Fleiri fréttir

Koma á útgöngubanni í Frakklandi

Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar.

Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir telur að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins verði stærri en sú fyrsta en aldrei hafa fleiri verið í einangrun en nú. Hann ætlar að skila nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra á morgun.

Aflétta rýmingu fyrir Gilsá 1 og 2

Áhætta á svæðinu við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hefur minnkað og hefur verið tekin ákvörðun um að aflétta rýmingu sem var í gildi fyrir bæina Gilsá 1 og Gilsá 2.

Búa sig undir langhlaup í skólunum

Skólastjórnendur búa sig undir að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti á skólastarf allt skólaárið. Ástandið hefur reynt bæði á börnin og starfsfólkið.

Nafn mannsins sem lést í hús­bíla­bruna í Grafningi

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur með rannsókn sinni staðfest að líkamsleifar manns sem lést í bruna í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi séu af Einari Jónssyni sem fæddur var þann 21. ágúst 1982.

Vilja varðskipið Ægi undir snjóflóðasafn á Flateyri

Starfshópur um uppbyggingu snjóflóðasafns á Flateyri vill fá varpskipið Ægi undir safnið og nýta það einnig undir gisti-og veitingaþjónustu. Forsvarsmaður hópsins furðar sig á því að ekkert snjóflóðasafn sé starfrækt hér á landi þrátt fyrir að snjóflóð séu mannskæðustu náttúruhamfarir Íslandssögunni.

Fallið frá hug­myndum um mis­læg gatna­mót

Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér.

Tákn af þaki Arnarhvols

Ellefu styttur í mannsmynd á þaki Arnarhvols voru teknar niður í morgun. Eins og hálfs árs sýningu á listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur er lokið.

Grískir nýnasistar dæmdir í fangelsi

Nikos Michaloliakos, leiðtogi og stofnandi Gullinnar dögunar, grísks öfgaflokks sem var nýverið skilgreindur sem glæpasamtök, hefur verið dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar. Auk hans voru aðrir leiðtogar Gullinnar dögunar einnig dæmdir í fangelsi.

Maðurinn kominn í leitirnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum sem sést á meðfylgjandi mynd vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.

Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar á mettíma

Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft.

Þjófnaðir og akstur undir áhrifum

Lögregluvaktin á höfuðborgarsvæðinu var heldur róleg í gærkvöldi og nótt, þó voru höfð afskipti af nokkrum ökumönnum undir áhrifum og þjófum sem staðnir voru að búðarhnupli.

Hert á takmörkunum víða um Evrópu

Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 

Rússar segja ásakanir Norðmanna „alvarlega ögrun“

Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu.

Þjófar á Granda reyndust stúlkur undir sakhæfisaldri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslun úti á Granda á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar úr verslun. Þjófarnir reyndust vera „stúlkubörn undir sakhæfisaldri“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

„Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“

Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu.

Sjá næstu 50 fréttir