Fleiri fréttir

Vélarvana skemmtibát rak að landi

Björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins voru með mikinn viðbúnað fyrr í kvöld vegna vélarvana skemmtibáts sem rak að landi. Báturinn var á reki austan við Atlagerðistanga við Voga á Vatnsleysuströnd.

Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump

Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna.

Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar

Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 

Telur að stór­efla þurfi öryggi veg­far­enda í mið­borginni

Stórefla þarf öryggi gangandi vegfarenda við stóra viðburði eins og Menningarnótt í miðbænum að mati sérfræðings í öryggismálum. Tvö tilvik þar sem ofurölvi ökumenn óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi sýni nauðsyn þess.

Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina

Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós.

Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir

Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gengum það sem þau upplifa núna. Dómsmálaráðherra telur að herða þurfi skotvopnalöggjöf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kókaínið var falið í timbursendingu frá Brasilíu

Kókaínið sem lögreglan lagði hald á fyrr í mánuðinum var falið í timbursendingu frá Brasilíu hingað til lands. Sendingin átti viðkomu í Hollandi en kókaínið fannst þar við leit tollvarða.

Hreinn Lofts­son að­stoðar Ás­laugu Örnu tíma­bundið

Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn tímabundinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Hreinn tekur við af Eydísi Örnu Líndal sem er í fæðingarorlofi fram að áramótum.

Segir það lé­legt að spila með lífs­viður­væri for­eldra

Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni.

„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“

Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður.

Tóku mynd berar að ofan í for­sætis­ráð­herra­bú­staðnum

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur beðist afsökunar á mynd sem áhrifavaldur tók inni á baðherbergi forsætisráðherrabústaðarins. Á myndinni var áhrifavaldurinn, ásamt annarri konu, búinn að lyfta bol sínum. Brjóst þeirra voru falin með skilti sem Sanna fékk á blaðamannafundi hjá Evrópusambandinu.

Ekið á mann á rafskútu

Ekið var á einstakling á rafskútu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar upp úr klukkan tólf í dag. Viðkomandi var fluttur af vettvangi í sjúkrabíl.

Skattkerfið hygli þeim tekjuháu

Miklar umræður hafa spunnist um fjármagnstekjuskatt undanfarið, í kjölfar útgáfu helstu tekjublaða og því haldið fram að vegna lágs fjármagnstekjuskatts borgi hin tekjumiklu hlutfallslega minna í skatt, samaborið við meðalmanninn. Helstu útgerðarmenn landsins eru í tekjublaði ársins sagðir með mun lægri laun en raun ber vitni. Í helstu tekjublöðum virðast tekjur þjóðþekktra einstaklinga og listamanna einnig mun lægri þar sem sneitt er hjá svokölluðum samlagsfélögum sem þeir stofna utan um starfsemi sína.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Skotárásin á Blönduósi, fasteignamarkaðurinn, leikskólamál og dýravelferð verða meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Níu ára stúlka skotin til bana í Liver­pool

Níu ára stúlka var skotin til bana í íbúð í ensku borginni Liverpool í gær. Auk stúlkunnar urðu karl og kona í íbúðinni einnig fyrir skotum og voru þau flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, en árásarmannsins er leitað.

Dodge Hornet vekur reiði hjá Alfa Romeo

Dodge og Alfa Romeo eru systurfélög sama móðurfélags, Stellantis. Dodge kynnti nýlega jepplinginn Hornet sem hefur náð talsverðum vinsældum. Dodge segir að 14.000 forpantanir hafi borist sama dag og bíllinn var kynntur. Bíllinn er tengiltvinnbíll.

Hæg­viðri, skýjað að mestu en þurrt á landinu í dag

Í dag verður hægviðri, skýjað að mestu leyti og þurrt á landinu samkvæmt spá Veðurstofunnar. Þó verður rigning á Suðausturlandi og víða á austanverðu landinu. Þá verður allhvasst norðaustantil og í Öræfum og eru ökumenn því hvattir til að aka varlega á því svæði.

Notaðist við afsagaða haglabyssu

Upplýsingar liggja ekki fyrir um það hver það var sem lét lögreglu vita af skotárásinni á Blönduósi á sunnudag en lögregla var komin á vettvang um 15 til 20 mínútum eftir að tilkynning barst.

Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni.

Gæði nýrra mynda af Júpíter komu á óvart

Geimvísindamenn birtu í dag nýjar myndir af gasrisanum Júpíter sem teknar voru með James Webb-geimsjónaukanum. Júpíter er áhugaverð reikistjarna og vonast vísindamenn til þess að skilja hana mun betur með gögnunum frá James Webb.

Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni

Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum.

Stórum á­fanga náð í Borgar­línu­verk­efninu í dag

Borgaryfirvöld segja að stórum áfanga hafi verið náð í Borgarlínuverkefnunu í dag þegar samkomulag náðist um afnot af lóð Barnavinarfélags Sumargjafar. Formaður félagsins segir að á móti ætli borgin að reisa nýjan leikskóla á lóðinni.

Ofurölvi bílstjórar óku inn í mannmergðina á Menningarnótt

Mikil mildi þykir að tveir ofurölvi ökumenn hafi ekki valdið stórslysum á Menningarnótt þegar þeir óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi. Lögreglan segir gríðarleg vonbrigði að enn eitt hnífaárásarmálið hafi komið upp. Borgarstjóri vill bregðast við auknum hnífaárásum ungmenna.

Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra

Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn.

Sprengja fannst í mið­borg Stokk­hólms í gær

Lögreglan í Stokkhólmi hefur staðfest að sprengja fannst í bakpoka í Kungsträdgården í miðborg Stokkhólms í gær. Sprengjusveit tókst að gera sprengjuna óvirka á vettvangi.  

Sjá næstu 50 fréttir