Fleiri fréttir

Shanghala og Hatuikulipi handteknir

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun.

Safna nöfnum eftir áramótin

Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hyggjast bíða í nokkrar vikur með að tilkynna Reykjavíkurborg um undirskriftasöfnun gegn deiliskipulaginu við Stekkjarbakka, þar sem gróðurhvelfingar Aldin Biodome eiga að rísa. Samtökin vilja fá skipulagið í íbúakosningu.

Minni hluti nýfæddra í þjóðkirkjunni

Börnum skráðum í þjóðkirkjuna við fæðingu fækkar jafnt og þétt. Fækkunin jókst með lagabreytingu árið 2013, fram að því voru börn sjálfkrafa skráð í trú- og lífsskoðunarfélög við fæðingu. Í fyrra voru 49 prósent barna f´ddra á árinu skráð í þjóðkirkjuna.

Öll 12 mánaða fá leikskólapláss

Talið er að haustið 2021 verði öll börn á Akureyri komin í leikskóla eða aðra vistun tólf mánaða. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram

Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum.

Saga norskra jólatrjáa á Íslandi nálgast endi

Sá siður að norsk sveitarfélög gefi íslenskum vinabæjum sínum jólatré að gjöf fyrir aðventuna virðist vera að leggjast af. Umhverfismál eða endurskoðun á alþjóðlegu samstarfi eru ástæðan fyrir því að siðurinn á undir högg að sækja.

Nú má meta stafræna hæfni á heimasíðu VR

Á vef VR er hægt að taka próf sem metur stafræna hæfni. Sérfræðingur hjá félaginu segir þessa hluti vera eitthvað sem fólk þurfi sífellt að vera að endurskoða.

Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna

Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld.

Baulað á Melaniu í Baltimore

Fimm mínútna langt ávarp Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, um skaðsemi ópíóða uppskar baul og læti í borginni Maryland í Baltimore.

Þrír stjórnmálamenn sagt af sér á Möltu

Þrír hafa stigið til hliðar frá störfum fyrir maltnesku ríkisstjórnina. Talið er að afsagnirnar séu í tengslum við morðið á maltneska rannsóknarblaðamanninum Daphne Caruana Galizia í október 2017, þar á meðal tveir ráðherrar.

Guðlaugur Þór bauð Lavrov til Íslands

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári.

Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar

Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur.

Máttu ekki láta netfang kvartanda fylgja athugasemdum hans

Persónuvernd hefur úrskurðað að fyrirtækið Creditinfo lánstraust, sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum á vefsíðu sinni, hafi brotið persónuverndarlög með því að senda netfang kvartanda til þriðju aðila, sem höfðu flett honum upp í skrá fyrirtækisins.

Fjarlægðu 7,4 kílóa nýra úr manni

Nýrað var skorið úr 56 ára gömlum manni sem glímdi við lífshættulegan nýrnasjúkdóm sem gerði það að verkum að annað nýrað blés út með þessum hætti.

82 ára vöðvatröll tók innbrotsþjóf í bakaríið

Það fór illa fyrir innbrotsþjófi sem braust inn á heimili hinnar 82 ára Willie Murphy í Rochester í Bandaríkjunum í síðustu viku. Murphy er mikill líkamsræktarfrömuður og pakkaði innbrotsþjófinum einfaldlega saman.

Sjá næstu 50 fréttir