Fleiri fréttir

Fótboltastrákunum ekki bjargað í kvöld

Ekki verður reynt að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum í Tælandi í kvöld. Þeir eru ekki reiðubúnir til þess að kafa þá vegalengd sem þarf til þess að ná þeim úr hellinum.

Dómsorð í Hlíðamálinu

Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Vísi er gert að birta forsendur og dómsorð dómsins.

Chris Brown handtekinn

Söngvarinn og ofbeldismaðurinn Chris Brown var handtekinn eftir tónleika sem hann hélt í Flórída í gærkvöldi.

Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd

Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016.  Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra.

FIFA býður tælensku drengjunum á úrslitaleik HM

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur boðið tælensku drengjunum, sem sitja fastir í helli í norðurhluta Tælands, að vera viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu - losni þeir úr prísund sinni í tæka tíð.

Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm

Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax.

Blaut helgi framundan

Íslendingar, sama hvar þeir eru niðurkomnir á landinu, mega búast við rigningu um helgina.

Lekandatilfellum fer hratt fjölgandi

Á fyrstu fimm mánuðum ársins greindust 55 einstaklingar með lekanda. Á sama tímabili árið 2017 voru tilfellin í kringum 30 talsins.

Vantar þúsundir verkfræðinga

10 þúsund verkfræðinga og raunvísindamenn mun vanta til starfa í Danmörku árið 2025, samkvæmt spá félags verkfræðinga í Danmörku.

Landspítalinn réð ekki hæfasta umsækjandann

Landspítalinn stóð með saknæmum og ólögmætum hætti að því ráðningarferli sem fram fór þegar ráðið var í starf deildarstjóra sálgæslu djákna og presta í júlí 2016.

Kafari lést í hellinum

Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands.

Sjá næstu 50 fréttir