Fleiri fréttir

Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“

Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki.

Ungt fólk í brenndepli á degi mannréttinda

Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, heiðra Sameinuðu þjóðirnar ungt fólk með átaki sem hefur yfirskriftina „Ungt fólk rís upp í þágu mannréttinda.“ António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu að samtökin fagni mikilvægu hlutverki ungs fólks við að gæða mannréttindi nýju lífi.

Jólunum komið í skjól fyrir veðurofsanum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag.

Hola íslenskra fræða úr sögunni

Rúmlega sex og hálfu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að Húsi íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík hefur verið fyllt upp í grunninn.

Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn

Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens.

Björgunarsveitir bíða átekta

Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Bein útsending: Mannréttindi og hlutverk smærri ríkja á alþjóðavettvangi

Í tilefni af Alþjóðadegi mannréttinda býður Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytið og Mannréttindaskrifstofa Ísland til umræðu um mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið standi vörð um mannréttindi og hvernig smærri ríki geta látið til sín taka á þeim vettvangi.

38 saknað eftir að herflugvél hvarf af ratsjám

Herflugvél frá Chile hvarf í nótt með þrjátíu og átta manns innanborðs þegar vélin var á leið til Suðurskautslandsins. Sautján voru í áhöfn vélarinnar og tuttugu og einn farþegi.

Elsti löglegi götubíll Þýskalands

Það er þekkt staðreynd að Þýskaland er Mekka bílasmiða. Elsti eldsneytisknúni bíllinn með brunahreyfli er Benz Patent-Motorwagen frá árinu 1885. Hann er hins vegar ekki löglegur á götum úti.

Króaður af á stolnum bíl

Lögregla handtók ökumann á stolnum bíl í Garðabæ eftir stutta eftirför á þriðja tímanum í nótt.

Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí

Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé.

Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins

Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt.

„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta“

"Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rauð veðurviðvörun hefur verið sett á í fyrsta sinn og gildir hún fyrir norðurland vestra og strandir á morgun. Þá hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissuástandi á öllu landinu og búist er við versta veðri ársins.

Sjá næstu 50 fréttir