Fleiri fréttir Bein útsending: Hvernig þjónum við vegfarendum á veturna? Fyrirkomulag vetrarþjónustu og starfsemi vaktstöðvar Vegagerðarinnar verða til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar sem fram fer milli klukkan 9 og 10:15. 18.1.2023 08:31 Tugur barna þarfnaðist læknisaðstoðar í kjölfar íþróttaæfingar Foreldrar framhaldsskólanema í Bandaríkjunum eru æfir vegna meðferðar þjálfara á börnum þeirra en fjöldi þurfti að leita á sjúkrahús fyrir um tveimur vikum síðan í kjölfar afar strangra æfinga. 18.1.2023 08:01 Hrapaði við leikskóla í úthverfi Kænugarðs Þyrla eða dróni rakst á byggingu sem hýsir leikskóla í Brovary, úthverfi Kænugarðs, í Úkraínu í morgun. 18.1.2023 07:50 Fjórir ættliðir myrtir í smábæ í Kalíforníu Sex manneskjur allar nema ein úr sömu fjölskyldu voru skotnar til bana í smábæ í Kalíforníu í Bandaríkjunum í fyrradag. 18.1.2023 07:45 Spilltur fyrrverandi þingmaður lofar að leysa frá skjóðunni Ítalinn Pier Antonio Panzeri, sem er fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu og meintur höfuðpaur í stóru mútumáli sem nú skekur sambandið segist ætla að greina frá öllu og í sambandi við málið og hvaða lönd komu þar nærri. 18.1.2023 07:39 Kona og drengur létust eftir árás hvítabjarnar Kona og ungur drengur létust eftir að hafa orðið fyrir árás hvítabjarnar í Wales á vesturströnd Alaska í Bandaríkjunum í gær. 18.1.2023 07:32 Bjart og kalt á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri og verið hefur bæði í dag og á morgun. Bjart og kalt verður á sunnan- og vestanverðu landinu en él á stangli annars staðar. 18.1.2023 07:10 Reglugerðin var tilbúin áður en ráðherra tilkynnti ákvörðunina Reglugerð um heimild lögreglu til að nota rafbyssur hefur verið samin og undirrituð af dómsmálaráðherra. Hún tekur gildi um leið og hún birtist í Stjórnartíðindum, sem verður á næstu dögum. 18.1.2023 06:54 Réðst á starfsmann bráðamóttökunnar og olli skemmdum á munum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að Landspítalanum í Fossvogi í gærkvöldi eftir að einstaklingur veittist að starfsmanni bráðamóttökunnar og olli skemmdum á innanstokksmunum. 18.1.2023 06:21 Mótmælaréttur Breta í húfi Breskir mótmælendur eru uggandi yfir nýrri löggjöf um mótmæli sem er til umræðu hjá þinginu. Yrði frumvarpið og lagfæringar þess að lögum myndi það hefta verulega leiðir sem hafa verið notaðar af hagsmunasamtökum til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis. 17.1.2023 23:55 Telja sig hafa fundið elsta rúnastein sögunnar í Noregi Fornleifafræðingar í Noregi telja sig hafa fundið elsta rúnastein sögunnar. Steinninn er allt að tvö þúsund ára gamall en talið er að hann sé einn sá fyrsti sem norrænir menn reyndu að skrifa rúnir á. 17.1.2023 23:05 Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísindamönnum á óvart Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns. 17.1.2023 22:50 Eldur í ruslagámi við JL-húsið Eldur kviknaði í ruslagámi við JL-húsið í vesturbæ Reykjavíkur fyrr í kvöld. Einn dælubíll var sendur á svæðið og unnið er að því að slökkva eldinn. 17.1.2023 22:24 „Ósmekkleg fyrirsögn“ sem hefði ekki átt að birtast Ritstjóri Viðskiptablaðsins segir fyrirsögn á skoðanapistli sem birtist í blaðinu í síðustu viku hafa verið ósmekklega. Beðist verður velvirðingar á fyrirsögninni í næsta tölublaði blaðsins en fyrirsögninni var breytt í netútgáfunni í gær. 17.1.2023 21:42 Vill fjölbreyttari starfsemi í atvinnuhúsnæði á Hlíðarenda Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegt að endurhugsa skipulag í nýjum hverfum og búa til hvata svo atvinnurekendur vilji hefja þar starfsemi. Óeðlilegt sé til dæmis að nærri allt atvinnuhúsnæði í nýju Hlíðarendahverfi standi enn tómt. 17.1.2023 21:30 Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17.1.2023 21:30 Nadal trwają poszukiwania Modestasa Akcje poszukiwawcze prowadzone w okolicy Borgarnes, nie przyniosły żadnego efektu i w dalszym ciągu nie odnaleziono zaginionego Modestasa Antanaviciusa. 17.1.2023 21:26 „Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 17.1.2023 20:30 Telur mengunina líklegustu skýringuna á daglegum blóðnösum Líklegt er talið að met hafi verið slegið í mengun af völdum útblásturs bíla á þessari öld. Reykvíkingar segja mengunina farna að hafa áhrif á heilsuna og kalla eftir tafarlausum aðgerðum. 17.1.2023 20:01 Eldur kviknaði í strompi Hamborgarbúllu Tómasar Slökkviliðið slökkti fyrr í kvöld eld á Hamborgarabúllu Tómasar í Ofanleiti. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk slökkvistarf vel en eldurinn var staðbundinn við stromp staðarins. 17.1.2023 19:53 „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. 17.1.2023 19:41 „Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. 17.1.2023 19:21 „Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga vera barnalega þegar kemur að öryggismálum. Þá sé þjóðin ekki tilbúin fyrir áföll framtíðarinnar. 17.1.2023 19:04 Engin skipulögð leit að Modestas Engin skipulögð leit er í gangi að Modestas Antanavicius en síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar. 17.1.2023 18:13 Lögregla aðstoðaði í fjölskyldudeilum um sígarettueign Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í dag kölluð til vegna ósættis milli tveggja skyldra aðila í hverfi 108. Deilumálið var eign á sígarettum. 17.1.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Íbúar segja rof á símasambandi áhyggjuefni og kalla eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Við heyrum í íbúum og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 17.1.2023 18:00 Greta Thunberg handtekin við mótmæli í Þýskalandi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekin í dag ásamt fleiri mótmælendum vegna mótmæla við kolanámu í Luetzerath í Þýskalandi. 17.1.2023 17:36 Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 26 ára karlmann, Ómar Örn Reynisson, í þriggja ára fangelsi fyrir nauðga konu sem var gestkomandi á heimili hans. Brotið átti sér stað árið 2020. 17.1.2023 16:30 Hættir sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur tilkynnt að hann muni láta af starfi sínu þann 1. maí nk. og fara á eftirlaun. Þetta kemur fram á vef sambandsins. Hann segist ætla að skila af sér góðu búi til arftaka síns. 17.1.2023 16:21 Pielęgniarka nie przyznaje się do zabójstwa Pielęgniarka z oddziału psychiatrycznego Landspítali, która została oskarżona o nieumyślne spowodowanie śmierci i „przestępstwo popełnione w służbie publicznej”, nie przyznała się do winy podczas drugiej rozprawy w Sądzie Rejonowym w Reykjavíku. 17.1.2023 16:11 Hafnarfjörður tekur við 450 flóttamönnum Hafnarfjarðarbær tekur á móti 450 flóttamönnum samkvæmt nýjum samningi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning þess efnis. 17.1.2023 16:10 Deilt í Disney Forsvarsmenn Disney sögðu í dag að það hafði verið rétt af þeim að neita fjárfestinum Nelson Peltz um sæti í stjórn félagsins. Hann hefði ekki reynslu til að hjálpa Disney og að hann skorti skilning á starfsemi félagsins. Peltz segist vilja bjarga Disney frá því sem hann kallar „krísu“. 17.1.2023 16:03 Plany budowy nowoczesnej hali sportowej Oczekuje się, że nowa sportowa Hala Narodowa / Þjóðarhöllin, zostanie zbudowana na Suðurlandsbraut w Reykjavíku, tuż za Laugardalshöll. Budowa została wyceniona na około 14,2 mld koron. 17.1.2023 15:53 Tekist á um nærbuxnaatriði og nektardans Lenoncie í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Helga Jónsson, eiganda og umsjónarmann Glatkistunnar, í meiðyrðamáli söngkonunnar Leoncie Indiu Martin. Henni hefur verið gert að greiða Helga 1,4 milljón í málskostnað. 17.1.2023 15:19 Innheimta sekta gengur skelfilega og fælingarmátturinn lítill Ríkisendurskoðun kallar eftir því að dómsmálaráðuneytið bregðist hratt við því hve illa hafi gengið árum saman að innheimta sektir sem fólk fær sem hlýtur refsingu í dómskerfinu. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fólk finni ekki fyrir refsingu. 17.1.2023 14:48 Annar flugritinn sendur til Frakklands til greiningar Yfirvöld í Nepal hafa sent annan af flugritum flugvélar sem brotlenti á sunnudaginn til Frakklands til rannsóknar. Um er að ræða þann flugrita sem geymir gögn um flugferðina en hinn flugritinn, sem tekur upp samskipti flugmanna í stjórnklefa flugvélarinnar verður rannsakaður í Nepal. 17.1.2023 14:14 Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17.1.2023 13:42 Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi veki spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu. 17.1.2023 13:16 „Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir grafalvarlegt ástand hafa skapast í gær þegar íbúar á Suðurnesjum voru án rafmagns, heita vatns og símasambands þegar bilun kom upp á Suðurnesjalínu 1. Viðgerðum er ekki lokið og þarf að taka línuna tímabundið úr rekstri á næstu dögum. Bæjarstjóri segir ósætti milli Landsnets og sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínu 2 störukeppni sem verði að linna. 17.1.2023 13:01 Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tilkynnti í morgun að hann myndi skipa Boris Pistorius í embætti varnarmálaráðherra. Sá hefur verið innanríkisráðherra Neðra-Saxlands frá árinu 2013 en hans fyrsta verk í nýju embætti verður að taka ákvörðun um það hvort flytja megi Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. 17.1.2023 13:01 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17.1.2023 12:23 Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 17.1.2023 12:03 Klukkan játar sig sigraða eftir 86 ára þjónustu Síminn hefur ákveðið að leggja klukkunni, sjálfvirkri þjónustu þar sem landsmenn gátu fengið að vita hvað klukkan væri. Eftir 86 ára þjónustu hefur klukkan hætta að svara í símann og játað sig sigraða gagnvart tæknibyltingunni. 17.1.2023 11:58 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í fjármálaráðherra og spyrjum út í afstöðu hans til Þjóðarhallarinnar sem kynnt var með pompi og pragt í gær. 17.1.2023 11:37 Svara þurfi spurningunum hver eigi, hver byggi og hver borgi Fjármálaráðherra segir lykilatriði að fá á hreint hve stóran hlut ríki og borg þurfi að greiða fyrir nýja þjóðarhöll sem áætlað er að taka í notkun árið 2025. Vel gerlegt sé að reisa höllina á þeim tíma en þá þurfi allt að ganga upp. 17.1.2023 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Bein útsending: Hvernig þjónum við vegfarendum á veturna? Fyrirkomulag vetrarþjónustu og starfsemi vaktstöðvar Vegagerðarinnar verða til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar sem fram fer milli klukkan 9 og 10:15. 18.1.2023 08:31
Tugur barna þarfnaðist læknisaðstoðar í kjölfar íþróttaæfingar Foreldrar framhaldsskólanema í Bandaríkjunum eru æfir vegna meðferðar þjálfara á börnum þeirra en fjöldi þurfti að leita á sjúkrahús fyrir um tveimur vikum síðan í kjölfar afar strangra æfinga. 18.1.2023 08:01
Hrapaði við leikskóla í úthverfi Kænugarðs Þyrla eða dróni rakst á byggingu sem hýsir leikskóla í Brovary, úthverfi Kænugarðs, í Úkraínu í morgun. 18.1.2023 07:50
Fjórir ættliðir myrtir í smábæ í Kalíforníu Sex manneskjur allar nema ein úr sömu fjölskyldu voru skotnar til bana í smábæ í Kalíforníu í Bandaríkjunum í fyrradag. 18.1.2023 07:45
Spilltur fyrrverandi þingmaður lofar að leysa frá skjóðunni Ítalinn Pier Antonio Panzeri, sem er fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu og meintur höfuðpaur í stóru mútumáli sem nú skekur sambandið segist ætla að greina frá öllu og í sambandi við málið og hvaða lönd komu þar nærri. 18.1.2023 07:39
Kona og drengur létust eftir árás hvítabjarnar Kona og ungur drengur létust eftir að hafa orðið fyrir árás hvítabjarnar í Wales á vesturströnd Alaska í Bandaríkjunum í gær. 18.1.2023 07:32
Bjart og kalt á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri og verið hefur bæði í dag og á morgun. Bjart og kalt verður á sunnan- og vestanverðu landinu en él á stangli annars staðar. 18.1.2023 07:10
Reglugerðin var tilbúin áður en ráðherra tilkynnti ákvörðunina Reglugerð um heimild lögreglu til að nota rafbyssur hefur verið samin og undirrituð af dómsmálaráðherra. Hún tekur gildi um leið og hún birtist í Stjórnartíðindum, sem verður á næstu dögum. 18.1.2023 06:54
Réðst á starfsmann bráðamóttökunnar og olli skemmdum á munum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að Landspítalanum í Fossvogi í gærkvöldi eftir að einstaklingur veittist að starfsmanni bráðamóttökunnar og olli skemmdum á innanstokksmunum. 18.1.2023 06:21
Mótmælaréttur Breta í húfi Breskir mótmælendur eru uggandi yfir nýrri löggjöf um mótmæli sem er til umræðu hjá þinginu. Yrði frumvarpið og lagfæringar þess að lögum myndi það hefta verulega leiðir sem hafa verið notaðar af hagsmunasamtökum til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis. 17.1.2023 23:55
Telja sig hafa fundið elsta rúnastein sögunnar í Noregi Fornleifafræðingar í Noregi telja sig hafa fundið elsta rúnastein sögunnar. Steinninn er allt að tvö þúsund ára gamall en talið er að hann sé einn sá fyrsti sem norrænir menn reyndu að skrifa rúnir á. 17.1.2023 23:05
Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísindamönnum á óvart Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns. 17.1.2023 22:50
Eldur í ruslagámi við JL-húsið Eldur kviknaði í ruslagámi við JL-húsið í vesturbæ Reykjavíkur fyrr í kvöld. Einn dælubíll var sendur á svæðið og unnið er að því að slökkva eldinn. 17.1.2023 22:24
„Ósmekkleg fyrirsögn“ sem hefði ekki átt að birtast Ritstjóri Viðskiptablaðsins segir fyrirsögn á skoðanapistli sem birtist í blaðinu í síðustu viku hafa verið ósmekklega. Beðist verður velvirðingar á fyrirsögninni í næsta tölublaði blaðsins en fyrirsögninni var breytt í netútgáfunni í gær. 17.1.2023 21:42
Vill fjölbreyttari starfsemi í atvinnuhúsnæði á Hlíðarenda Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegt að endurhugsa skipulag í nýjum hverfum og búa til hvata svo atvinnurekendur vilji hefja þar starfsemi. Óeðlilegt sé til dæmis að nærri allt atvinnuhúsnæði í nýju Hlíðarendahverfi standi enn tómt. 17.1.2023 21:30
Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17.1.2023 21:30
Nadal trwają poszukiwania Modestasa Akcje poszukiwawcze prowadzone w okolicy Borgarnes, nie przyniosły żadnego efektu i w dalszym ciągu nie odnaleziono zaginionego Modestasa Antanaviciusa. 17.1.2023 21:26
„Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 17.1.2023 20:30
Telur mengunina líklegustu skýringuna á daglegum blóðnösum Líklegt er talið að met hafi verið slegið í mengun af völdum útblásturs bíla á þessari öld. Reykvíkingar segja mengunina farna að hafa áhrif á heilsuna og kalla eftir tafarlausum aðgerðum. 17.1.2023 20:01
Eldur kviknaði í strompi Hamborgarbúllu Tómasar Slökkviliðið slökkti fyrr í kvöld eld á Hamborgarabúllu Tómasar í Ofanleiti. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk slökkvistarf vel en eldurinn var staðbundinn við stromp staðarins. 17.1.2023 19:53
„Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. 17.1.2023 19:41
„Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. 17.1.2023 19:21
„Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga vera barnalega þegar kemur að öryggismálum. Þá sé þjóðin ekki tilbúin fyrir áföll framtíðarinnar. 17.1.2023 19:04
Engin skipulögð leit að Modestas Engin skipulögð leit er í gangi að Modestas Antanavicius en síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar. 17.1.2023 18:13
Lögregla aðstoðaði í fjölskyldudeilum um sígarettueign Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í dag kölluð til vegna ósættis milli tveggja skyldra aðila í hverfi 108. Deilumálið var eign á sígarettum. 17.1.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Íbúar segja rof á símasambandi áhyggjuefni og kalla eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Við heyrum í íbúum og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 17.1.2023 18:00
Greta Thunberg handtekin við mótmæli í Þýskalandi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekin í dag ásamt fleiri mótmælendum vegna mótmæla við kolanámu í Luetzerath í Þýskalandi. 17.1.2023 17:36
Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 26 ára karlmann, Ómar Örn Reynisson, í þriggja ára fangelsi fyrir nauðga konu sem var gestkomandi á heimili hans. Brotið átti sér stað árið 2020. 17.1.2023 16:30
Hættir sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur tilkynnt að hann muni láta af starfi sínu þann 1. maí nk. og fara á eftirlaun. Þetta kemur fram á vef sambandsins. Hann segist ætla að skila af sér góðu búi til arftaka síns. 17.1.2023 16:21
Pielęgniarka nie przyznaje się do zabójstwa Pielęgniarka z oddziału psychiatrycznego Landspítali, która została oskarżona o nieumyślne spowodowanie śmierci i „przestępstwo popełnione w służbie publicznej”, nie przyznała się do winy podczas drugiej rozprawy w Sądzie Rejonowym w Reykjavíku. 17.1.2023 16:11
Hafnarfjörður tekur við 450 flóttamönnum Hafnarfjarðarbær tekur á móti 450 flóttamönnum samkvæmt nýjum samningi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning þess efnis. 17.1.2023 16:10
Deilt í Disney Forsvarsmenn Disney sögðu í dag að það hafði verið rétt af þeim að neita fjárfestinum Nelson Peltz um sæti í stjórn félagsins. Hann hefði ekki reynslu til að hjálpa Disney og að hann skorti skilning á starfsemi félagsins. Peltz segist vilja bjarga Disney frá því sem hann kallar „krísu“. 17.1.2023 16:03
Plany budowy nowoczesnej hali sportowej Oczekuje się, że nowa sportowa Hala Narodowa / Þjóðarhöllin, zostanie zbudowana na Suðurlandsbraut w Reykjavíku, tuż za Laugardalshöll. Budowa została wyceniona na około 14,2 mld koron. 17.1.2023 15:53
Tekist á um nærbuxnaatriði og nektardans Lenoncie í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Helga Jónsson, eiganda og umsjónarmann Glatkistunnar, í meiðyrðamáli söngkonunnar Leoncie Indiu Martin. Henni hefur verið gert að greiða Helga 1,4 milljón í málskostnað. 17.1.2023 15:19
Innheimta sekta gengur skelfilega og fælingarmátturinn lítill Ríkisendurskoðun kallar eftir því að dómsmálaráðuneytið bregðist hratt við því hve illa hafi gengið árum saman að innheimta sektir sem fólk fær sem hlýtur refsingu í dómskerfinu. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fólk finni ekki fyrir refsingu. 17.1.2023 14:48
Annar flugritinn sendur til Frakklands til greiningar Yfirvöld í Nepal hafa sent annan af flugritum flugvélar sem brotlenti á sunnudaginn til Frakklands til rannsóknar. Um er að ræða þann flugrita sem geymir gögn um flugferðina en hinn flugritinn, sem tekur upp samskipti flugmanna í stjórnklefa flugvélarinnar verður rannsakaður í Nepal. 17.1.2023 14:14
Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17.1.2023 13:42
Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi veki spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu. 17.1.2023 13:16
„Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir grafalvarlegt ástand hafa skapast í gær þegar íbúar á Suðurnesjum voru án rafmagns, heita vatns og símasambands þegar bilun kom upp á Suðurnesjalínu 1. Viðgerðum er ekki lokið og þarf að taka línuna tímabundið úr rekstri á næstu dögum. Bæjarstjóri segir ósætti milli Landsnets og sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínu 2 störukeppni sem verði að linna. 17.1.2023 13:01
Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tilkynnti í morgun að hann myndi skipa Boris Pistorius í embætti varnarmálaráðherra. Sá hefur verið innanríkisráðherra Neðra-Saxlands frá árinu 2013 en hans fyrsta verk í nýju embætti verður að taka ákvörðun um það hvort flytja megi Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. 17.1.2023 13:01
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17.1.2023 12:23
Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 17.1.2023 12:03
Klukkan játar sig sigraða eftir 86 ára þjónustu Síminn hefur ákveðið að leggja klukkunni, sjálfvirkri þjónustu þar sem landsmenn gátu fengið að vita hvað klukkan væri. Eftir 86 ára þjónustu hefur klukkan hætta að svara í símann og játað sig sigraða gagnvart tæknibyltingunni. 17.1.2023 11:58
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum heyrum við í fjármálaráðherra og spyrjum út í afstöðu hans til Þjóðarhallarinnar sem kynnt var með pompi og pragt í gær. 17.1.2023 11:37
Svara þurfi spurningunum hver eigi, hver byggi og hver borgi Fjármálaráðherra segir lykilatriði að fá á hreint hve stóran hlut ríki og borg þurfi að greiða fyrir nýja þjóðarhöll sem áætlað er að taka í notkun árið 2025. Vel gerlegt sé að reisa höllina á þeim tíma en þá þurfi allt að ganga upp. 17.1.2023 11:30