Fleiri fréttir

Ó­­­lína telur smáa­­­ letrið lýsa hrapps­hætti

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur sem búsett er í Reykjavík lenti í leka vegna asahláku og skýfalls. Af því að vatnið kemur að utan segir hún tryggingafélagið Vörð stikkfrí. Hún telur sig og aðra fórnarlambs hins svokallaða smáaleturs.

Hamarshöllin í Hveragerði fokin

Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði.

Vaktin: Inn­rás Rúss­lands í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum.

Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“

Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 

Hafa setið föst á Hellisheiði í rúma sex tíma: „Við sitjum bara hérna og bíðum“

Hjón frá Selfossi eru meðal þeirra sem hafa setið föst í bílaröð á Hellisheiði frá því síðdegis. Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílunum en röðin hefur ekki haggast frá því að veginum var lokað. Hjónin segja fólk þó lítið kippa sér upp við stöðuna og eru þau sjálf í góðu atlæti í bílnum sínum. 

Víða truflanir á rafmagni vegna veðurs

Veðrið sem nú gengur yfir landið hefur haft áhrif á rafmagn víða en að því er kemur fram á heimasíðu Landsnets var rafmagnslaust á Vestfjörðum, Hrútafirði, Ólafsvík, Snæfellsnesi og í Borgarfjarðarsveit á tímabili. Rafmagn er nú komið aftur á alls staðar nema í Ólafsvík.

Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins.

Lægðin í beinni

Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu.

Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum

Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 

Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“

Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 

Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun

Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum.

Pútín viður­­kennir sjálf­­stæði Luhansk og Do­­netsk

Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð.

Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt

Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur.

Leit að Sigurði ekki enn borið árangur

Leit stendur enn yfir að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag. Leit fór fram við Kársnesið í dag en sú leit bar ekki árangur. 

Braut gegn dóttur sinni og tveimur systur­dætrum

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni og tveimur systurdætrum sínum. Honum er gert að greiða stúlkunum samanlagt fimm og hálfa milljóna króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna ofsaveðurs sem gengur yfir allt landið í kvöld. Rauðar stormviðvaranir taka gildi innan skamms en almannavarnir hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í gríðarlegum leysingum. Víðir Reynisson ræðir við okkur í beinni útsendingu í kvöld.

Óbólu­settir gætu á­fram sætt tak­mörkunum við landa­mærin

Lang­tíma­fyrir­komulag sótt­varna á landa­mærum verður til um­ræðu á ríkis­stjórnar­fundi á morgun. Þar má vænta mikilla til­slakana og jafn­vel al­gerra af­léttinga fyrir bólu­setta. Nokkrar út­færslur eru til skoðunar en sam­kvæmt heimildum frétta­stofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólu­setta sem koma inn í landið.

Öllu flugi í fyrra­málið frestað eða af­lýst

Öllu flugi ís­lensku flug­fé­laganna til og frá Kefla­víkur­flug­velli í nótt og í fyrra­málið hefur verið frestað eða af­lýst vegna ó­veðursins. Allar flug­ferðir Icelandair frá Banda­ríkjunum til landsins í kvöld hefur einnig verið frestað um sólar­hring.

Bílarnir ráði við salt­kassana og undan­þága veitt fyrir nagla­dekk

Skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir alla þá atvinnubíla sem voru boðnir út árið 2020 hafa burðargetu upp á 1180 kíló og valdi því saltkössum upp á eitt onn. Saltgeymslur séu vissulega í gömlum bröggum en hafi fengið nauðsynlegt viðhald er á þurfi að halda. Þá hafi undanfararbílar fengið undanþágu og megi vera á nagladekkjum.

Fyrsta and­lát vegna Co­vid á Sjúkra­húsinu á Akur­eyri

Karlmaður á tíræðisaldri, sem var smitaður af Covid, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina. Hann lá inni vegna annarra veikinda en Covid en samkvæmt framkvæmdastjóra lækninga sjúkrahússins er talið næsta víst að Covid-sýkingin hafi verið helsta dánarorsökin.

„Ég er hrædd um að þessi vika verði svo­lítið skrýtin“

Leikskólastjóra í Stykkishólmi leist ekki á blikuna í gær þegar tilkynningar um fjarveru starfsmanna byrjuðu að hrannast inn hver af annarri. Alls vantaði 16 af 26 starfsmönnum í morgun en flestir eru ýmist í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu PCR-sýnatöku. 

Hafa mestar á­hyggjur af vatns­tjóni í borginni

Al­manna­varnir biðla til fólks, sér­stak­lega þeirra sem búa á suð­vestur­horninu, að huga vel að niður­föllum við hús sín og í næsta ná­grenni fyrir kvöldið. Rauð við­vörun hefur verið gefin út vegna ó­veðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úr­komu.

Veður­vaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu.

Létta á reglum um ein­angrun og smit­gát fyrir starfs­menn

Land­spítalinn hefur nú tekið fyrsta skref í átt að því að reyna að leysa mönnunar­vanda vegna fjölda smitaðra starfs­manna. Fram­vegis mega þrí­bólu­settir og ein­kenna­lausir starfs­menn spítalans mæta til vinnu beint eftir fimm daga ein­angrun.

Laus hross vegna yfirfullra skurða

Skurðir á Suðurlandi eru víða að fyllast eða þegar orðnir fullir af snjó. Af þeim sökum eru girðingar víða á bólakafi. Vegna þessa eiga hross greiða leið út á vegi.

Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september.

Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni

Talsmaður Rússlandsforseta segir  tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu.  

UWAGA SZTORM! Czerwony alert pogodowy

Sztorm, który uderzył w Islandię może spowodować wiele szkód i mieszkańcy są proszeni o zachowanie szczególnej ostrożności i pozostanie w domach. W czasie obowiązywania czerwonego alertu nikt nie powinien podróżować.

Sjá næstu 50 fréttir