Fleiri fréttir

Þjófar réðust á starfsmann lyfjaverslunar

Tveir menn réðust á starfsmann lyfjaverslunar í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi en hann veitti þeim eftirför eftir að þeir létu greipar sópa í versluninni.

Banda­ríkja­menn fengu hjálp frá Dönum við njósnir

Banda­ríska þjóðar­öryggis­stofnunin NSA stundaði njósnir á helstu ráða­mönnum í grann­ríkjum Dan­merkur í sam­starfi við dönsku leyni­þjónustuna. Þetta kemur fram í skýrslu sem nor­rænu ríkismiðlarnir greindu frá í sam­starfi við þýska og franska fjöl­miðla.

Þetta borskip er á leið til Íslands í dýran leiðangur

Borskipið Joides Resolution er væntanlegt til Reykjavíkur um næstu helgi til að sinna rannsóknarborunum á Reykjaneshrygg. Háskóli Íslands kemur að alþjóðlegum vísindaleiðangri skipsins, sem áætlað er að standi í sextíu daga.

Segir gróður­elda­vána komna til að vera

Slökkviliðsmenn hafa nú þurft að glíma við á áttunda tug gróðurelda hér á landi frá 9. apríl. Forstöðumaður brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir gróðurelda vaxandi vá hér á landi og að efla þurfi viðbúnað og fræðslu.

Helsingjavarp í Ölfusi vekur athygli

Öllum á óvörum hafa fundist sautján pör af helsingjum á eyju við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi en fuglinn hefur aldrei verpt á þeim stað áður. Fræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir þessum nýja varpstað.

Drukknun við Svuntufoss í Patreksfirði

Karlmaður drukknaði í dag við Svuntu­foss í Ósá fyrir botni Pat­reks­fjarðar. Maðurinn var á miðjum aldri en hann hafði ætlað sér að fara út í hyl undir fossinum.

Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnar­sam­starf í Ísrael

Stjórnar­tíð Benja­míns Netanja­hús, for­sætis­ráð­herra Ísraels, virðist á enda komin en er­lendir miðlar greina nú frá því að leið­togi hægri þjóð­ernis­flokksins hafi gengið að til­lögum miðju­flokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkis­stjórnar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 fjöllum við meðal annars um sveitarstjórnarmál og að meirihluti þingnefndar hafi ákveðið að falla frá kröfu um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum.

„Ein­stakt, for­­dæma­­laust og graf­al­var­­legt“

Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 

Hvalaskoðun er að fara aftur af stað á Húsavík

Hvalaskoðunarferðir með ferðamenn eru nú hafnar á ný á Húsavík eftir rólegheit vegna heimsfaraldursins. Mikið af hval er alltaf á Skjálfandaflóa enda svæðið talið eitt það besta í Evrópu til hvalaskoðunar.

Ærsla­belgur, vöfflur og flóa­markaður í Laugarási í sumar

Sumarvertíðin byrjaði með gestasprengju hjá Dýragarðinum í Slakka í Biskupstungum þegar garðurinn opnaði dyr sínar að nýju á dögunum. Meira en þúsund manns sóttu garðinn heim og svo mikil var aðsóknin að búa þurfti til fleiri bílastæði til þess að sinna gestaflóðinu.

Leita vopnaðs her­manns sem skaut að lög­reglu

Skipulögð leit stendur nú yfir í suðvestur Frakklandi að fyrrverandi hermanni sem er þungvopnaður og á flótta. Maðurinn skaut að lögreglu á færi áður en að hann flúði. Íbúar eru hvattir til að halda sig innandyra.

„Á­hyggjur okkar hafa ekki minnkað síðustu daga“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir áhyggjuefni hversu margir greindust í gær og að enn séu smit að greinast utan sóttkvíar. Enn sé efniviður í hópsmit meðal ungs fólks sem ekki hefur verið bólusett, en vikan muni leiða í ljós hvort samkomur helgarinnar dragi dilk á eftir sér.

Gæti séð fyrir endann á stjórnar­tíð Netanja­hús

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið.

Gauti mun ekki þiggja þriðja sætið

Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings, mun ekki þiggja þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Sam­herji biðst af­sökunar

„Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við sigurvegara prófkjörs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi, þau Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Njáli Trausta Friðbertssyni.

Hótar refsi­að­gerðum náist pólitískur stöðug­leiki ekki

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hótaði stjórnvöldum í Malí að hann myndi kalla hersveitir Frakka í landinu heim. Skilyrði þess að franskar hersveitir haldi áfram til í landinu sé að pólitískur stöðugleiki náist og að unnið sé gegn því að öfgaíslamistar nái meiri tökum.

Sex greindust með veiruna og fimm í sótt­kví

Sex greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Fimm af þeim voru í sóttkví. Verið er að rekja smitin. Einn greindist smitaður við landamærin samkvæmt bráðabirgðatölum frá Almannavörnum. 

Fundu nýtt af­brigði veirunnar í Víet­nam

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar greindist í Víetnam sem er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta staðfesti heilbrigðisráðherra landsins á laugardag eftir að nokkrir nýsmitaðir reyndust vera með afbrigðið.

Sprengi­sandur: Kjör líf­eyris­þega, kjara­mál hjá Play og um­svif Sam­herja

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og starfsmann Eflingar, til að ræða nýja úttekt hans og Stefáns Andra Stefánssonar á kjörum lífeyrisþega.

B.J. Thomas er dáinn

Margverðlaunaði tónlistarmaðurinn B.J. Thomas er dáinn, 78 ára að aldri. Thomas lést eftir að hafa glímt við alvarlegt lungnakrabbamein í nokkra mánuði.

Kalla eftir því að Bol­sonaro verði á­kærður fyrir em­bættis­glöp

Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp.

Rigning og kuldi á Suð­vestur­horninu í dag

Suðlægar áttir leika um landið í dag og næstu daga. Þeim fylgir talsverð væta sunnan- og vestanlands. Fremur kalt er í veðri en á norðausturhluta landsins verður áfram þurrt að mestu með sólarköflum og hlýindum.

Guð­rún hafði betur í Suður­kjör­dæmi

Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114.

Skjala­fals, bíl­þjófnaður og hús­brot

Bifreið var stolið fyrir utan verslun í Hlíðunum í gær þegar ökumaðurinn skildi bílinn eftir í gangi fyrir utan verslunina. Bifreiðin fannst tveimur tímum síðar og var þjófurinn þá sofandi undir stýri. Hann var í mjög annarlegu ástandi sökum áfengis og fíkniefna og var vistaður í fangaklefa lögreglu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Njáll Trausti sigrar í Norð­austur­kjör­dæmi

Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannes­syni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í bar­áttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi.

Mótmælendur ruddust inn með spurningar til ráð­herrans

Gestum í kosninga­­kaffi Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­­mála­ráð­herra brá mörgum hverjum nokkuð í brún þegar hópur mótmælenda stormaði inn á við­burðinn og flykktist að ráð­herranum með síma á lofti. Þar var hún spurð spjörunum úr um um­­­deilt frum­­varp sitt um breytingar á út­­lendinga­lögum.

Guð­rún leiðir þegar tæpur helmingur er talinn

Guð­rún Haf­steins­dóttir er efst í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi þegar tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. Sitjandi þing­maður flokksins, Vil­hjálmur Árna­son, er í öðru sæti miðað við nýjustu tölur.

Guð­­mundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti

Guð­mundur Felix Grétars­son hreyfði í dag upp­hand­leggs­vöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Tauga­endar í hand­leggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu.

Trukkur valt á Hafnarfjarðarvegi

Stór bíll valt á hlið á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogsbraut fyrir skemmstu. Tveir voru í bílnum og er hvorugur alvarlega slasaður.

Getur ekki tekið á móti fleiri gömlum bílum á Ystafelli

Eigandi Samgönguminjasafnsins á Ystafelli í Köldukinn skammt frá Húsavík hefur ekki undan að neita fólki um gamla bíla, sem það vill gefa safninu. Á safninu í dag eru um eitt hundrað bílar, meðal annars forsetabíllinn, sem var notaður í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Há­­marks­­hraði raf­­hlaupa­hjóla gæti lækkað á vissum svæðum

Höfundum skýrslunnar Rafs­kútur og um­ferðar­öryggi sem gerð var fyrir Vega­gerðina og Reykja­víkur­borg telja æski­legt að há­marks­hraði raf­hlaupa­hjóla verði lækkaður á á­kveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa um­ferð hlaupa­hjólanna á götum þar sem há­marks­hraðinn er 30 kíló­metrar á klukku­stund.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarna sem hefur áhyggjur af stöðunni. Enn er fólk að greinast með kórónuveiruna utan sóttkvíar og segir hann atburðarás síðustu daga kunnuglega.

Sjá næstu 50 fréttir