Fleiri fréttir

„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“

Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni.

Féll fram af þaki við byggingarvinnu

Maður féll fram af þaki húss á Seltjarnarnesi sem hann var að vinna við laust fyrir klukkan þrjú í dag. Grunur leikur á að maðurinn hafi ekki notað varnarbúnað við verkið en hann starfaði á vegum byggingaverktaka.

Segist tilneyddur til að sættast: „Gáfumst upp á þessum slag“

Á þriðja hundrað skrautfuglar úr gæludýraversluninni Dýraríkinu voru aflífaðir í gær eftir harðar deilur við Matvælastofnun undanfarna mánuði. Lögfræðingur stofnunarinnar segir sátt hafa náðst um málið, en eigandi Dýraríkisins segist einfaldlega hafa gefist upp.

Flugslys á flugsýningu

Rúmenskur orrustuflugmaður lést í dag þegar flugvél hans hrapaði í miðri flugsýningu rúmenska flughersins.

Pillumyllan á Benidorm

Íslendingar hafa keypt lyfjaávísanir upp á fíknilyf á Benidorm af lækninum Torres og flutt hingað til lands. Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Stór hluti þeirra er frá Spáni. Sama mynstur kom upp í Noregi fyrir fáeinum árum.

Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga.

Fólk hleypur ekkert í burtu að gamni sínu

Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti hefur sinnt sauðfjárbúskap í þrjá áratugi og ekki dregið af sér, hvorki heima fyrir né í félagsstarfi fyrir bændur. Nú kveðst hún ekki lengur geta búið við þau kjör sem henni sé gert að lifa við og vandar sláturleyfishöfum ekki kveðjurnar.

Dráttarbátur ekki til á Húsavík þrátt fyrir fjármagn frá ríkinu

Í lögum frá 2013 um heimild til að veita víkjandi lán vegna uppbyggingar innviða á Bakka við Húsavík var miðað við að keyptur yrði dráttarbátur fyrir höfnina fyrir 290 milljónir. Enginn bátur hefur verið keyptur og peningarnir eru búnir. Höfnin fær afnot af eldri bát frá Akureyri en Akureyringar eiga nýjan dráttarbát.

Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum

Tilraunir með nýtt bóluefni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönnunum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV.

Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga

Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar.

Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin

Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða.

Sjá næstu 50 fréttir