Fleiri fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ólgan innan Eflingar, nýtt bólusetningarátak og möguleg aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu eru meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange

Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra.

Hefur kært styttu­stuldinn til lög­reglu

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu.

Óttast mikla fjölgun sárafátækra á árinu

Á þessu ári er líklegt að sárafátækum í heiminum fjölgi um 263 milljónir, einkum vegna hækkunar á verði matvæla eftir innrás Rússa í Úkraínu, en einnig vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar og aukins ójafnaðar í heimum.

Inn­ganga Finna geti breytt öryggis­s­trúktúrnum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið.

„Við erum komin inn í gos­tíma­bil“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talsverðar líkur séu á öðru gosi á Reykjanesskaga „á næstunni“. „Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða eftir tíu ár.“

Bein út­sending: Al­þjóða­sam­vinna á kross­götum – Hvert stefnir Ís­land?

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norræna húsið og utanríkisráðuneytið í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa í fimmta sinn fyrir ráðstefnu um alþjóðamál í Norræna húsinu. Ráðstefnan stendur frá 9 til 16 og verður hægt að fylgjast með henni í spilara að neðan. 

83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið

83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð.

Vaknaði við sprengingar í bílskúr

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til í nótt vegna elds sem kom upp í bílskúr í Stóragerði í Reykjavík í nótt.

Lægð veldur suð­austan strekkingi með rigningu

Lægð suðvestur af landinu veldur suðaustan strekkingi með rigningu sunnan- og vestanlands í dag. Þó má reikna með að fari að lægja seinnipartinn. Norðaustanlands verður hins vegar hægari og þurrt í dag.

41 milljón króna úri rænt af úlnlið Charles Leclerc

Formúlu 1 ökumaðurinn Charles Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari liðið og leiðir heimsmeistaramótið eftir þrjár fyrstu keppnirnar varð fyrir því að Richard Mille úri var stolið af úlnlið hans. Úrið kostar 320.000 dollara eða um 41,5 milljón króna. Meira en margir Ferrari bílar.

„Við eigum bara daga eða klukku­tíma eftir“

„Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi.

„Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“

Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. 

Ís­lensk stjórn­völd meti sjálf varnar­þörf landsins

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 

Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 

Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu

Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 

Vantrauststillaga mögulega til umræðu á félagsfundi Eflingar

Félagsmenn Eflingar hafa safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem þess er krafist að kallað verði til félagsfundar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að greiða atkvæði um vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, á fundinum.

Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum

Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest.

Ekki lengur grímuskylda í flugi til Bandaríkjanna

Grímuskylda verður valkvæð í flugferðum á vegum Icelandair og Play til Bandaríkjanna. Play og Icelandair slökuðu á sínum reglum varðandi grímuskyldu í ákveðnum ferðum í Evrópu í síðasta mánuði en hafa nú stigið skrefinu lengra í samræmi við úrskurð alríkisdómara í Bandaríkjunum. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform en skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans.

Vaktin: Hafa sent allt að tuttugu þúsund málaliða til Úkraínu

Rússneski herinn hóf í gær stórsókn í austurhluta Úkraínu þar sem ráðist var bæði á hernaðarleg og borgaraleg skotmörk. Volódymír Selenskí Úkraínuforseti segir að orrustan um Donbas sé nú hafin. Hann segir Rússar hafa skipulagt sóknina í lengri tíma enda taki stór hluti rússneska hersins þar þátt.

Boris biðst afsökunar á partýstandi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði breska þingið í fyrsta skiptið í dag síðan hann var sektaður fyrir veisluhöld í miðjum heimsfaraldri.

Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga

Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl.

Snúnar kjara­við­ræður fram undan eftir hóp­upp­sögn Eflingar

Fyrr­verandi fé­lags­mála­ráð­herra og fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífsins telur ein­sýnt að hóp­upp­sagnir innan Eflingar muni hafa mikil á­hrif á kjara­við­ræður í haust. Hann furðar sig á for­ystu verka­lýðs­hreyfingarinnar.

Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Am­ber Heard í dag

Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi.

Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu

Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin.

Sjá næstu 50 fréttir