Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Farið verður ýtarlega yfir ákvörðun Icelandair um að segja upp öllum flugfreyjum félagsins og taka upp viðræður við aðra en Flugfreyjufélag Íslands. Þá verður farið yfir óveðrið á norðanverðu landinu. 

Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum

Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun.

Konunglegt brúðkaup fór fram í kyrrþey

Beatrice prinsessa hefur gengið að eiga ítalskan unnusta sinn Edoardo Mapelli Mozzi. Ólíkt öðrum konunglegum brúðkaupum Bretlands voru hátíðarhöld hófleg og var dagsetning brúðkaupsins ekki tilkynnt.

Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi.

Auknar valdheimildir gegn veirunni

Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum.

Einn með virkt smit við landamærin

Einn greindist með virkt kórónuveirusmit við landamæraskimun síðasta sólarhringinn. Virk smit erlendis frá eru nú orðin fimmtán frá því að skimun hófst 15. júní.

Segja vísindarök skorta og tómt rugl að moka ofan í skurðina

Verulegar efasemdir eru í röðum bænda um gagnsemi þess að endurheimta votlendi og vísindarök sögð skorta. Bændurnir á Syðri-Fljótum í Meðallandi segja að framræsla lands með skurðgreftri geri sveitina byggilega og það að moka oní skurðina sé tómt rugl.

Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands

Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum.

Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili

Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar förum við á Keflavíkurflugvöll þar sem hins vegar er farið að lifna aðeins yfir starfseminni en tvö þúsund og fimm hundruð manns komu þar í gegn til landsins í dag með sautján flugfélögum.

Fresta lokun fangelsisins á Akureyri

Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september.

Veðurviðvörun fyrir Vestfirði orðin appelsínugul

Varað er við mikilli rigningu og hættu á skriðuföllum í appelsínugulri viðvörun sem Veðurstofan hefur gefið út fyrir Vestfirði og gildir langt fram á annað kvöld. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út vegna hvassviðris fyrir landið vestan- og norðanvert.

Áður óséðir „bálkestir“ á nýjum nærmyndum af sólinni

Fjöldi áður óséðra smárra sólblossa sem vísindamenn kalla „bálkesti“ kom í ljós á fyrstu nærmyndum geimfarsins Solar Orbiter af yfirborði sólarinnar sem voru birtar í dag. Bálkestirnir eru taldir geta haft áhrif á hitastig kórónu sólarinnar.

Borgar­línan ekki eins dýr og margir haldi fram

Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður.

Sjá næstu 50 fréttir