Við refsum (ekki) veiku fólki Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2020 11:36 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Athygli vekur að Katrín greiddi ekki atkvæði og svo einnig Ólafur Þór Gunnarsson, sem reyndar var einn flutningsmanna málsins. visir/vilhelm „Fyrsta greinin er felld með 28 atkvæðum gegn 18. Og þar með frumvarpið. Og kemur ekki meira við sögu á þessu þingi,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í nótt. Sjálfur var hann meðal þeirra 28 sem sögðu nei. Atkvæðagreiðslan um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna er athyglisverð fyrir margra hluta sakir, meðal annars varpar hún hugsanlega ljósi á leikjafræði hins flokkspólitíska kerfis og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á hinu háa Alþingi. Þar skipta flokkspólitískir hagsmunir ekki síst máli. Því ekki var annað að heyra á þeim sem tóku til máls en greiddu atkvæði gegn frumvarpinu væru því efnislega hjartanlega sammála. Enda rímar það við yfirlýsta stefnu stjórnarflokkanna VG og Sjálfstæðisflokks sem og stjórnarsáttmála. Niðurstaðan er hins vegar gríðarleg vonbrigði fyrir þá sem barist hafa fyrir því að hætt verði að refsa fyrir neyslu. Refsikerfið hefur ekki virkað Greitt var atkvæði um málið í nótt um klukkan hálf tvö og greindi Vísir frá niðurstöðunni nú í morgunsárið. En fyrr um kvöldið hafði Halldóra Mogensen Pírötum, 1. flutningsmaður haft framsögu um málið, meðflutningsmenn tóku til máls. Helga Vala Helgadóttir sagði þetta fyrst og fremst mannúðarmál. Hún sagðist ekki skilja hvers vegna Alþingismenn væru ekki allir sem einn samþykkir því. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og svo Helgi Hrafn Gunnarsson tóku einnig til máls. Var sem þeim væri þá þegar kunnugt um að stjórnarliðar myndu fella málið því það var bitur tónn í ræðum þeirra. Öll hömruðu þau á því að málið væri sáraeinfalt; það snerist einfaldlega um að við sem samfélag ættum ekki að refsa veiku fólki. Við refsum ekki veiku fólki Þórhildur Sunna fullyrti að sú refsistefna sem hér ríkir kosti mannslíf; veikt fólk sem slysist til að taka of stóran skammt veigri sér við því að leita sér hjálpar því það væri í skilningi laganna lögbrjótar fyrir að vera með fíknefni á sér. Miðflokkurinn stóð allur gegn málinu. En enginn úr þeirra röðum tók til máls þegar frumvarpið var til umfjöllunar í gærkvöldi og í nótt.visir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tók til máls og benti einnig á þetta atriði. Hún talaði um jaðarsetningu veikra einstaklinga og að við yrðum að horfast í augu við veruleikann. „Refsikerfið hefur ekki virkað, ekki virkað fyrir þennan hóp og með þessu kerfi höldum við áfram á jaðrinum, þessum brotnu einstaklingum sem þurfa á umönnun að halda.“ Guðmundur Ingi Kristjánsson í Flokki fólksins var einn flutningsmanna og hann sagði þetta ekki flókið: „Við refsum ekki veiku fólki“ Guðmundur Ingi gaf lítið fyrir tal um að með þessu væri verið að „normalisera“ neyslu. Hann spurði hvort ekki væri nógu mikil refsing að vera fíkill? Svona féllu atkvæðin En, allt kom fyrir ekki. Fyrir áhugamenn um það hvernig þingstörfin virka getur reynst athyglisvert að rýna í það hvernig atkvæði féllu. Á móti Ásmundur Einar Daðason: nei Ásmundur Friðriksson: nei Bergþór Ólason: nei Birgir Ármannsson: nei Birgir Þórarinsson: nei Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir: nei Bjarni Benediktsson: nei Bryndís Haraldsdóttir: nei Brynjar Níelsson: nei Gunnar Bragi Sveinsson: nei Halla Signý Kristjánsdóttir: nei Haraldur Benediktsson: nei Jón Gunnarsson: nei Karl Gauti Hjaltason: nei Kolbeinn Óttarsson Proppé: nei Líneik Anna Sævarsdóttir: nei Njáll Trausti Friðbertsson: nei Orri Páll Jóhannsson: nei (varamaður Svandísar) Páll Magnússon: nei Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: nei Sigurður Ingi Jóhannsson: nei Sigurður Páll Jónsson: nei Silja Dögg Gunnarsdóttir: nei Steingrímur J. Sigfússon: nei Steinunn Þóra Árnadóttir: nei Vilhjálmur Árnason: nei Willum Þór Þórsson: nei Þórunn Egilsdóttir: nei Með Albertína Friðbjörg Elíasdóttir: já Andrés Ingi Jónsson: já Ágúst Ólafur Ágústsson: já Björn Leví Gunnarsson: já Guðjón S. Brjánsson: já Guðmundur Ingi Kristinsson: já Guðmundur Andri Thorsson: já Halldóra Mogensen: já Helga Vala Helgadóttir: já Helgi Hrafn Gunnarsson: já Inga Sæland: já Jón Þór Ólafsson: já Jón Steindór Valdimarsson: já Logi Einarsson: já Oddný G. Harðardóttir: já Smári McCarthy: já Þorgerður K. Gunnarsdóttir: já Þórhildur Sunna Ævarsdóttir: já Þeir sem ekki greiddu atkvæði Athygli vekur að þrír ráðherrar greiddu ekki atkvæði í málinu: Ari Trausti Guðmundsson: greiðir ekki atkvæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: greiðir ekki atkvæði Hildur Sverrisdóttir: greiðir ekki atkvæði Katrín Jakobsdóttir: greiðir ekki atkvæði Ólafur Þór Gunnarsson: greiðir ekki atkvæði Kristján Þór Júlíusson: greiðir ekki atkvæði Óli Björn Kárason: greiðir ekki atkvæði Rósa Björk Brynjólfsdóttir: greiðir ekki atkvæði Albert Guðmundsson: greiðir ekki atkvæði Fjarverandi Anna Kolbrún Árnadóttir: fjarverandi Hanna Katrín Friðriksson: fjarverandi Lilja Alfreðsdóttir: fjarverandi Ólafur Ísleifsson: fjarverandi Lilja Rafney Magnúsdóttir: fjarverandi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: fjarverandi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir: fjarverandi Þorsteinn Sæmundsson: fjarvist Skiptir ekki öllu hvað löggunni finnst Miðflokkurinn stóð allur gegn málinu án þess að stíga í pontu og gera grein fyrir því hvað réði þeirri afstöðu. Framsóknarflokkurinn stendur og stóð allur gegn málinu en Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki hafði flutt frávísunartillögu. Hún var felld. Fram kom í máli Höllu Signýjar að hún væri sammála málinu; reyndar lýstu allir þeir sem tóku til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu sig sammála því efnislega. En vildu meina að tillagan væri ekki nógu vel úr garði gjörð án þess að ljóst væri hvað það væri nákvæmlega sem ekki hélt. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati gat ekki leynt vonbrigðum sínum en ljóst mátti vera, strax í gærkvöldi, hvernig atkvæði myndu falla.visir/vilhelm Helgi Hrafn Pírati sagði að það væri búið að ræða málið í þaula, það væri búið að fjalla um það frá öllum hliðum. Málið væri með belti og axlabönd, þetta væri minnsta skref sem hægt væri að stíga og það skipti ekki öllu máli hvað lögreglunni fyndist um málið, þar innan dyra væru menn sem vildu halda málaflokknum hjá sér, en þetta snéri að heilbrigðiskerfinu. „Það skiptir ekki öllu máli hvað löggunni finnst. Gerum þetta á réttum tíma Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki gerði grein fyrir atkvæði sínu. Sagði Framsóknarflokkinn styðja afglæpavæðingu, ljóst væri að refsistefna virkaði ekki sem skyldi. „En meðferð málsins afhjúpar tvískinnung Pírata. Gerum þetta vel á réttum tíma.“ Björn Leví Gunnarsson Pírati sagði hins vegar málið mjög einfalt. Það snerist um að hætta refsingum á veiku fólki. Ekki væri flókið að fá umsagnir frá öllum aðilum. Margoft í ferlinu hafi verið það lagt fyrir: „Vandamálið sem ekki er tekið á hérna er að þeir [sem vilja greiða atkvæði gegn málinu] geta einfaldlega ekki nefnt eitt efnisatriði sem er efnislega rangt í frumvarpinu,“ sagði Björn Leví sem taldi ekki boðlegt að vísa til meints óljóss skorts á samráði, sem þó er til staðar. Píratar áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum. Málið í takti við stjórnarsáttmála Þeir sem mæltu fyrir málinu hafa bent á að það sé algerlega í takti við það sem segir í stjórnarsáttmálanum en í gær greindi Vísir frá því að allra augu hlytu, í ljósi þess, að vera á stjórnarliðum. „Snúa þarf af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Tryggja þarf fíklum viðunandi meðferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og heilbrigðiskerfis,“ segir í stjórnarsáttmála. Í stefnuskrá VG segir: „Tryggja þarf fíklum viðunandi meðferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og heilbrigðiskerfis. Snúa þarf af braut harðari refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins: Líta þarf á fíkn sem heilbrigðisvanda en ekki löggæsluvanda. Tryggja þarf endurhæfingu fíknisjúklinga og auðvelda þeim endurkomu í samfélagið. Flutningsmaðurinn sem gekk úr skaptinu Í umræðunni hafði verið bent á að ekki væri neinn ágreiningur um málið. Hins vegar hefði ekkert bólað á neinni vinnu í þessa átt af hálfu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þannig væri eiginlega ekki hægt að skilja afstöðu stjórnaliða öðru vísi en að þetta hentaði ekki leikjafræðinni og að stjórnarliðar þyrðu einfaldlega ekki að samþykkja málið. Það að Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, sem var einn flutningsmanna málsins, skyldi ekki greiða því atkvæði segir sitthvað um þá línu sem út hafði verið gefin.visir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði það rétt, markmiðið væri gott en hún vildi ekki meina að frumvarpið sjálft væri fullþroskað. Hún sagði núverandi kerfi hafa gengið sér til húðar og rétt að nálgast þetta sem heilbrigðismál en ekki refsimál. „Ég mun halda áfram að vinna að þessu máli og ég þori þessu,“ sagði Áslaug Arna en hún skilaði auðu. Það gerði einnig Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri grænum sem hefur vakið athygli því hann er meðal flutningsmanna. Sem kann að segja sína sögu um hina ráðandi flokkspólitísku leikjafræði. Gefin hafði verið út flokkslína og tryggt að niðurstaðan væri í samræmi við hana. Hvers vegna er svo fyrir leikjafræðinga að ráða í. Dauðsföll sjaldan fleiri en nú Nema hvað sem líður leikjafræði Alþingis er ljóst að vonbrigðin ná út fyrir veggi Alþingishússins. Í morgun birti Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði pistil þar sem hún harmar niðurstöðuna. Hún segir að í dag eigi hún að mæta til vinnu sem hjúkrunarfræðingur sem sinnir jaðarsettum einstaklingum sem nota vímuefni í æð. „Ég þarf að tilkynna þeim að frumvarp til laga um afglæpavæðingu hafi verið fellt. Þessir einstaklingar hafa undanfarin 40 ár verið gerð glæpamenn af samfélaginu okkar. Glæpamenn fyrir það að hafa lent í alvarlegum áföllum og ánetjast vímuefnum í kjölfarið til þess að lifa af,“ segir Elísabet í pistli sínum. Og hún heldur áfram: „Þegar það gerist lokar samfélagið öllum dyrum fyrir þeim, hleypir þeim hvergi að, gerir þau heimilislaus, handtekur þau og fangelsar. Þau þurfa að fjármagna neyslu sína á ólöglegan hátt sem veldur skaða fyrir þau og samfélag. Engin mannúð og þessi bann- og refsistefna hefur ekki sýnt neinn árangur, þvert á móti hafa dauðsföll vegna ofskammtana sjaldan verið hærri en nú,“ segir Elísabet meðal annars. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fréttaskýringar Fíkn Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
„Fyrsta greinin er felld með 28 atkvæðum gegn 18. Og þar með frumvarpið. Og kemur ekki meira við sögu á þessu þingi,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í nótt. Sjálfur var hann meðal þeirra 28 sem sögðu nei. Atkvæðagreiðslan um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna er athyglisverð fyrir margra hluta sakir, meðal annars varpar hún hugsanlega ljósi á leikjafræði hins flokkspólitíska kerfis og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á hinu háa Alþingi. Þar skipta flokkspólitískir hagsmunir ekki síst máli. Því ekki var annað að heyra á þeim sem tóku til máls en greiddu atkvæði gegn frumvarpinu væru því efnislega hjartanlega sammála. Enda rímar það við yfirlýsta stefnu stjórnarflokkanna VG og Sjálfstæðisflokks sem og stjórnarsáttmála. Niðurstaðan er hins vegar gríðarleg vonbrigði fyrir þá sem barist hafa fyrir því að hætt verði að refsa fyrir neyslu. Refsikerfið hefur ekki virkað Greitt var atkvæði um málið í nótt um klukkan hálf tvö og greindi Vísir frá niðurstöðunni nú í morgunsárið. En fyrr um kvöldið hafði Halldóra Mogensen Pírötum, 1. flutningsmaður haft framsögu um málið, meðflutningsmenn tóku til máls. Helga Vala Helgadóttir sagði þetta fyrst og fremst mannúðarmál. Hún sagðist ekki skilja hvers vegna Alþingismenn væru ekki allir sem einn samþykkir því. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og svo Helgi Hrafn Gunnarsson tóku einnig til máls. Var sem þeim væri þá þegar kunnugt um að stjórnarliðar myndu fella málið því það var bitur tónn í ræðum þeirra. Öll hömruðu þau á því að málið væri sáraeinfalt; það snerist einfaldlega um að við sem samfélag ættum ekki að refsa veiku fólki. Við refsum ekki veiku fólki Þórhildur Sunna fullyrti að sú refsistefna sem hér ríkir kosti mannslíf; veikt fólk sem slysist til að taka of stóran skammt veigri sér við því að leita sér hjálpar því það væri í skilningi laganna lögbrjótar fyrir að vera með fíknefni á sér. Miðflokkurinn stóð allur gegn málinu. En enginn úr þeirra röðum tók til máls þegar frumvarpið var til umfjöllunar í gærkvöldi og í nótt.visir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tók til máls og benti einnig á þetta atriði. Hún talaði um jaðarsetningu veikra einstaklinga og að við yrðum að horfast í augu við veruleikann. „Refsikerfið hefur ekki virkað, ekki virkað fyrir þennan hóp og með þessu kerfi höldum við áfram á jaðrinum, þessum brotnu einstaklingum sem þurfa á umönnun að halda.“ Guðmundur Ingi Kristjánsson í Flokki fólksins var einn flutningsmanna og hann sagði þetta ekki flókið: „Við refsum ekki veiku fólki“ Guðmundur Ingi gaf lítið fyrir tal um að með þessu væri verið að „normalisera“ neyslu. Hann spurði hvort ekki væri nógu mikil refsing að vera fíkill? Svona féllu atkvæðin En, allt kom fyrir ekki. Fyrir áhugamenn um það hvernig þingstörfin virka getur reynst athyglisvert að rýna í það hvernig atkvæði féllu. Á móti Ásmundur Einar Daðason: nei Ásmundur Friðriksson: nei Bergþór Ólason: nei Birgir Ármannsson: nei Birgir Þórarinsson: nei Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir: nei Bjarni Benediktsson: nei Bryndís Haraldsdóttir: nei Brynjar Níelsson: nei Gunnar Bragi Sveinsson: nei Halla Signý Kristjánsdóttir: nei Haraldur Benediktsson: nei Jón Gunnarsson: nei Karl Gauti Hjaltason: nei Kolbeinn Óttarsson Proppé: nei Líneik Anna Sævarsdóttir: nei Njáll Trausti Friðbertsson: nei Orri Páll Jóhannsson: nei (varamaður Svandísar) Páll Magnússon: nei Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: nei Sigurður Ingi Jóhannsson: nei Sigurður Páll Jónsson: nei Silja Dögg Gunnarsdóttir: nei Steingrímur J. Sigfússon: nei Steinunn Þóra Árnadóttir: nei Vilhjálmur Árnason: nei Willum Þór Þórsson: nei Þórunn Egilsdóttir: nei Með Albertína Friðbjörg Elíasdóttir: já Andrés Ingi Jónsson: já Ágúst Ólafur Ágústsson: já Björn Leví Gunnarsson: já Guðjón S. Brjánsson: já Guðmundur Ingi Kristinsson: já Guðmundur Andri Thorsson: já Halldóra Mogensen: já Helga Vala Helgadóttir: já Helgi Hrafn Gunnarsson: já Inga Sæland: já Jón Þór Ólafsson: já Jón Steindór Valdimarsson: já Logi Einarsson: já Oddný G. Harðardóttir: já Smári McCarthy: já Þorgerður K. Gunnarsdóttir: já Þórhildur Sunna Ævarsdóttir: já Þeir sem ekki greiddu atkvæði Athygli vekur að þrír ráðherrar greiddu ekki atkvæði í málinu: Ari Trausti Guðmundsson: greiðir ekki atkvæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: greiðir ekki atkvæði Hildur Sverrisdóttir: greiðir ekki atkvæði Katrín Jakobsdóttir: greiðir ekki atkvæði Ólafur Þór Gunnarsson: greiðir ekki atkvæði Kristján Þór Júlíusson: greiðir ekki atkvæði Óli Björn Kárason: greiðir ekki atkvæði Rósa Björk Brynjólfsdóttir: greiðir ekki atkvæði Albert Guðmundsson: greiðir ekki atkvæði Fjarverandi Anna Kolbrún Árnadóttir: fjarverandi Hanna Katrín Friðriksson: fjarverandi Lilja Alfreðsdóttir: fjarverandi Ólafur Ísleifsson: fjarverandi Lilja Rafney Magnúsdóttir: fjarverandi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: fjarverandi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir: fjarverandi Þorsteinn Sæmundsson: fjarvist Skiptir ekki öllu hvað löggunni finnst Miðflokkurinn stóð allur gegn málinu án þess að stíga í pontu og gera grein fyrir því hvað réði þeirri afstöðu. Framsóknarflokkurinn stendur og stóð allur gegn málinu en Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki hafði flutt frávísunartillögu. Hún var felld. Fram kom í máli Höllu Signýjar að hún væri sammála málinu; reyndar lýstu allir þeir sem tóku til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu sig sammála því efnislega. En vildu meina að tillagan væri ekki nógu vel úr garði gjörð án þess að ljóst væri hvað það væri nákvæmlega sem ekki hélt. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati gat ekki leynt vonbrigðum sínum en ljóst mátti vera, strax í gærkvöldi, hvernig atkvæði myndu falla.visir/vilhelm Helgi Hrafn Pírati sagði að það væri búið að ræða málið í þaula, það væri búið að fjalla um það frá öllum hliðum. Málið væri með belti og axlabönd, þetta væri minnsta skref sem hægt væri að stíga og það skipti ekki öllu máli hvað lögreglunni fyndist um málið, þar innan dyra væru menn sem vildu halda málaflokknum hjá sér, en þetta snéri að heilbrigðiskerfinu. „Það skiptir ekki öllu máli hvað löggunni finnst. Gerum þetta á réttum tíma Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki gerði grein fyrir atkvæði sínu. Sagði Framsóknarflokkinn styðja afglæpavæðingu, ljóst væri að refsistefna virkaði ekki sem skyldi. „En meðferð málsins afhjúpar tvískinnung Pírata. Gerum þetta vel á réttum tíma.“ Björn Leví Gunnarsson Pírati sagði hins vegar málið mjög einfalt. Það snerist um að hætta refsingum á veiku fólki. Ekki væri flókið að fá umsagnir frá öllum aðilum. Margoft í ferlinu hafi verið það lagt fyrir: „Vandamálið sem ekki er tekið á hérna er að þeir [sem vilja greiða atkvæði gegn málinu] geta einfaldlega ekki nefnt eitt efnisatriði sem er efnislega rangt í frumvarpinu,“ sagði Björn Leví sem taldi ekki boðlegt að vísa til meints óljóss skorts á samráði, sem þó er til staðar. Píratar áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum. Málið í takti við stjórnarsáttmála Þeir sem mæltu fyrir málinu hafa bent á að það sé algerlega í takti við það sem segir í stjórnarsáttmálanum en í gær greindi Vísir frá því að allra augu hlytu, í ljósi þess, að vera á stjórnarliðum. „Snúa þarf af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Tryggja þarf fíklum viðunandi meðferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og heilbrigðiskerfis,“ segir í stjórnarsáttmála. Í stefnuskrá VG segir: „Tryggja þarf fíklum viðunandi meðferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og heilbrigðiskerfis. Snúa þarf af braut harðari refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins: Líta þarf á fíkn sem heilbrigðisvanda en ekki löggæsluvanda. Tryggja þarf endurhæfingu fíknisjúklinga og auðvelda þeim endurkomu í samfélagið. Flutningsmaðurinn sem gekk úr skaptinu Í umræðunni hafði verið bent á að ekki væri neinn ágreiningur um málið. Hins vegar hefði ekkert bólað á neinni vinnu í þessa átt af hálfu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þannig væri eiginlega ekki hægt að skilja afstöðu stjórnaliða öðru vísi en að þetta hentaði ekki leikjafræðinni og að stjórnarliðar þyrðu einfaldlega ekki að samþykkja málið. Það að Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, sem var einn flutningsmanna málsins, skyldi ekki greiða því atkvæði segir sitthvað um þá línu sem út hafði verið gefin.visir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði það rétt, markmiðið væri gott en hún vildi ekki meina að frumvarpið sjálft væri fullþroskað. Hún sagði núverandi kerfi hafa gengið sér til húðar og rétt að nálgast þetta sem heilbrigðismál en ekki refsimál. „Ég mun halda áfram að vinna að þessu máli og ég þori þessu,“ sagði Áslaug Arna en hún skilaði auðu. Það gerði einnig Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri grænum sem hefur vakið athygli því hann er meðal flutningsmanna. Sem kann að segja sína sögu um hina ráðandi flokkspólitísku leikjafræði. Gefin hafði verið út flokkslína og tryggt að niðurstaðan væri í samræmi við hana. Hvers vegna er svo fyrir leikjafræðinga að ráða í. Dauðsföll sjaldan fleiri en nú Nema hvað sem líður leikjafræði Alþingis er ljóst að vonbrigðin ná út fyrir veggi Alþingishússins. Í morgun birti Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði pistil þar sem hún harmar niðurstöðuna. Hún segir að í dag eigi hún að mæta til vinnu sem hjúkrunarfræðingur sem sinnir jaðarsettum einstaklingum sem nota vímuefni í æð. „Ég þarf að tilkynna þeim að frumvarp til laga um afglæpavæðingu hafi verið fellt. Þessir einstaklingar hafa undanfarin 40 ár verið gerð glæpamenn af samfélaginu okkar. Glæpamenn fyrir það að hafa lent í alvarlegum áföllum og ánetjast vímuefnum í kjölfarið til þess að lifa af,“ segir Elísabet í pistli sínum. Og hún heldur áfram: „Þegar það gerist lokar samfélagið öllum dyrum fyrir þeim, hleypir þeim hvergi að, gerir þau heimilislaus, handtekur þau og fangelsar. Þau þurfa að fjármagna neyslu sína á ólöglegan hátt sem veldur skaða fyrir þau og samfélag. Engin mannúð og þessi bann- og refsistefna hefur ekki sýnt neinn árangur, þvert á móti hafa dauðsföll vegna ofskammtana sjaldan verið hærri en nú,“ segir Elísabet meðal annars.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fréttaskýringar Fíkn Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira