Fleiri fréttir

1.094 króna um­bunin í raun niður­lægjandi

Gréta María Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítala segir umbunina sem hún fékk í sinn hlut fyrir störf sín í kórónuveirufaraldrinum í raun hafa verið niðurlægjandi.

Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit

Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg.

Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið

Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum.

Baldur í togi og væntanlegur í höfn með kvöldinu

„Staðan er góð, hann er kominn í tog. Hringur SH153 er að draga hann og eru að vinna upp hraða. Þetta er að ganga vel miðað við allt,“ segir Gunnlaugur Grettisson hjá Sæferðum spurður um stöðuna á Breiðafjarðarferjunni Baldri sem bilaði við Flatey í gærkvöldi.

Til skoðunar að breyta lögum í kjöl­far brunans

Velferðarnefnd boðaði félagsmálaráðherra til fundar í dag vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu vegna aðbúnaðar erlends verkafólks sem leigi jafnvel íbúðir við óviðunandi aðstæður.

Segir nánast allt að sem við kemur mal­bikun

„Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun.

Ný flensuveira í svínum talin geta valdið faraldri

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist ætla að grandskoða kínverska rannsókn á nýju afbrigði flensuveiru sem fannst í svínum og vísindamenn vara við að hafi burði til að valda heimsfaraldri. Veiran er talin geta borist úr svínum í menn.

Fundu metamfetamín vafið fast um maga manns

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að tæp 300 grömm af metamfetamíni og 1600 stykki af lyfseðilsskyldum lyfjum í fórum sínum við komuna til landsins fyrr í mánuðinum.

Útgöngubann í Leicester vegna fjölgunar smita

Bresk stjórnvöld hafa komið á ströngu útgöngubanni í Leicester eftir að nýjum kórónuveirusmitum fjölgaði verulega. Undanfarna viku hafa þrefalt fleiri smitast í borginni en í nokkurri annarri borg á Bretlandi og um 10% allra smita sem greinast á Bretlandi eru þar.

Við refsum (ekki) veiku fólki

Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt.

Trump fékk skýrslu um rússneska verðlaunaféð í febrúar

Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið.

Tvö smit greindust

Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, annar við landamæraskimun og hinn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is.

Efnislega sammála um afglæpavæðingu en „vanda þyrfti mjög til verks“

Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið.

Bótakröfu manns sem slasaðist við björgun á slysstað hafnað

Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að greiða karlmanni sem slasaðist við að draga við að draga ökumann sem lenti í bílslysi frá bifreiðinni bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær.

Formúlu 1 tímabilið hefst 3. júlí

Kappakstursáhugafólk getur loksins farið að hlakka til. Formúla 1 hefst í næstu viku. Formúlan verður eingöngu sýnd hérlendis á Viaplay, með íslenskum lýsendum. Fyrsta keppnin, verður Austurríkiskappaksturinn á Red Bull brautinni 3.–5 júlí.

Bakarí Kristínar brann til grunna

Bakarí í eigu Kristínar Báru Haraldsdóttur og Adrian Cowen í Kambódíu brann til kaldra kola þann 11. júní síðastliðinn.

Belgíu­­konungur harmar ný­­lendu­­tíma landsins

Filippus Belgíukonungur segist harma nýlendutíma ríkisins sem hann segir „valda sársauka enn þann dag í dag“. Þetta kemur fram í bréfi Belgíukonungs til Felix Tshisekedi, forseta Lýðveldisins Kongó.

Sjá næstu 50 fréttir