„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. febrúar 2019 18:13 „Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök og hélt því til streitu í viðtalinu. Meðal þess sem kom fram í máli hans var að frásögn Carmenar í Stundinni fyrr á árinu, þar sem hún lýsti meintri áreitni Jóns Baldvins, sé að hans mati ósönn. Hann hafi aldrei snert hana og því hlytu þær mæðgur að hafa sviðsett atvikið en móðir Carmenar segist hafa verið vitni að snertingunni og krafði hann um afsökunarbeiðni vegna þess. Sjá einnig: Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Í samtali við fréttastofu segir Carmen að ásakanir Jóns Baldvins um að þær mæðgur hafi sviðsett atvikið séu hlægilegar. Hún geti sýnt fram á með tölvupóstum og öðru að heimsókn hennar og móður hennar í sumarhús Jóns Baldvins og Bryndísar hafi verið í fullu samráði við Bryndísi, sem hafi lengi hvatt móður Carmenar til þess að heimsækja þau. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Hefur aldrei hitt Aldísi og segist ekki bera hag hennar sérstaklega fyrir brjósti Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi Silfursins spurði Jón Baldvin meðal annars af því af hverju konur hefðu stigið fram undir nafni og þá framið lögbrot með því að ljúga upp á hann sakir, væri það sem Jón Baldvin héldi fram rétt. „Það er hópur í kringum Aldísi sem vill vitna með henni,“ sagði Jón Baldvin og vísaði til Aldísar Schram dóttur sinnar sem hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Carmen segir af og frá að hún sé í einhverju samfloti með Aldísi. Sjá einnig: Jón Baldvin kom vel undirbúinn í viðtalið „Eini hópurinn sem ég tilheyri í þessu öllu saman er MeToo-hópurinn og ég hef aldrei hitt Aldísi né átt við hana einkasamtal. Öll okkar samskipti hafa farið fram fyrir framan aðra í hópnum og ég ber hennar hag ekkert sérstaklega fyrir brjósti,“ segir Carmen. Þá íhugar hún alvarlega að leggja fram kæru gegn Jóni Baldvini. „Ég er að gera það upp við mig þessa vikuna hvort ég eigi ekki að kæra hann hér á Spáni þar sem ég hef fengið byr hér frá fjölmiðlum og lögfræðingum. Það hefur verið að vefjast fyrir okkur hvort það sé hentugra að kæra á Íslandi eða Spáni.“ MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Sjá meira
„Það er algjörlega fráleitt að þetta sé sviðsett,“ segir Carmen Jóhannsdóttir um ásakanir Jóns Baldvin Hannibalssonar um að hún og móðir hennar hafi sviðsett atvik í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar, þar sem þær sökuðu hann um að hafa strokið rass Carmenar ákaft. Jón Baldvin var í viðtali við Silfrinu á RÚV fyrr í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur alfarið neitað sök og hélt því til streitu í viðtalinu. Meðal þess sem kom fram í máli hans var að frásögn Carmenar í Stundinni fyrr á árinu, þar sem hún lýsti meintri áreitni Jóns Baldvins, sé að hans mati ósönn. Hann hafi aldrei snert hana og því hlytu þær mæðgur að hafa sviðsett atvikið en móðir Carmenar segist hafa verið vitni að snertingunni og krafði hann um afsökunarbeiðni vegna þess. Sjá einnig: Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Í samtali við fréttastofu segir Carmen að ásakanir Jóns Baldvins um að þær mæðgur hafi sviðsett atvikið séu hlægilegar. Hún geti sýnt fram á með tölvupóstum og öðru að heimsókn hennar og móður hennar í sumarhús Jóns Baldvins og Bryndísar hafi verið í fullu samráði við Bryndísi, sem hafi lengi hvatt móður Carmenar til þess að heimsækja þau. Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag.Vísir/Vilhelm Hefur aldrei hitt Aldísi og segist ekki bera hag hennar sérstaklega fyrir brjósti Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi Silfursins spurði Jón Baldvin meðal annars af því af hverju konur hefðu stigið fram undir nafni og þá framið lögbrot með því að ljúga upp á hann sakir, væri það sem Jón Baldvin héldi fram rétt. „Það er hópur í kringum Aldísi sem vill vitna með henni,“ sagði Jón Baldvin og vísaði til Aldísar Schram dóttur sinnar sem hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Carmen segir af og frá að hún sé í einhverju samfloti með Aldísi. Sjá einnig: Jón Baldvin kom vel undirbúinn í viðtalið „Eini hópurinn sem ég tilheyri í þessu öllu saman er MeToo-hópurinn og ég hef aldrei hitt Aldísi né átt við hana einkasamtal. Öll okkar samskipti hafa farið fram fyrir framan aðra í hópnum og ég ber hennar hag ekkert sérstaklega fyrir brjósti,“ segir Carmen. Þá íhugar hún alvarlega að leggja fram kæru gegn Jóni Baldvini. „Ég er að gera það upp við mig þessa vikuna hvort ég eigi ekki að kæra hann hér á Spáni þar sem ég hef fengið byr hér frá fjölmiðlum og lögfræðingum. Það hefur verið að vefjast fyrir okkur hvort það sé hentugra að kæra á Íslandi eða Spáni.“
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Sjá meira
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02
Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. 3. febrúar 2019 15:30