Fleiri fréttir

Á­rásar­þolinn endaði sjálfur í fanga­geymslu

Um tvö leytið í nótt var óskað aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar í miðborginni. Árásaraðilinn var handtekinn á vettvangi, en þá reyndi árásarþolinn að frelsa hinn handtekna og var þá sjálfur handtekinn.

Ó­vissu­stigi Al­manna­varna af­létt

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu aflýst óvissustigi Almannavarna á svæðinu. Sömuleiðis hefur samhæfingarstöð Almannavarna sem opnuð var í nótt, verið lokað.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri maður ársins

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. Ljóst er að Ásgeir hefur með ákvörðunum sínum haft gríðarleg áhrif á daglegt líf Íslendinga á árinu.

Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra

Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra.

Skjótt skipast veður í lofti

Snjó kyngir nú niður á höfuðborgarsvæðinu og víða er lítið skyggni. Ofanhríð hófst upp úr klukkan tvö en fram að því hefur veður verið hið bærilegasta. Skjótt skipast veður í lofti, eins og þar segir. 

Dauða­dómur mót­mælanda endur­skoðaður

Hæstiréttur í Íran hefur samþykkt að endurskoða dauðadóm sem féll yfir mótmælanda þar í landi sem sakaður er um að hafa skemmt almannaeign á meðan á mótmælum stóð.

Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð

Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 

Stjórnvöld þurfi að opna augun

Sjötíu prósent Íslendinga ná endum saman hver mánaðamót þrátt fyrir talsverða verðbólgu og erfiðar markaðsaðstæður. Tæp 30 prósent eiga í erfiðleikum með að ná endum saman og hluta þeirra tekst það alls ekki og er farinn að safna skuldum. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að opna augun fyrir stöðu fólks.

Bein útsending: Hádegisfréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Gamlársdagsveðrið á suðvesturhorninu er heldur skaplegra en búist var við en óvissustigi almannavarna var lýst yfir í gær og mikill viðbúnaður settur af stað. Gular veðurviðvaranir eru áfram í gildi á suður- og vesturlandi og hringveginum við Vík var lokað í morgun. 

Brennur stað­festar með fyrir­vara

Brennufundur var haldinn rétt í þessu í Skógarhlíðinni þar sem ákveðið var að áramótabrennur megi fara fram í dag samkvæmt fyrri áætlun. Þó er fyrirvari til staðar vegna veðurs.

„Slapp vel til“

Ekki hefur ræst úr óveðri á höfuðborgarsvæði og Suðvesturlandi. Appelsínugul viðvörun var tekin úr gildi í morgun og eru nú aðeins gular viðvaranir í gildi. Búist er við bærilegu veðri í kvöld á suðversturhorninu en hvessir eftir miðnætti. Þjóðvegi hefur verið lokað á milli Hellu og Kirkjubæjarklausturs. 

Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum

Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 

Byrjuðu að reyna að kæla lofts­lagið án þess að spyrja kóng né prest

Bandarískt sprotafyrirtæki heldur því fram að það hafi þegar sent brennisteinsdíoxíð hátt upp í lofthjúpinn yfir Mexíkó til þess að kæla yfirborð jarðar. Sérfræðingar gagnrýna glannaskap fyrirtækisins með vísindi sem eru skammt á veg komin og sem gætu haft ófyrirséðar afleiðingar.

Sló mann í höfuðið með pönnu

Lögreglan á höfuðborgarsvæði var kölluð til í gærkvöldi í úthverfi Reykjavíkurborgar vegna meiriháttar líkamsárásar þar sem maður hafði slegið annan mann í höfuðið með pönnu.

Appel­sínu­gul við­vörun og Vega­gerðin í við­bragðs­stöðu

Gefnar hafa verið út viðvaranir á Suður- og Vesturlandi vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun var í gildi frá klukkan 7 til klukkan 10 í dag, á Suðurlandi. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi og Vesturlandi. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra vegalokana á Suður- og Suðvesturlandi. 

Tesla Model Y mest seldi bíll ársins á Íslandi

Toyota var með flestar seldar bifreiðar á árinu eða 3.395 eintök. Alls voru nýskráðar 23.287 bifreiðar á árinu. Það eru sambærilegar tölur og í fyrra þegar 22.133 ökutæki voru nýskráð. Tesla Model Y var mest selda einstaka undirtegundin með 1.035 eintök. Rafmagn varð hlutskarpast allra orkugjafa þegar upp var staðið. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Ísþoka við Elliðaár í 25,3 stiga gaddi

Frostið í Víðidal í Reykjavík í dag mældist mest 25,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Þetta er mesta frost í borginni í kuldkastinu til þessa en fáheyrt er að svo mikill kuldi mælist innan borgarmarkanna. 

Engin ára­móta­teiti hjá Tate

Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið úrskurðaðir í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Rúmeníu. Þeir eru grunaðir um kynlífsmansal og nauðganir.

Segir skárra að fá í sig raf­straum en kylfu­högg

Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. 

Mikil tilhlökkun fyrir nýjum miðbæ á Höfn

Mikil eftirvænting er hjá íbúum á Höfn í Hornafirði fyrir nýjum miðbæ, sem er nú búið að teikna upp og er verið að undirbúa að byggja. Nýi miðbærinn verður í gömlum stíl líkt og miðbærinn á Selfossi.

Rann­saka and­lát hreyfi­hamlaðs manns í Breið­holts­s­laug

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtslaug til rannsóknar. Talið er að hann hafi legið hreyfingarlaus á botni heits potts í um þrjár mínútur áður en sundlaugargestur kom að honum. Maðurinn var á áttræðisaldri þegar hann lést í byrjun desember.

Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun

Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna óveðurs sem gengur yfir á morgun. Flugi verður seinkað og aðrar samgöngur gætu farið úr skorðum. Við ræðum við Víði Reynisson yfirlögregluþjón hjá almannavörnum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

„Við verðum að leyfa kerfinu að fá aðeins að anda“

Mannekla er helsta áskorunin þegar kemur að uppbyggingu leikskólakerfisins í Reykjavík að sögn borgarfulltrúa Samfylkingarinnar en fjölmargir leikskólakennarar hafa flutt sig yfir í grunnskólana. Formaður Félags leikskólakennara segir leikskólastigið ekki ráða við mikið meira og að kerfið hafi stækkað allt of hratt. Jafna þurfi starfsaðstæður, til að mynda með styttingu vinnuvikunnar.

Sylwester i Nowy Rok z wichurą i śniegiem

Islandzkie Biuro Meteorologiczne przewiduje złą pogodę na ostatni dzień roku i zaleca wykorzystanie jutrzejszego dnia na przygotowania do imprez sylwestrowych i do podróżowania między częściami kraju.

Policja może otrzymać broń elektryczną

Minister sprawiedliwości Jón Gunnarsson postanowił wprowadzić zmiany w przepisach, które pozwoliłyby policjantom na noszenie broni elektrycznej, czyli tzw. paralizatorów. Poseł Partii Zieloni Lewica mówi, że decyzja jest dla niej dużym zaskoczeniem.

Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun

Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið.

Sjá næstu 50 fréttir