darling-Hammond, bandarískur heiðursdoktor, heldur fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands (HÍ) 1. september. Fyrirlesturinn ber heitið Menntun og kennsla á 21. öld.

Hleypur listaverk fyrir Steve Jobs

Maraþonhlaupari í Tokyo vottaði fráfarandi forstjóra Apple, Steve Jobs, virðingu sína á frumlegan hátt síðasta laugardag. Hlauparinn, Joseph Tame, hljóp 21 km hlaup og myndaði með hlaupaleið sinni risafengið apple-merki á götum Tokyo. Hann notaði GPS tækni, tvo iphona og forrit sem kallast Runkeeper til að teikna merkið upp.

Mótorhjólamenn keyrðu utan vegar við Skógafoss

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú utanvegaakstur bifhjóla við Skógafoss um helgina. Lögreglu barst tilkynning um að hópur vélhjólamanna hefði ekið inn á friðað svæðið við Skógafoss, en hópurinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Vitni munu hafa verið að akstrinum og náðust skráningarnúmer hjólanna. Málið er í rannsókn. Óheimilt er með öllu að aka inn að Skógafossi, heldur ber að leggja ökutækjum við bifreiðastæði við tjaldsvæðið á Skógum og ganga að fossinum að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Hungurverkfallið í Indlandi á enda

Indverski mótmælandinn Anna Hazare endaði í gær 13 daga hungurverkfall sitt í kjölfar þess að ríkisstjórn landsins varð við kröfum hans. Á föstunni missti hann tæp 7 kíló.

Íslendingur handtekinn með khat á Gardermoen

Íslendingur var í síðustu viku handtekinn á Gardemoen flugvelli í Noregi. Hann hafði reynt að smygla sautján kílóum af fíkniefninu Khat til Noregs frá Amsterdam. Maðurinn var yfirheyrður af lögreglu og honum sleppt að því loknu að því er fram kemur í norskum miðlum.

Fuglaflensan dreifir sér á ný

Sameinuðu Þjóðirnar vöruðu í dag við því að fuglaflensan kunni að blossa upp aftur. Nýtt afbrigði vírussins, sem virðist þola alla lyfjameðferð sem nú þekkist, er að breiða sig út í Kína og Víetnam. Einnig hafa villtir fuglar borið vírusinn til landa sem áður voru laus við flensuna, meðal annars Ísrael og Búlgaríu. Þetta kemur fram á vefmiðli The Independent.

Reynslusaga úr bjarnarkjafti

Hópur breskra barna á skólaferðalagi á Svalbarða varð fyrir árás ísbjarnar nú fyrr í mánuðinum. Patrick Flinders, 16 ára strákur, sem tókst á við björninn með berum höndum kom fram í viðtali í gær og sagði ítarlega frá atburðunum.

Black Pistons fyrir dóm

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum, sem grunaðir eru um sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í maí síðastliðnum, hóst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir níu í morgun.

Þrír skipaðir í rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar

Róbert Spanó, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands hefur skipað þriggja manna rannsóknarnefnd sem ætlað er að rannsaka alla starfshætti og viðbrögð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakana á hendur vígðum þjónum og starfsmönnum kirkjunnar um kynferðisbrot eða annað ofbeldi.

Verður sjötti forsætisráðherran á fimm árum

Japanski lýðræðisflokkurinn hefur útnefnt fjarmálaráðherrann Yoshihiko Noda sem næsta forsætisráðherra-efni flokksins. Gert er ráð fyrir því að þingið muni samþykkja Noda sem næsta forsætisráðherra á morgun, þriðjudag.

Sprengdi sig í loft upp í mosku

Að minnsta kosti tuttugu og átta fórust og yfir þrjátíu særðust þegar að maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Bagdad, höfuðborg Íraks í gær. Sprengjan sprakk þegar að súnní-múslimarnir voru að biðja bænir sínar en moskan er sú stærsta sinnar tegundar í borginni. Á meðal þeirra föllnu er íraskur þingmaður. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á föstudaginn féllu að minnsta kosti 13 í árásum í borgunum Basra, Falluja og Bagdad.

Ófrísk kona ekki alvarlega slösuð

Ófrísk kona, sem slasaðist í bílveltu rétt austan við Múlakvísl í gærkvöldi, er ekki lífshættulega slösuð, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku. Konan var gengin átta mánuði á leið og var í nótt í rannsóknum á kvennadeild Landspítalans.

Þunguð kona flutt með þyrlu eftir bílslys

Kona slasaðist í bílveltu í gærkvöldi rétt austan við Múlakvísl. Ákveðið var að kalla eftir þyrlu til þess að flytja hana á sjúkrahús en hún er gengin átta mánuði á leið. Sjúkrabíll flutti konuna að Skógum þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar beið eftir henni og flutti á Borgarspítalann þar sem lent var rétt fyrir miðnætti.

Við dauðans dyr

Líbíumaðurinn Al Megrahi, sem var dæmdur fyrir Lockerbie-ódæðið árið 1988, er nú við dauðans dyr á heimili sínu í Trípólí í Líbíu.

Bíll brann á Bárugötu

Kveikt var í bíl á Bárugötu í miðborg Reykjavíkur um klukkan hálftvö í nótt. Slökkviliðsmenn voru snöggir á staðinn og gekk vel að slökkva eldinn en svo virðist sem dagblöðum hafi verið troðið inn í bílinn og eldur borinn að. Bifreiðin er talin ónýtu en bíllinn hafði verið afskráður og ekki í góðu ásigkomulagi fyrir. Eigandinn tjáði lögreglu í nótt að hann hefði ekki orðið fyrir neinu tjóni því staðið hafi til að henda bílnum.

Vatnsréttindi aftur á forræði ríkisvalds

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna.

Á hjólastólnum inn í bíl og ekið af stað

Blaðamaður brá sér á rúntinn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bílsstjórinn, Hallgrímur Eymundsson, hefur notað rafmagnshjólastól frá sjö ára aldri.

Vill auðlindir til umhverfisráðuneytis

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýstir yfir stuðningi við ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og segir ótvíræðan árangur hafa náðst í efnahagsmálum þjóðarinnar. Sá árangur sé í fyllsta samræmi við stefnu flokksins í ýmsum málum.

Sjá næstu 50 fréttir