Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Sjö óbreyttir borgarar féllu í árás á stjórnarbyggingu í Mykolaiv í dag og fjöldi manns særðist.

54 kílóa þorskur til sýnis á Hellissandi

Sjóminjasafnið á Hellissandi er með uppstoppaðan þorsk til sýnis sem vó 54 kíló og mældist 164 sentímetrar á lengd. Þorskurinn þeirra Snæfellinga, sem veiddist í utanverðum Breiðafirði árið 1990, virðist því toppa þorskinn sem skipverjarnir á Bergey VE veiddu við Vestmannaeyjar um helgina, að minnsta kosti í þyngd en kannski ekki í lengd.

Segir skoðun Steinunnar Ó­línu um flótta­fólk byggða á for­réttindum

Jasmina Vajzovic Crnac, yfirmaður alþjóðateymis velferðasviðs Reykjavíkurborgar, segir yfirlýsingar Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu um dvöl úkraínskra flóttamanna á Bifröst byggðar á forréttindablindu. Jasmina kom sjálf til Íslands sem flóttamaður þegar hún var barn og segir flóttamenn ekki hugsa um að komast á kaffihús þegar þeir flýja stríð.

Hnýtur um viðbrögð borgarstjóra og segir framtíð íþrótta bjarta

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að til þess að lausn fáist í umræðunni um nýjan þjóðarleikvang þurfi að ljúka samtali sem hófst árið 2018 um að samkomulag þyrfti að nást milli ríkis og borgar um fjárhagslegt framlag. Engar fjárhagslegar skuldbindingar varðandi þjóðarleikvang er að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023-2027.

For­seti bæjar­stjórnar segir sig úr Fram­sóknar­flokknum

Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavíkurbæ, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum eftir að honum var tilkynnt að hann myndi ekki leiða lista flokksins í komandi sveitastjórnarkosningum. „Mér er sagt að það sé svokallað „bakland“ flokksins sem vildi fá nýjan oddvita,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi.

Þurfa meira fjármagn til að gera meira en bara að slökkva elda

Veðurstofan þarf að bæta upp tæplega 130 milljóna króna halla á næstu tveimur árum en starfsmenn telja niðurskurðaraðgerðir koma verulega niður á getu stofnunarinnar til að sinna brýnum verkefnum. Sérfræðingur á Veðurstofunni telur ljóst að auka þurfi fjármagn til stofnunarinnar í stað þess að skera niður.

„Þetta er ömur­legt á­stand og þjóðinni ekki bjóðandi“

Hver á fætur öðrum fóru stjórnarandstöðuþingmenn í pontu nú síðdegis og fordæmdu afdráttarlaust orð Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra þess efnis að stjórnarandstaðan væri með þingið í gíslingu. Nýr þingmaður, Hilda Jana, sló þingheim út af laginu þegar hún lýsti ástandinu á þinginu sem óbærilegu.

Ný Tón­listar­mið­stöð líti dagsins ljós á næsta ári

Áætlað er að ný Tónlistarmiðstöð taki til starfa í upphafi næsta árs. Henni er ætlað að sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistarlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á erlendri grundu og vera nótnaveita fyrir íslensk tónverk.

Ekkert fundar­boð vegna „mikil­mennsku­æðis“ stjórnar­flokkanna

Í morgun var fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt en það fórst fyrir að bjóða tveimur áheyrnarfulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd á kynninguna. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins að hann hefði fylgst með tölvupóstinum sínum til miðnættis í von um fundarboð en það barst aldrei.

Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu

Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið.

Gylfi leiðir Í-listann og Arna Lára er bæjar­stjóra­efni

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, mun leiða lista Í-listans á Ísafirði vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí. Arna Lára Jónsdóttir, sem skipar fimmta sæti listans, er hins vegar bæjarstjóraefni listans.

Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár

Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar.

Borgar­stjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga.

Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt

Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fjármálaáætlun var kynnt í morgun og verður hún til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar.

UN Women styður jaðarsettustu hópa Úkraínu

Úkraínsku félagasamtökin Club Eney eru meðal þeirra sem hlotið hafa fjárstuðning frá Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna um afnám ofbeldis gegn konum (UN Trust Fund to End Violence against Women).

„Sigríður, þetta er dálítið ljótt“

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda.

Hús­eig­andi á Sigló fær ekki sorp­hirðu­reikninginn felldan niður

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru manns sem leitaði til nefndarinnar vegna ákvörðunar sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að hafna beiðni hans um sleppa við að greiða reikning vegna sorphirðu. Maðurinn sagðist ekki þurfa á þjónustunni að halda þar sem hús hans á Siglufirði stæði autt.

Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum

Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO.

Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu

Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu.

Leiðtogar NATO-ríkja ekki á sömu bylgjulengd

Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru ekki á sama máli um hvernig best sé að nálgast mögulegar viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um vopnahlé á milli Rússa og Úkraínu. Frakkar og Þjóðverjar telja að hægt sé að semja við Pútín. Bretar og Pólverjar segja hins vegar að ekki sé hægt að treysta Pútín.

Gerður Berndsen er látin

Gerður Berndsen er látin, 74 ára að aldri. Gerður var þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur, sem var myrt við Engihjalla í Kópavogi vorið 2000. Gerður lést í fyrradag.

Tekur ummælin um Pútín ekki til baka

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að taka ummæli hans um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti geti ekki verið áfram við völd, til baka. Biden segir þó að orð hans feli ekki í sér stefnubreytingu af hálfu bandarískra yfirvalda.

Heimilisofbeldi stigmagnast oftast ef ekki er gripið inn í

Ríflega helmingur allra gerenda í manndrápsmálum síðustu ár tengdust fórnarlambinu fjölskylduböndum. Ríkislögreglustjóri segir það allra verstu birtingarmyndir heimilisofbeldis og því gríðarlega mikilvægt að gripið sé með festu inn í slíkar aðstæður.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna munu hefja friðarviðræður á ný í vikunni en talið er að þrír úr nefnd Úkraínu hafi verið fórnarlömb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Rússar segjast ætla að meina fólki frá óvinveittum ríkjum aðgang inn í Rússland. Ísland gæti verið eitt þeirra ríkja.

Sjá næstu 50 fréttir