Erlent

Sonur Palin handtekinn vegna heimilisofbeldis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sarah Palin heldur hér á syni sínum Trig. Track Palin stendur næstur við hlið þeirra.
Sarah Palin heldur hér á syni sínum Trig. Track Palin stendur næstur við hlið þeirra. Vísir/Getty
Track Palin, elsti sonur fyrrverandi ríkisstjóra Alaska og varaforsetaefnisins Söruh Palin, var handtekinn á föstudag vegna gruns um heimilisofbeldi.

Lögreglu í borginni Wasilla í Alaska barst tilkynning um „ófrið“ á ellefta tímanum í gærkvöldi að staðartíma. Í tilkynningu frá lögreglu segir að Track hafi „ráðist á kunningja sinn á heimili sínu“.

Þar kemur einnig fram að Track hafi tekið síma konunnar af henni og komið þannig í veg fyrir að hún gæti hringt á lögreglu. Ekki hefur verið greint frá nafni hennar. Þá brutust út átök á milli Track og lögreglumanna er þeir reyndu að handtaka hann.

Track var ákærður fyrir líkamsárás árið 2016 en þáverandi kærasta hans sakaði hann um að hafa kýlt sig í andlitið. Þá var Track einnig handtekinn í fyrra fyrir að ráðast á föður sinn, Todd Palin.

Sarah Palin gegndi embætti ríkisstjóra Alaska árin 2006-2009. Hún var jafnframt varaforsetaefni Johns McCains, forsetaframbjóðanda Repúblikana, í forsetakosningunum árið 2008.


Tengdar fréttir

Palin ekki boðið

Sarah Palin, varaforsetaefni og meðframbjóðandi John McCain í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 er ekki boðið í minningarathöfn um öldungardeildarþingmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×