Fleiri fréttir

Þörf á vetrarfatnaði í flóttamannabúðum í Líbanon

Starfsfólk SOS Barnaþorpa dreifðu í síðustu viku hlýjum vetrarfatnaði til sýrlenskra flóttafjölskyldna í Bekaa-dalnum í Líbanon. Mikil þörf er á hlýjum vetrarfatnaði en óvenju kalt hefur verið á svæðinu.

Bílvelta á Grindavíkurvegi

Bílvelta varð á Grindavíkurvegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selhálsi norðanverðum. Bíllinn fór út af veginum og valt í vegkantinum.

Veikburða netöryggissveit og óvissa um stöðu netvarna

Netöryggissveit Íslands er veikburða í samanburði við sambærilegar sveitir á Norðurlöndunum. Þá veit enginn með vissu hvar netvarnir Íslands standa í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta segir forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.

Ætlaði að henda búslóðinni á víðavangi

Athugull vegfarandi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum tilkynnti lögreglu á dögunum um grunsamlegar ferðir bíls, sem ekið var eftir vegaslóða í átt að Vogum.

Whelan ekki sleppt gegn tryggingu

Paul Whelan, sem hefur verið handtekinn í Rússlandi og er grunaður um njósnir, fékk afhent USB-drif sem innihélt ríkisleyndarmál Rússlands.

Reykhólahreppur ákveður veglínu á aukafundi í dag

Hreppsnefnd Reykhólahrepps kemur saman til aukafundar í dag til að ákveða veglínu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, en aðeins eru tíu mánuðir frá því fyrri hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg.

Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð.

Leikmaður Cardiff í flugvél sem hrapaði í Ermarsund

Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni.

Kolefnisjöfnun gefi skattafslátt

Sjö þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar allt að 0,85 prósenta tekjuskattsafslátt til fyrirtækja sem inna af hendi framlög til kolefnisjöfnunar.

Murdoch vill samnýta krafta tveggja blaða

Breski auðkýfingurinn Rupert Murdoch hefur formlega lagt inn umsókn til breskra stjórnvalda þar sem hann óskar eftir leyfi handa ritstjórnum The Times og The Sunday Times til að starfa saman.

Fá Slotnick og Dickstein gegn Jóhanni Helgasyni

Lögmannsstofa fyrir Universal og Warner fékk leyfi dómara til að kalla til lögmenn frá New York til að annast málsvörn tónlistarrisanna í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar í Los Angeles. Leggja á fram greinargerðir fyrir 7. febrúar.

Mun alltaf bera ör eftir árásina

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar í nóvember. Þolandinn hlaut tíu stungusár og tvö höfuðkúpubrot og verður lengi að jafna sig af áfallinu.

Ók þrettán sinnum undir áhrifum efna

Á rúmlega árs tímabili árin 2017 og 2018 var maðurinn stöðvaður þrettán sinnum af lögreglu undir áhrifum amfetamíns eða kannabis. Maðurinn var án ökuréttinda í öll þrettán skiptin.

Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun

Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu: „Þetta er rosa­legt“

Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi.

„Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“

Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi.

Vilja setja allar hugmyndir um olíuvinnslu í handbremsu

Með breytingunni yrðu allar hugmyndir um olíuvinnslu settar í handbremsu þangað til sigur hefur unnist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum og þar með skýr skilaboð send til alþjóðasamfélagsins

Sjá næstu 50 fréttir