Fleiri fréttir

Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið

Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina.

Þrír menn eru í netöryggissveit Íslands

Nýtt lagafrumvarp samgönguráðherra á að efla netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar og fjölga verkefnum hennar. Frumvarpið nær hins vegar ekki því markmiði sem að er stefnt með því að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. Frumvarpið tryggir sérstakri netöryggissveit ekki aðgang að upplýsingum þannig að sveitin geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpinu.

Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis

Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári.

Almyrkvinn sást vel í Bolungarvík

Um klukkan hálf fimm í morgun varð almyrkvi á tungli, sá fyrsti sem sést hefur frá Íslandi í á fjórða ár eða síðan 28. september árið 2015.

May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn

Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári.

Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum.

Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna

Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár.

Vonast til að opna í Bláfjöllum í vikunni

Starfsfólk skíðasvæðisins í Bláfjöllum segist hafa fengið flotta sendingu af snjó í nótt. Ef allt gangi upp verði opið fyrir aðgang í brekkurnar á næstu tveimur til þremur dögum.

Drógu fiskiskipið Kristínu GK til Hafnarfjarðar

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Kristínu GK síðdegis í gær en skipið var þá vélarvana um 30 sjómílur vest-norðvestur af Garðskaga.

Kenna hvor öðrum um umdeilt atvik

Táningurinn sem hefur orðið andlit umdeilds atviks í Washington DC um helgina, segist ekki hafa ögrað eða lítilsvirt aldraðan mann af indjánaættum.

Starfsmönnum seldir smábílar Félagsbústaða

Ekki gekk að selja sex bíla Félagsbústaða með auglýsingum svo starfsmönnum var boðið að kaupa þá. Einn og sami starfsmaðurinn keypti fimm bíla og dóttir annars þann sjötta.

Reglugerð ekki verið sett í sex ár

Reglugerð um auglýsingar heilbrigðisstarfsmanna hefur ekki litið dagsins ljós en þá reglugerð átti að setja eftir að lög um heilbrigðisstarfsmenn voru sett árið 2012.

Íslendingar vanað tíu börn síðustu tuttugu ár

Tíu ófrjósemisaðgerðir hafa verið gerðar á börnum síðustu tuttugu ár að undirlagi lögráðamanna. Nýjasta dæmið er frá tímabilinu 2016-2018 þegar slík aðgerð var gerð á dreng.

Höfðu í nógu að snúast

Auk þess að sinna umferðaróhöppunum á Vesturlandsvegi var nokkuð um minni óhöpp þar á meðal árekstur tveggja bifreiða á Korpúlfsstaðavegi.

Grindvíkingar hækka lægstu laun einhliða

Grindavíkurbær ætlar sér að hækka laun þeirra starfshópa í bæjarfélaginu sem eru með hvað lægstu launin. Bæjarfulltrúar telja lægst launuðu starfsmenn sveitarfélagsins hafa of lág laun og vilja bæta þau.

66% lækna segjast vera undir of miklu álagi

Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna.

Sjá næstu 50 fréttir