Fleiri fréttir

Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi

Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu.

Borgfirðingar vilja skýringar

Byggðarráð Borgarbyggðar segist gera alvarlegar athugasemdir við að flytja eigi fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna.

Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta

Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn.

Formaður fjárlaganefndar í vandræðum í Hveragerði

Leikfélag Hveragerðis sýnir nú verkið "Tveir tvöfaldir". Leikritið gerist á Hótel Höll en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði. Þingmaðurinn hefur sem sé ákveðið að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður hrærigrautur misskilnings og lyga.

Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum

Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum.

„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“

„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft.

Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti

Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið.

Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett

Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið.

Erlent og innlent kjöt þarf að hafa sömu gæði

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og ráðherra leggur mikla áherslu á að það kjöt sem er flutt inn til landins hafi sömu gæði og kjöt frá íslenskum bændum.

Landeigendur ekki fyrirstaða heldur verkhönnun við breikkun Vesturlandsvegar

Framkvæmdum á Vesturlandsvegi seinkar um nokkra mánuði vegna þess að verkhönnun Vegagerðarinnar liggur ekki fyrir að sögn nefndarmanns í umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir það semji Vegagerðin við landeigendur á svæðinu um bætur ef breikkun vegarins nái inná þeirra land. Verklokum eigi ekki að seinka.

Sjá næstu 50 fréttir