Fleiri fréttir

Vitað um að minnsta kosti 30 falsanir á verkum Muggs

Ólafur Ingi Jónsson, forvörður á Listasafni Íslands, segir að fölsuð verk eftir listamanninn Mugg séu víða uppi á veggjum; bæði á heimilum og söfnum. Hann telur hin fölsuðu verk telja einhverja tugi.

Kóalabirnir í útrýmingarhættu

Kóalabirnir í Ástralíu eru nú komnir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu á austurströnd landsins en gríðarleg fækkun hefur orðið í stofninum síðustu árin.

Léttir til eftir há­degi með vaxandi norðan­átt

Dagurinn byrjar með hægri breytilegri átt og stöku éljum vestanlands. Það léttir til eftir hádegi með vaxandi norðaustanátt, fimm til tíu metrar á sekúndu í kvöld en tíu til fimmtán metrar syðst og um norðanvert landið.

Tók leynileg gögn með sér til Flórída

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda.

Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar

Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi.

Leiklist nýtt til efla börnin

Leiklist leikur stórt hlutverk í leikskólanum Laufskála þar sem börnin stíga reglulega á svið. Um sérstakt verkefni er að ræða sem vakið hefur athygli.

Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag

Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði.

Konan al­var­lega slösuð eftir skamm­byssu­skot í kviðinn

Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um umfangsmiklar aðgerðir við Þingvallavatn þar sem unnið hefur verið að því að ná öllum fjórum farþegum flugvélarinnar sem fórst í síðustu viku upp úr vatninu. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður okkar hefur fylgst með aðgerðum í dag og ræðir við viðbragðsaðila í beinni útsendingu.

Hóta að loka hjúkrunar­heimilinu vegna ó­full­nægjandi bruna­varna

Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri verður lokað af slökkviliðinu í bænum verði ekki ráðist í endurbætur á brunavörnum hússins fyrir 25. febrúar næstkomandi. Bæjarstjórinn segir að undirbúningur að úrbótum sé þegar hafinn og að ekki sé reiknað með að slökkviliðið munu neyðast til að loka hjúkrunarheimilinu.

Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags

Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 

Annar mannanna í gæslu­varð­hald en hinum sleppt

Dómari í Álaborg hefur úrskurðað 36 ára karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhalds vegna hvarfs hinnar 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Lögregla handtók tvo karlmenn, báða 36 ára, vegna málsins í gær og hefur hinn nú verið látinn laus. Saksóknarar hafa hins vegar áfrýjað þeirri ákvörðun dómsins.

Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar

Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa.

Fengu Ný­sköpunar­verð­laun for­seta fyrir gagna­sjá fyrir gjör­gæslu­deild

Verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“, sem unnið var af þeim Margréti Völu Þórisdóttur og Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur, báðar með BS í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerði Jónsdóttur, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hreppti Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands sem afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 

Skorað á dóms­mála­ráð­herra að segja af sér

Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn.

Heilsu­gæslan keypt hrað­próf fyrir 380 milljónir

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori.

Hættir í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu sökum álags

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir sér sig knúna til að segja sig frá stjórnarstörfum hjá Samtökum um líkamsvirðingu. Hún segir ákvörðunina afar erfiða en þurfi að hlusta á þau merki sem líkaminn gefi henni um örmögnun og kulun, og hlýða þeim.

Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag

Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um aðgerðirnar á Þingvallavatni þar sem björgunaraðilar freista þess í dag að ná þeim sem létust í flugslysinu á dögunum af botni vatnsins.

Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu

Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 

Þórólfur og Willum sammála um að fella ekki niður einangrun

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur ekki til að einangrun verði afnumin í nýju minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra segir að halda eigi í einangrun.

Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa

Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur.

Sjá næstu 50 fréttir