Fleiri fréttir

Vonar að tilraunameðferð hjálpi Ægi að geta áfram gengið

Móðir drengs með vöðvarýrnursjúkdóm bindur vonir við að hann geti áfram gengið og mögulega bætt sig með tilraunameðferð sem hann mun gangast undir í Svíþjóð á næsta ári. Móðirin segir þau fara á eigin vegum til Svíþjóðar þar sem hún hefur heyrt að betur sé hugað að fjölskyldum langveikra barna en hér heima.

Í stríði við orðið hinsegin

Heimildaþættirnir Svona Fólk, þættir um mannréttinda baráttu samkynhneigðra á Íslandi hafa verið sýndir á Ríkisútvarpinu í haust. Leikstjóri þáttanna, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, hefur unnið að gerð þáttanna frá árinu 1992. Hrafnhildur var ásamt Ásu Ninnu Pétursdóttur, blaðamanni á Vísi, gestur Heimis Más Péturssonar í seinni hluta þjóðmálaþáttarins Víglínunnar á Stöð 2 í dag.

Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinu

Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarði á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu.

Kanna viðhorf Íslendinga til misskiptingar

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannar nú viðhorf Íslendinga til ójöfnuðar í tveimur stórum könnunum sem eru einnig gerðar á alþjóðavísu. Forstöðumaður stofnunarinnar segir að aukinn fjöldi innflytjenda í víða um heim hafi aukið á misskiptingu.

Gagnrýnin kom Trump á óvart

Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjö rifflar í ætt við árásarrifla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum.

Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum

Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja.

Stjórnarandstaðan í Sviss sækir í sig veðrið

Útlit er fyrir það að grænu stjórnmálaflokkarnir á Svissneska þinginu, Græni flokkurinn (GPS) og Frjálslyndi græni flokkurinn (GLP) hafi bætt við sig mestu fylgi í svissneski þingkosningum sem fram fóru í dag.

Banda­rískar her­sveitir fara frá Sýr­landi til vestur­hluta Írak

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju.

Afvopnaði nemanda og gaf honum faðmlag

Þann 17. maí á þessu ári gekk hinn átján ára gamli Angel Granados-Diaz inn í kennslustofu í Parkrose framhaldsskólanum vopnaður haglabyssu.

Fundur G7 verður ekki haldinn á golf­klúbbi Trump

Donald Trump er hættur við að halda næsta fund leiðtoga G7 ríkjanna í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu hans. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar.

19 klukkustundir og 16 mínútur í loftinu

Ástralska flugfélagið Qantas lét reyna á lengsta farþegaflug heims í nótt þegar það flaug með 49 farþega um borð frá New York í Bandaríkjunum til Sydney í Ástralíu.

„Þetta er ekki vopnahlé“

Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja.

Johnson sendi bréf með beiðni um frestun

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta.

Þakklátur og stefnir á þing

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var kjörinn varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Hann segist gera fastlega ráð fyrir að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum.

Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á.

Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans

Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti.

Fór hörðum orðum um ríkisstjórnina

Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar.

Sjá næstu 50 fréttir