Fleiri fréttir

Náðu nýjum frí­verslunar­samningi í stað NAFTA

Bandaríkin og Kanada, ásamt Mexíkó, náðu í nótt nýjum fríverslunarsamningi sem kemur í staðinn fyrir Nafta-samkomulagið sem um áraraðir hefur verið fríverslunarsamningur Norður-Ameríkuríkjanna.

Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð

Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta.

Mótmæla á götum Brasilíuborgar

Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra.

Telur að gallamálum í nýbyggingum muni fjölga

Lögmaður sem sérhæfir sig í gallamálum í nýbyggingum telur viðbúið að þessum málum muni fjölga verulega á næstu árum. Staða kaupenda hafi versnað þar sem fyrningarfrestur sé mun styttri í dag en í uppsveiflunni fyrir hrun.

Tala látinna hækkar hratt

Tala látinna hækkar hratt í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna á föstudag og óttast yfirvöld að ástandið sé mun verra en búist hefur verið við.

Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu

Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins.

Aðgerðum lokið við Goðafoss

Aðkomu björgunarsveita er lokið á vettvangi en þeim lauk um klukkan 15:30 og eru björgunaraðilar eru á leiðinni til síns heima.

Kim Larsen látinn

Lést í morgun 72 ára að aldri eftir langvinn veikindi.

Kynjajafnrétti lykill að sjálfbærri þróun

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í nýliðinni viku. Mannréttindamál, sjálfbær þróun og stríð í Sýrlandi og Jemen voru á meðal þess sem ráðherra fjallaði um í ræðu sinni.

Ótrúleg óheppni í sögulegu sakamáli

Ótrúleg atburðarás fór af stað eftir að kafari fann fyrir algera tilviljun lík í höfninni í Neskaupstað. Fjölmiðlar fóru í kjölfarið hamförum í einu furðulegasta sakamáli síðari tíma sem einkennist af ótrúlegri óheppni.

HIV smitum fjölgar verulega í Kína

HIV smitum hefur fjölgað um 14% í Kína. Meira en 820.000 manns eru greindir með HIV veiruna en 40.000 manns hafa verið greindir með HIV á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan.

Enn ekkert spurst til þremenninganna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki fundið mennina þrjá sem lýst var eftir nú fyrir helgi. Eins hafa engar ábendingar borist.

Sjá næstu 50 fréttir