Fleiri fréttir

Jeppar ógna grænu byltingunni

Jeppar (SUV) auka losun koltvísýrings ef marka má Rannsóknarsetur orkumála í Bretlandi (UKERC). Samkvæmt skýrslu setursins eru kröfur neytenda um stærri bíla skemma fyrir "grænu samgangna byltingunni“.

Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu

Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu.

Jarð­hæringar á Hvítu eyju

Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni.

Sjáðu myndirnar af óveðrinu

Hin svokallaða sprengilægð skall á Reykjavík um miðjan daginn í dag og voru viðbragðsaðilar kallaðir út í hin ýmsu verkefni, allt frá því að tjóðra niður grindverk sem fuku til í að bregðast við því þegar tré rifnaði upp með rótum og féll á bíla í Vesturbænum.

Allt að 38 m/s sunnan við Vatnajökul á morgun

Spáð er allt að 38 m/s sunnan Vatnajökuls á morgun. Þá spáir víða norðan heiða allt að 30 m/s í nótt en ekki á að vera ofankoma á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Segir Boris Johnson ljúga um Brexit

Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram.

Björgunar­sveitar­maður fýkur þvert yfir Suður­strandar­veg

"Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík.

Sáu ekki neitt þegar þær fóru út í hest­hús að gefa

Hjördís Jónsdóttir er fædd og uppalin á Leysingjastöðum 2 í Austur-Húnavatnssýslu. Þar er fjölskylda hennar með búskap og fóru hún og systir hennar af stað klukkan fimm síðdegis í dag út í hesthús til að gefa kvöldgjöfina.

Segir það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að til­mælum við­bragðs­aðila

"Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis.

Suu Kyi fyrir dóm í Haag

Aung San Suu Kyi, þjóðarleiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, mætti fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag í dag þar sem þjóðarmorðsásakanir á hendur mjanmörskum stjórnvöldum voru teknar fyrir.

Miklu frosti spáð um næstu helgi

Þrátt fyrir mikinn veðurofsa nú í dag og fram á nótt mun mikil veðurblíða leggjast yfir landið þegar líða tekur á vikuna og um næstu helgi ef marka má veðurkortið á heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Alltaf hressandi að fara út og gera eitthvað skemmtilegt

Brynjar Logi Steinunnarson, formaður Skagfirðingarsveitar á Sauðárkróki, segir sveitina klára fyrir verkefni kvöldsins. Veður hefur verið slæmt á Króknum í dag og er von á að það versni eftir því sem líður á kvöldið.

„Nánast engin umferð á götunum“

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið.

Óveðursvakt á Bylgjunni í kvöld

Óveðursvakt verður á Bylgjunni í kvöld í umsjón Þorgeirs Ástvaldssonar með fulltyngi fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vaktin hefst strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast kl. 18:30.

Svanhildur Hólm sækir um útvarpsstjórann

Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fjölmiðlakona, er á meðal þeirra 41 sem sótti um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Þetta staðfestir hún við Vísi.

Bindur bátinn og fjölgar belgjum við Reykjavíkurhöfn

Elmar Örn Sigurðsson sjómaður var við Reykjavíkurhöfn eftir hádegið í dag að gera ráðstafanir vegna óveðursins sem reiknað er með að nái hápunkti á höfuðborgarsvæðinu eftir klukkan sex í kvöld.

41 vill verða útvarpsstjóri

Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins.

Rauðum viðvörunum fjölgar

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra.

Enn ekkert spurst til flugvélarinnar

Enn hafa engar borist af Hercules-flugvél frá Chile sem hvarf á leiðinni til Suðurlandsskautsins í gærkvöldi. 38 voru um borð í flugvélinni en gert er ráð fyrir að hún hafi hrapað.

Akureyringar lagstir í híði

Segja má að Akureyringar séu lagstir í híði en fjölmargar verslanir lokuðu snemma og stór hluti þjónustu á vegum Akureyrarbæjar liggur niðri vegna veðurs.

Sjá næstu 50 fréttir