Fleiri fréttir

Arna ennþá týnd

Arna Sif Þórsdóttir er ennþá týnd. Ekkert hefur sést til hennar síðan á fimmtudaginn síðasta, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjölskylda hennar er orðin mjög uggandi.

Hundar gegn krabbameini

Á þýsku sjúkrahúsi hafa hundar verið þjálfaðir til að greina hvort fólk er með lungnakrabbamein. Hundarnir finna á lyktinni af andardrætti fólks hvort það er með sjúkdóminn.

Vespa yfir á rauðu ljósi

Kona keyrði á vespu yfir gatnamót Grensásvegar og Fellsmúla á hárauðu ljósi nú fyrr í dag. Konan slapp með undraverðum hætti yfir gatnamótin meðan bílar brunuðu allt í kringum hana. Lögreglan í Reykjavík varð vitni að atvikinu en tókst ekki að hafa afskipti af konunni sem keyrði í burtu eftir tilburðina og hefur ekki sést síðan.

Sonur Gaddafi mun berjast þar til yfir lýkur

Sonur Muammar Gaddafi, Seif al-Islam, hefur heitið því að berjast til dauða og krefst þess jafnframt að liðsmenn Gaddafi gefist ekki upp fyrir uppreisnarmönnum, sem nálgast nú síðasta vígi Gaddafi óðfluga.

Hörkupúl að vera í Landsbjörg

Nýliðakynningar hjá björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar standa nú yfir. Að vera björgunarsveitarmaður reynir á, bæði andlega og líkamlega, segir nýliði sem ætlar sér að verða fullgildur björgunarsveitarmaður á þessu ári.

Sprenging í Írak

5 dóu og 22 særðust þegar bíll sprakk í loft upp fyrir utan verslunarhúsnæði í Írak. Sprengingin sem varð nú fyrr í kvöld virtist hugsuð sem árás á öryggiseftirlitssveit sem átti leið hjá. 5 lögreglumenn særðust í sprengingunni.

Hætta á of mörgum hreindýraveiðimönnum

Leiðsögumaður á Austurlandi segir að hreindýraveiðimenn séu nú seinni á ferðinni en áður. Það skapi hættu á að of margir séu við veiði á sama tíma.

Útlendingur á hraðferð

Erlendur ferðamaður var tekinn á ofsaakstri rétt við Markarfljót austan við Hvolsvöll milli klukkan fimm og sex í dag. Maðurinn var á 155 km hraða. Hann fékk 130 þúsund króna sekt, sem hann greiddi á staðnum og fékk fyrir vikið 25% afslátt. Þegar upp var staðið greiddi hann um 97 þúsund krónur.

Lyfjakostnaður mun aukast

Lyfjakostnaður mun aukast fyrir stóran hóp fólks ef frumvarp um breytingu á greiðsluþátttöku sjúklinga verður að lögum að mati Öryrkjabandalags Íslands.

Þolinmæði Þingeyinga á þrotum

Biðlundin eftir því að atvinnuuppbygging hefjist í Þingeyjarsýslum er að verða ansi lítil, segir bæjarstjóri Norðurþings. Hann segir álver Alcoa enn fýsilegan kost og segir að ríkisstjórninni muni ekki takast að ganga yfir heimamenn með friðlýsingu Gjástykkis.

Hagsmunasamtök heimilanna svara Seðlabankanum

Hagsmunasamtök heimilanna liggja nú yfir svörum Seðlabanka Íslands sem bárust í gær við fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis vegna verðtryggingarinnar. Hagsmunasamtökin munu senda frá sér yfirlýsingu á næstu dögum vegna málsins.

Erlendur órói ógnar efnahagsbata Íslands

Eldgos og áframhaldandi órói á alþjóðlegum fjármalamörkuðum gæti stefnt efnahagsbata Íslands í voða að mati Alþjóðagaldeyrissjóðsins. Þetta kemur skýrslu sjóðsins um íslenskt efnahagslíf.

Sömuleiðis metsala hjá Borgarleikhúsinu

Leikhúskort Borgarleikhússins hafa rokið út síðan leikár leikhússins var opinberað fyrir tíu dögum síðan og salan hófst. 25% aukning hefur orðið í sölunni frá því á sama tíma í fyrra. Samt sem áður voru kortagestir leikhússins 11.000 á síðasta ári en það er það mesta í sögu íslensks leikhúss.

Mikið um gaskúta-stuld

Grill var tekið ófrjálsri hendi af sólpalli við hús í Grafarvogi í gær. Sjaldgæft er að heilum grillum sé stolið, en öllu algengara er að þjófar næli sér í gaskúta sem standa úti. Allnokkur slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu undanfarnar vikur. Því ættu eigendur gaskúta að gera ráðstafanir ef þeir geta.

Stefnir í metsölu á leikhúskortum

Sala á leikhúskortum Þjóðleikhússins gengur óhemju vel. Nú í ár hafa fleiri kort selst en á sama tíma í fyrra, og þó var metár í kortasölunni á síðasta ári. Því stefnir allt í að nýtt met verði slegið.

Ráðstefna um aukið lýðræði

Ráðstefna um aukið lýðræði verður haldið þann 14. september næstkomandi. Innanríkisráðuneytið efnir til ráðstefnunnar og vill með henni hvetja til aukinnar umræðu um hvernig efla má lýðræði í íslenskri stjórnsýslu og fjalla um hvort og hvernig koma megi á beinu lýðræði.

Lögreglan tekur tilkynningar um barnatæla mjög alvarlega

„Þetta eru hlutir sem við tökum mjög alvarlega,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um tilkynningar um barnatæla sem hafa borist lögreglunni síðustu daga. Tilkynningar um slíka menn hafa borist á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í Vesturbæ og í Kópavogi.

Efnahagsbrotadeild sameinast sérstökum saksóknara

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti sérstaks saksóknara sameinast á morgun. Ríkislögreglustjóri mun þar til annað verður ákveðið áfram annast móttöku tilkynninga á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Lýst eftir Örnu Sif

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Örnu Sif Þórsdóttur , 23 ára. Talið er að hún sé klædd í svarta flíspeysu og í rauðri flíspeysu innanundir og svartar hlébarðaleggings. Arna er grannvaxin og 169 sm á hæð ljóshærð með fléttur. Síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík um miðjan dag á sunnudaginn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Örnu eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Segir aðildarumsóknina sundra þjóðinni

Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólk og kjöti, SMK, vill að Alþingi beri að leggja aðildarumsókn að Evrópusambandinu til hliðar. Samtökin segja þetta nauðsynlegt nú þar sem mikil óvissa ríki um myntsamstarfið, uppbyggingu og innra skipulag ESB. SMK starfa innan Samtaka iðnaðarins og var ályktun þessa efnis samþykkt í dag. Formaður þeirra er Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.

Sonur Gaddafis semur um uppgjöf

Al-Saadi, einn af sonum Gaddafis, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, er nú að semja við uppreisnarmenn um að gefast upp. Hersveitir Atlantshafsbandalagsins herja enn á hersveitir Gaddafis sjálfs, en talsmaður hans hefur borið til baka fréttir af því að hann ætlaði sjálfur að gefast upp. Sky fréttastofan segir að ekkert sé vitað um það hvar Gaddafi sé niðurkominn þrátt fyrir að uppreisnarmenn segist vera að nálgast hann.

Kínverjinn segist ekki vera að ganga pólitískra erinda

Huang Nobo, kínverjinn vellauðugi sem hyggst fjárfesta í ferðaþjónustu á Ísland, vísar á bug öllum vangaveltum um að ástæður viðskipta sinna séu pólitískar. Kínverskir fjölmiðlar fjalla um málið í dag, en í frétt Financial Times af málinu í fyrradag var látið í veðri vaka að með fjárfestingunni væri verið að treysta stjórnmálaleg ítök Kínverja í Vesturheimi.

Úti að aka á vespu

Svokallaðar rafmagnsvespur hafa sést á höfuðborgarsvæðinu í auknum mæli í sumar. Lögreglan segir að svo virðist sem sumir notendur þeirra geri sér ekki sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að stjórna slíku farartæki.

Daryl Hannah handtekin við Hvíta húsið

Kvikmyndastjarnan Daryl Hannah, sem sló fyrst í gegn í Splash en síðar í Kill Bill eftir Tarantino, var handtekin í dag fyrir utan Hvíta húsið í Washington. Leikkonan var þar stödd ásamt fleirum til þess að mótmæla fyrirhugaðri lagningu olíuleiðslu frá Kanada og niðut að Mexíkóflóa. Mótmælendurnir segja að mikið rask verði af leiðslunni sem myndi liggja í gegnum sex ríki Bandaríkjanna. Þeir krefjast þess að áhersla verði frekar lögð á græna orku.

Vísindamenn þróa sólarvarnarpillu

Vísindamenn vonast til þess að geta búið til efni, sem er sambærilegt við þá vörn sem kóraldýr hafa gegn sólinni, til þess að útbúa sólarvarnarlyf fyrir menn.

Lögregluaðgerðum lokið í Breiðagerði

Aðgerðum lögreglu í Breiðagerði í Reykjavík er lokið, en þangað var fjölmennt lið lögreglu kallað í morgun þegar um 30 manna hópur frá heimavarnarliðinu kom í veg fyrir að fulltrúi Sýslumannsins í Reykjavík bæri út konu úr húsi í Breiðagerði. Á meðfylgjandi mynd sést vel að til nokkurra átaka kom á milli lögreglu og fólksins úr Heimavarnarliðinu.

Skrifstofumenn í París berjast um flottustu myndina

Parísarborg logar nú í átökum. Ekki er um blóðugt borgarastríð að ræða, heldur er tekist á um hver geti gert flottustu "Post-it" myndina í glugga á skrifstofum borgarinnar. Sérstök heimasíða hefur verið sett upp þar sem gefur að líta ótrúlega hugmyndaauðgi og greinilegt að menn leggja mikið á sig í stríðinu.

Stýrihópar taka til starfa um sameiningu grunnskóla

Fimm stýrihópar sem vinna eiga að sameiningu grunnskóla í borginni og breyttu skólastarfi eru að taka til starfa. Stefnt er á að hver hópur muni vinna náið með skólasamfélaginu, nemendum, foreldrum og starfsfólki.

Segir engin merki um yfirvofandi áhlaup á flokksforystuna

Sjálfstæðismenn hafa boðað til landsfundar þann 17. - 20. nóvember næstkomandi. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir að landsfundur sé kjörið tækifæri fyrir sjálfstæðismenn til að koma saman og stilla strengi. „Það er ljóst að það er engin ríkisstjórn að heitið getur starfandi í landinu. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft á stefnuskrá sinni allt aðrar leiðir um það hvernig efnahagslífið verður reist við, að farið sé í verkefni sem skapi hagvöxt og skapi störf,“ segir Jónmundur. Sú stefna feli í sér að greitt verði fyrir fjárfestingum. að undið verði ofan af skattastefnu ríkisstjórnarinnar farið verði í augljósustu fjárfestingar og verðmætasköpun.

Rannsóknin er orðin unglingur

"Ég byrjaði á rannsókninni 1995 þannig að hún er orðinn unglingur," segir Linda Björk Ólafsdóttir lyfjafræðingur um doktorsverkefni sitt sem hún ver í dag við Háskóla Íslands. Það fjallar um meltingarfærakvilla. Helstu niðurstöður þess sýna að ristilkrampi er mun algengari kvilli hér á landi meðal ungs fólks en annars staðar á Vesturlöndum, einkum meðal kvenna.

Lyklasmiður kallaður til í Breiðagerði

Um tuttugu lögreglumenn eru nú staddir í Breiðagerði í Reykjavík þar sem tugir manna mættu í morgun til þess að koma í veg fyrir að fulltrúi sýslumanns beri íbúa út. Lyklasmiður hefur nú verið kallaður á svæðið til að dýrka upp lásinn á íbúðinni.

Lögreglan kölluð til vegna útburðar

Fjöldi lögreglumanna eru nú staddir í Breiðagerði í Reykjavík við að koma Heimavarnarliðinu, svokallaða, frá húsi í götunni en liðsmenn þess reyna að koma í veg fyrir að fulltrúar frá sýslumanni beri íbúa út úr húsinu.

Flugi til Sauðárkróks hætt um áramótin

Flugfélagið Ernir mun hætta öllu flugi til Sauðárkróks um áramótin vegna þess að ríkið er hætt að styrkja flug til bæjarins. Flugfélagið sér ekki fram á að geta haldið rekstrinum gangandi vegna farþegafjölda.

Þrír grunaðir um morðið í Danmörku

Þrír menn hafa verið handteknir, grunaðir um aðild að morðinu á Vesturbrú í Kaupmannahöfn í gær. Einn af þeim, 47 ára gamall karlmaður, neitar sök í málinu. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir honum, eftir því sem danska blaðið Politiken greinir frá.

Múslimar fórust í fagnaðarlátum

Að minnsta kosti ellefu fórust og tuttugu særðust, þegar bíll sprakk í loft upp í borginni Quetta í suðvestur Pakistan í morgun. Fjöldi múslima voru saman komnir til að fagna á lokadegi Rahmadan, föstumánaðar múslima, sem lauk í gær.

Enn berast tilkynningar um barnatæli

Foreldrar barna í Melaskóla fengu í morgun senda aðvörun frá skólastjóranum um að fullorðinn maður hafi reynt að tæla unga stúlku úr 4. bekk skólans upp í bíl til sín í gærkvöld. Atvikið mun hafa átt sér stað á gatnamótum Neshaga og Hofsvallagötu. Skólastjórinn segir að stúlkan hafi brugðist hárrétt við og svaraði ekki manninum og hjólaði í burtu.

Vilja ræða rétt Íslendinga í námi erlendis

Þingkonurnar Eygló Harðardóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafa óskað eftir fundi í menntamálanefnd til þess að ræða um rétt Íslendinga erlendis til námlána frá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Elsti maðurinn til að synda yfir Ermarsundið

Roger Allsopp, ellilífeyrisþegi með krabbamein, sló í gær heimsmet þegar hann var elsti maðurinn til að synda yfir Ermarsundið. Það gerði hann á 17 klukkustundum og 51 mínútu en sundkappinn er sjötíu ára og fjögurra mánaða gamall. Heimsmetabók Guinness staðfesti heimsmetið í gær.

Sprengdu sig í loft upp í Tsjetsjeníu

Að minnsta kosti sjö eru fallnir og átján eru særðir eftir að tveir menn sprengdu sig í loft upp í Tsjetsjeníu í gærkvöldi. Fyrri sprengjan sprakk þegar lögreglumenn ætluðu að handtaka mann í miðborginni og athuga skilríki hans.

Fangar pyntaðir í Sýrlandi

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja í nýrri skýrslu að fjöldi fanga hafi verið pyntaðir til dauða í Sýrlandi á síðastliðnum fimm mánuðum. Að minnsta kosti áttatíu og átta hafi látist vegna pyntinganna, þar á meðal tíu börn.

Funda með ESA um frestun dómsmáls

Íslendingar vísa til fyrri rökstuðnings varðandi Icesave í áliti sem sent verður ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Taki stofnunin ekki tillit til röksemdanna fer málið fyrir dóm. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, heldur utan í næstu viku og fundar með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir mikilvægt að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, ekki síst þar sem ný yfirstjórn hefur tekið við.

Breytir engu hvernig reiknað er

Reglur sem Seðlabanki Íslands hefur gefið út um hvernig standa skuli að útreikningum á verðtryggðum lánum eru í samræmi við lög, að því er fram kemur í bréfi bankans til umboðsmanns Alþingis.

Sátt við ferlið en ekki niðurstöðuna

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður flokksráðsins, segir samþykkt ráðsins um helgina fyrst og fremst snúast um veru Íslendinga í Nató.

Gengið og prjónað um leið

Hönnuðurinn Hélène Magnússon fór fyrir prjónaferð á Fimmvörðuháls á dögunum og afrekaði það að prjóna heila peysu á leiðinni. Uppskriftin verður birt í bandarísku prjónabókinni Sweaters From Around the World á næsta ári. Peysan er ekki af einföldustu gerð heldur aðsniðin og minnir á gömlu íslensku peysufötin.

Sjá næstu 50 fréttir