Rústaði anddyri hótels vegna vangoldinna launa Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 12:53 Manninum var heitt í hamsi vegna launa sem hann hafði ekki fengið greitt. Twitter Lögregla í Liverpool hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum eftir maður á gröfu vann skemmdarverk á byggingu þar í borg nýverið. Myndband af verknaðinum fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en þar sést maður á appelsínugulri gröfu aka gröfunni inn í anddyri hótels og rústa því algjörlega. „Þetta gerist þegar fólk borgar ekki launin, félagi,“ heyrist maður segja í myndbandinu.I was on that job an was supposed to get paid the Friday before Xmas, could have been skint for all they knew, never got my money until the 2nd week of January, only a matter of time before something like this happened pic.twitter.com/WvQ91aRRgL— Joe fearon (@joefblue) 21 January 2019 Annað myndband af atvikinu, sem tekið var upp inn á hótelinu, rataði einnig á Netið en þar heyrist maðurinn í gröfunni öskra á forsvarsmenn hótelsins að hann ætti inni hjá þeim laun. „Sex hundruð pund. Eina sem þið þurftuð að gera var að borga mér sex hundruð pund,“ heyrist maðurinn hrópa. Þá fór þriðja myndbandið af þessum verknaði einnig í dreifingu en þar sést maðurinn fara úr gröfunni og flýja af vettvangi.Out of all the Travelodge digger videos, this one of the aftermath is the best one - the workmen spinning around on the digger trying to get the fuel pipe out is gold #travelodgeedgelane #liverpool #bedandwreckfast pic.twitter.com/3rbNNFzlZL— Chris Sumner (@sumsECFC) 21 January 2019 Lögreglan í Liverpool hefur staðfest að hún fékk tilkynningu um málið inn á borð til sín síðdegis í gær. Fyrstu upplýsingar benda til þess að engan sakaði þegar þetta átti sér stað. Hótelið sem um ræðir nefnist Travelodge sem rekur hótel víðs vegar um Bretlandseyjar. Forsvarsmenn hótelkeðjunnar báðust undan viðtali en tóku fram að starfsemi hótelsins væri ekki hafin á þeim stað sem skemmdaverkið var unnið. Bretland England Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sjá meira
Lögregla í Liverpool hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum eftir maður á gröfu vann skemmdarverk á byggingu þar í borg nýverið. Myndband af verknaðinum fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en þar sést maður á appelsínugulri gröfu aka gröfunni inn í anddyri hótels og rústa því algjörlega. „Þetta gerist þegar fólk borgar ekki launin, félagi,“ heyrist maður segja í myndbandinu.I was on that job an was supposed to get paid the Friday before Xmas, could have been skint for all they knew, never got my money until the 2nd week of January, only a matter of time before something like this happened pic.twitter.com/WvQ91aRRgL— Joe fearon (@joefblue) 21 January 2019 Annað myndband af atvikinu, sem tekið var upp inn á hótelinu, rataði einnig á Netið en þar heyrist maðurinn í gröfunni öskra á forsvarsmenn hótelsins að hann ætti inni hjá þeim laun. „Sex hundruð pund. Eina sem þið þurftuð að gera var að borga mér sex hundruð pund,“ heyrist maðurinn hrópa. Þá fór þriðja myndbandið af þessum verknaði einnig í dreifingu en þar sést maðurinn fara úr gröfunni og flýja af vettvangi.Out of all the Travelodge digger videos, this one of the aftermath is the best one - the workmen spinning around on the digger trying to get the fuel pipe out is gold #travelodgeedgelane #liverpool #bedandwreckfast pic.twitter.com/3rbNNFzlZL— Chris Sumner (@sumsECFC) 21 January 2019 Lögreglan í Liverpool hefur staðfest að hún fékk tilkynningu um málið inn á borð til sín síðdegis í gær. Fyrstu upplýsingar benda til þess að engan sakaði þegar þetta átti sér stað. Hótelið sem um ræðir nefnist Travelodge sem rekur hótel víðs vegar um Bretlandseyjar. Forsvarsmenn hótelkeðjunnar báðust undan viðtali en tóku fram að starfsemi hótelsins væri ekki hafin á þeim stað sem skemmdaverkið var unnið.
Bretland England Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sjá meira