Fleiri fréttir

„Menn náðu að halda ró sinni“

Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð.

Bátur brann og sökk í höfnina í Vogum

Stór trébátur brann í höfninni í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Ekki tókst að slökkva eldinn heldur sökk báturinn og hvílir nú á botni hafnarinnar.

Ef krakkar fengju völdin

Í Kópavogi verður haldið upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála SÞ á morgun með ýmsum hætti. Stór hluti barna bæjarins tekur þátt í dagskrá í Menningarhúsunum og víðar.

Foringjar gætu fallið

Stjórnarsamstarfi Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata í Þýskalandi er ógnað að innan. Báðir flokkarnir hafa mátt þola ósigra í kosningum á árinu. Líkur eru á að róttækari armar gætu komist til valda í vetur, sem leiti frekar

Karlar losni við karlmennskuna

„Margir karlmenn og drengir glíma við óraunhæfar staðalmyndir karlmennskunnar sem krefur þá um tiltekna hegðun, viðhorf og útlit“

Greiðslubyrði námslána verði lækkuð

Starfshópur um endurgreiðslubyrði námslána leggur til lægri vexti, lægra endurgreiðsluhlutfall og að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Formaður BHM fagnar tillögum starfshópsins.

Miðflokkur einn á móti bótamálinu

Anna Kolbrún Árnadóttir, fulltrúi Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd, leggst einn nefndarmanna gegn samþykkt frumvarps forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.

Lokað fyrir netið í Íran

Mikil mótmæli hafa staðið yfir í Íran frá því á fimmtudag þegar verð á olíu var hækkað um allt að 300 prósent.

Fékk veiðarfæri í skrúfuna

Björgunarskipið Gísli Jóns á Ísafirði var kallað út um klukkan sex í kvöld vegna rækjuveiðiskips sem hafði fengið veiðafæri í skrúfuna og gat ekki siglt fyrir eigin vélarafli.

Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann

Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga.

Rannsaka hvort Trump hafi logið að Mueller

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi logið að rannsakendum í Mueller-rannsókninni svokölluðu.

Októ­ber sá næst­ heitasti frá upp­hafi mælinga

Síðasti mánuður var næst heitasti októbermánuðurinn á jörðinni frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sem byggir á gögnum sem ná aftur til ársins 1880.

Eins og að horfa á mann sökkva í kviksyndi

Lögmaður fimm þolenda barnaníðingsins og auðjöfursins Jeffreys Epstein segir að viðtal BBC við Andrés Bretaprins, vin Epsteins, um ásakanir gegn prinsinum hafi verið hamfarakennt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta, setningarathöfn Heimsþings um réttlætismál, alþjóðlegasta þorp landsins og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Afmæli Barnasáttmálans: Miklar framfarir en nýjar ógnir

Enn er þörf á brýnum umbótum í þágu fátæskustu barna þrátt fyrir sögulegar framfarir undanfarinna áratuga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Sinubruni á Bíldudal

Snemma morguns síðastliðinn mánudag barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um sinubruna á Bíldudal.

Spurði Katrínu um ummæli Bjarna um Samherjaskjölin í The Guardian

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, nýtti tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir afstöðu hennar til ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í breska blaðinu The Guardian um Samherjaskjölin.

Ford Mustang Mach-E væntanlegur 2021

Ford ætlar sér að herja inn á sport-rafjeppa markaðinn með Mustang Mach-E árið 2021. Bílnum er ætlað að drífa eina 480 km. á einni hleðslu og hann kemur afturhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn.

Sjá næstu 50 fréttir