Fleiri fréttir

Kannabis orðið löglegt í Kanada

Kannabis varð löglegt í Kanada á miðnætti í nótt að þeirra tíma og þar með varð landið annað ríkið í heiminum sem lögleiðir efnið að fullu, á eftir Úrúgvæ.

Hafna lækkun fasteignaskatts

Sveitarstjórnir Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í gær tillögu Sjálfstæðisflokks um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65 í 1,60 prósent á næsta ári

Formaður borgarráðs segir stöðu meirihlutans sterka

Staða meirihlutans í borginni er sterk að sögn formanns borgarráðs. Oddviti Sjálfstæðismanna segir bakland borgarstjórnarflokkanna ekki ánægt með samstarfið en á undanförnum árum hlaupi framúrkeyrsla í borginni á milljörðum.

Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur

Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra.

Minntust þeirra sem féllu í orrustunni um Atlantshafið

Von er á allt að 400 hundruð bandarískum landgönguliðum hingað til lands í tengslum við heræfingu Atlantshafsbandalagsins sem hefst á morgun. Boðað var til sérstakrar minningarstundar um borð í varðskipinu Þór í dag í tengslum við æfinguna þar sem þeirra sem féllu í orrustunni um Atlantshafið í seinni heimsstyrjöldinni var minnst.

Fækkar í Þjóðkirkjunni

Færri Íslendingar eru skráðir Þjóðkirkjuna nú en áður og hefur hlutfallið lækkað um fjórðung frá aldamótum. Sóknarprestur í Laugarneskirkju segir þetta vera í takt við þróun í öðrum löndum en segir að kirkjan sinni enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu.

„Því miður fór allt í fokk"

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur frestað því að afgreiða beiðni félagsins Stakksbergs um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Félagið sem er í eigu Arion banka er eigandi kísilversins og eru breytingarnar forsenda endurræsingar.

Íbúar átakasvæða hafa ekki ráð á mat

WFP gefur í dag út öðru sinni svokallaða "Baunavísitölu“ um verð á einni máltíð í þróunarríkjum. Markmiðið er að draga upp fyrir neytendur í tekjuháum og iðnvæddum löndum mynd af því hversu stóran hluti daglauna þarf til þess að tryggja eina undirstöðumáltíð í fátækari ríkjum heims.

Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“

Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi.

Leggja til breytingar á ráðstöfun tilgreinds séreignarsparnaðar

VR krefst þess eins og Starfsgreinasambandið að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þjóðarátak verði gert í húsnæðismálum og að launafólk geti ráðstafað að vild tilgreindri séreign sem nýlega var tekin upp og geti nýtt hana til greiðslu húsnæðislána.

Skemmdir unnar á bát í Vogum

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú skemmdarverk sem unnin voru á bát sem stóð á landi í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Sjá næstu 50 fréttir