Fleiri fréttir

„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 

Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu

Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki.

Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti

Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum höldum við áfram umfjöllun um innrás Rússa í Úkraínu. Við fjöllum um helstu vendingar síðustu klukkutímana.

Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð

Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu.

Hver er Vólódímír Selenskí?

Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta.

Runólfur tekinn til starfa sem forstjóri Landspítala

Runólfur Pálsson hefur hafið störf sem forstjóri Landspítala. Í ávarpi sínu á vef Landspítala segist Runólfur taka við starfinu af stolti og auðmýkt. Hann segir árangur spítalans á ýmsum sviðum hafa vakið eftirtekt og að sá árangur sé starfsfólki spítalans að þakka en lýsir þó yfir áhyggjum eftir kórónuveirufaraldurinn.

UNICEF: Haldið börnum úr skotlínu stríðasátaka

„Ástandið hjá börnum sem föst eru í skotlínu átakanna í Úkraínu versnar með hverri mínútunni,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu í dag.

„Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Ís­lendinga“

Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“

Toyota með flestar nýskráningar í febrúar

Toyota seldi flesta bíla í febrúar, með 124 eintök nýskráð. Nissan var í öðru sæti með 91 eintak nýskráð. Alls voru 1293 ökutæki nýskráð í febrúar, það er aukning um 34 prósent frá því í febrúar í fyrra. Tölurnar eru byggðar á tölfræðivef Samgöngustofu.

Far­sóttar­húsunum lokað og Gylfi Þór leitar nýrra verk­efna

Farsóttarhúsum Rauða krossins, sem hýst hafa Covid-smitaða einstaklinga sem ekki hafa getað einangrað sig annars staðar, verður lokað í lok marsmánaðar. Fráfarandi forstöðumaður segist því þurfa að fara að finna sér eitthvað annað að gera.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Friðarviðræður Úkraínu og Rússlands sem hófust í morgun skiluðu ekki afgerandi niðurstöðu. Sendinefndir landanna undirbúa nú annan fund á næstu dögum. Stjórnvöld í Úkraínu fullyrða að tugir hafi fallið í eldflaugaárás Rússa á næststærstu borg landsins í dag.

Eltihrellir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi

27 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu, rán, líkamsárás, eignaspjöll, ítrekaðan akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot.

Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu

Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 

Sak­sóknari segir við­kvæma blaða­menn eiga heima í blóma­skreytingum

Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar.

Bjartsýn á að Covid-stormurinn gangi yfir á næstu vikum

Farsóttanefnd Landspítala segir enn mikið álag á spítalanum vegna Covid en 53 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist smitaður hér á landi og frá því að fyrsti Covid sjúklingurinn var lagður inn. Veikindin eru nú vægari og telur spítalinn líklegt að Covid stormurinn gangi yfir á næstu vikum.

1.099 greindust smitaðir í gær

Alls greindust tæplega ellefu hundruð manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær að því er kemur fram á covid.is en 1.023 greindust við hraðpróf og 76 við PCR-próf. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsta Covid smitið greindist hér á landi. 

Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt.

Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár

Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku.

Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín

Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich.

Kolejny sztorm sparaliżował Islandię

Minionej nocy ekipy ratowników były wielokrotnie wzywane na pomoc przez kierowców, którzy utknęli w autach na drogach Hellisheiði i Þrengsla.

Á flótta úr borginni þegar her­maður skaut flug­skeyti í veg fyrir bílinn

Íslenskur maður búsettur í Kænugarði segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund að komast loks yfir landamærin til Ungverjalands í gærkvöldi eftir sextíu klukkustunda ferðalag. Fjölskyldan þurfti ítrekað að skipta alveg um stefnu á leið sinni, í eitt skiptið eftir að flugskeyti var skotið í veg fyrir bíl þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir