Rafmagnstruflanir mesta áhyggjuefni viðbragðsaðila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. desember 2019 18:52 Mikið hefur verið um útköll og þúsundir manna eru í viðbragðsstöðu vegna aftakaveðurs. Allt flug var fellt niður frá Keflavíkurflugvelli og öllu innanlandsflugi var aflýst eftir hádegi. Veðrið hefur einnig haft víðtæk áhrif á samgöngur á jörðu niðri en vegalokanir gilda um allt land og hefur öllum vegum frá höfuðborgarsvæðinu verið lokað nema Reykjanesbraut. Um 160 til 170 útköll hafa borist í dag auk lokanna sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í beinni útsendingu kvöldfréttum Stöðvar 2. „Tuttugu og sjö björgunarsveitir hafa komið að þessu í flestum landshlutum og þetta eru rétt tæplega þrjú hundruð manns, sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, sem hafa verið í dag og það eru um það bil tvö hundruð manns í viðbragðsstöðu,“ sagði Jónas. „Sem betur fer hefur ekki verið mikið um alvarleg útköll og raunverulega ekkert alvarlegt. Það hafa bílar fokið út af, það hafa verið þakplötur og annað slíkt. Flutningur á heilbrigðisstarfsfólki í vinnu og frá vinnu og svo framvegis. Þetta eru hefðbundin óveðursútköll,“ sagði Jónas. Eins og sést á þessu tilkynningakorti RARIK er rafmagnslaust mjög víða á Norðurlandi eystra. Hann sagði ófærð á Norðvesturlandi hafa sett strik í reikninginn þar sem aðeins snjóbílar séu færir um að komast um þar núna. Snjóbílar voru sendir í gær frá höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Auk þess hafa fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða krossins verið settar upp víðs vegar á Suðvesturlandi, á Kjalarnesi, Selfossi og á Borg í Grímsnesi. „Þær eru aðallega til að sinna ferðamönnum sem eru strandaglópar og komast ekki á sinn gististað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Tæplega þrjátíu manns hafi leitað á þessar fjöldahjálparstöðvar í heildina enn sem komið er. Hann sagði helsta áhyggjuefnið vera rafmagnstruflanir en þær geta haft áhrif á fjarskiptakerfi viðbragðsaðila. „Það eru helst rafmagnstruflanir, því það getur haft áhrif á fjarskiptin og það er alltaf svolítið áhyggjuefni fyrir okkur ef að fólk nær ekki í okkur og við náum ekki í fólk. Eins ef við getum ekki talað við viðbragðsaðilana okkar þá er það eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Óvissustig var hækkað upp í hættustig á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum síðdegis í dag.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mikið hefur verið um útköll og þúsundir manna eru í viðbragðsstöðu vegna aftakaveðurs. Allt flug var fellt niður frá Keflavíkurflugvelli og öllu innanlandsflugi var aflýst eftir hádegi. Veðrið hefur einnig haft víðtæk áhrif á samgöngur á jörðu niðri en vegalokanir gilda um allt land og hefur öllum vegum frá höfuðborgarsvæðinu verið lokað nema Reykjanesbraut. Um 160 til 170 útköll hafa borist í dag auk lokanna sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í beinni útsendingu kvöldfréttum Stöðvar 2. „Tuttugu og sjö björgunarsveitir hafa komið að þessu í flestum landshlutum og þetta eru rétt tæplega þrjú hundruð manns, sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, sem hafa verið í dag og það eru um það bil tvö hundruð manns í viðbragðsstöðu,“ sagði Jónas. „Sem betur fer hefur ekki verið mikið um alvarleg útköll og raunverulega ekkert alvarlegt. Það hafa bílar fokið út af, það hafa verið þakplötur og annað slíkt. Flutningur á heilbrigðisstarfsfólki í vinnu og frá vinnu og svo framvegis. Þetta eru hefðbundin óveðursútköll,“ sagði Jónas. Eins og sést á þessu tilkynningakorti RARIK er rafmagnslaust mjög víða á Norðurlandi eystra. Hann sagði ófærð á Norðvesturlandi hafa sett strik í reikninginn þar sem aðeins snjóbílar séu færir um að komast um þar núna. Snjóbílar voru sendir í gær frá höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Auk þess hafa fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða krossins verið settar upp víðs vegar á Suðvesturlandi, á Kjalarnesi, Selfossi og á Borg í Grímsnesi. „Þær eru aðallega til að sinna ferðamönnum sem eru strandaglópar og komast ekki á sinn gististað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Tæplega þrjátíu manns hafi leitað á þessar fjöldahjálparstöðvar í heildina enn sem komið er. Hann sagði helsta áhyggjuefnið vera rafmagnstruflanir en þær geta haft áhrif á fjarskiptakerfi viðbragðsaðila. „Það eru helst rafmagnstruflanir, því það getur haft áhrif á fjarskiptin og það er alltaf svolítið áhyggjuefni fyrir okkur ef að fólk nær ekki í okkur og við náum ekki í fólk. Eins ef við getum ekki talað við viðbragðsaðilana okkar þá er það eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Óvissustig var hækkað upp í hættustig á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum síðdegis í dag.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira