Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 08:00 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem mennirnir eru í gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. Málið bíður aðalmeðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp. Þeir eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir sakfelldir enda um sérstaklega mikið magn fíkniefna að ræða. Vísir hefur þegar greint frá innflutningnum sem mönnunum þremur er gefið að sök. Tveir eru sakaðir um að hafa reynt að flytja efnin inn flugleiðina frá Frankfurt að fyrirmælum þriðja mannsins. Milljónir lagðar inn á banka Í ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti kemur fram að sá sem gaf fyrirmælin hafi á tímabilinu 1. janúar 2017 til 17. maí 2019 tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings allt að fjárhæð rúmlega 19 milljóna króna með innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns ávana- og fíkniefna. Fjármunirnir voru lagðir inn á bankareikning mannsins af ýmsum aðilum og honum sjálfum. Hinir tveir eru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Annar fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019. Þriðji aðilinn virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur. Aðalmeðferð í málinu var huguð í þessari viku en hefur verið frestað. Mennirnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Stöðugur innflutningur á kókaíni Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenskur karlmaður væri í haldi lögreglu á Spáni grunaður um innflutning á fimm kílóum af kókaíni til Íslands. Er um enn eitt kókaínmálið á þessu ári. Tveir voru teknir með 5,5 kíló í Leifsstöð í september. Þá voru fimm kíló af kókaíni falin í bíl sem kom til landsins með Norrænu í ágúst. Alls hefur verið lagt hald á meira en 30 kíló af kókaíni við komu til landsins í ár. Kókaín er talsvert dýrara en önnur fíkniefni. Samkvæmt tölum SÁÁ hefur götuvirðið lækkað nokkuð frá árslokum 2017, farið úr rúmum 18 þúsund krónum fyrir grammið niður í 14 þúsund. Dómsmál Fíkn Tollgæslan Tengdar fréttir Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif afnáms samnýtingar skattþrepa Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. Málið bíður aðalmeðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp. Þeir eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir sakfelldir enda um sérstaklega mikið magn fíkniefna að ræða. Vísir hefur þegar greint frá innflutningnum sem mönnunum þremur er gefið að sök. Tveir eru sakaðir um að hafa reynt að flytja efnin inn flugleiðina frá Frankfurt að fyrirmælum þriðja mannsins. Milljónir lagðar inn á banka Í ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti kemur fram að sá sem gaf fyrirmælin hafi á tímabilinu 1. janúar 2017 til 17. maí 2019 tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings allt að fjárhæð rúmlega 19 milljóna króna með innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns ávana- og fíkniefna. Fjármunirnir voru lagðir inn á bankareikning mannsins af ýmsum aðilum og honum sjálfum. Hinir tveir eru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Annar fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019. Þriðji aðilinn virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur. Aðalmeðferð í málinu var huguð í þessari viku en hefur verið frestað. Mennirnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Stöðugur innflutningur á kókaíni Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenskur karlmaður væri í haldi lögreglu á Spáni grunaður um innflutning á fimm kílóum af kókaíni til Íslands. Er um enn eitt kókaínmálið á þessu ári. Tveir voru teknir með 5,5 kíló í Leifsstöð í september. Þá voru fimm kíló af kókaíni falin í bíl sem kom til landsins með Norrænu í ágúst. Alls hefur verið lagt hald á meira en 30 kíló af kókaíni við komu til landsins í ár. Kókaín er talsvert dýrara en önnur fíkniefni. Samkvæmt tölum SÁÁ hefur götuvirðið lækkað nokkuð frá árslokum 2017, farið úr rúmum 18 þúsund krónum fyrir grammið niður í 14 þúsund.
Dómsmál Fíkn Tollgæslan Tengdar fréttir Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif afnáms samnýtingar skattþrepa Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26