Fleiri fréttir

Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar

Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni,

Langþreyttir á bið eftir bókasafnsgreiðslum

Formaður Rithöfundasambandsins segir símalínur hjá sér rauðglóandi. Rithöfundar og myndhöfundar hafa ekki fengið greitt út Bókasafnssjóði því að skipun úthlutunarnefndar hefur dregist. Ráðherra segir skipunarbréf fara út í dag.

Samkeppnishæfni Íslands enn langt á eftir Norðurlöndunum

Ísland hækkar um þrjú sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða og vermir 20. sæti á listanum. Niðurstaðan byggir á úttekt IMD-viðskiptaháskólans. Helstu ástæður hækkunar er aukin skilvirkni hjá hinu opinbera og í atvinnulífinu.

Hótelbyggingu á Seyðisfirði slegið á frest

Aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda eru ástæður þess að bygging hótels á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest. Átti að skapa 25 ársverk. Til samanburðar væri það um 5.000 manna vinnustaður í Reykjavík.

Vilja samstarf um byggð á Þingeyri

Þingeyri í Dýrafirði er meðal þeirra byggðarlaga sem skora hæst á mælikvörðum Byggðastofnunar vegna verkefnisins Brothættar byggðir.

Fyrirtækin berjist fyrir íslenskunni

Íslensk málnefnd heitir á forystumenn í íslensku atvinnulífi og stjórnendur íslenskra fyrirtækja, stórra sem smárra, að beita áhrifamætti sínum og ganga heils hugar í lið með þeim sem berjast fyrir lífi íslenskrar tungu.

Staða Viðreisnar afar þröng

Gísli Marteinn Baldursson og Heiða Kristín Helgadóttir, sem oftast eru nefnd sem mögulegir oddvitar Viðreisnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, hyggjast ekki leiða flokkinn.

Akraborgin hefur siglingar í næstu viku

Akraborgin mun byrja ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur í næstu viku. Bæjarstjórinn á Akranesi segir bæjarbúa spennta. Þá muni siglingarnar auka straum ferðamanna til Akraness.

Forsætisráðherrar Norðurlandanna gerðu grín að Donald Trump

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, og aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna hafa vakið mikla athygli fyrir mynd, sem tekin var af ráðherrunum í gær á sumarfundi þeirra í Bergen í Noregi. Myndin þykir skopstæling á mynd sem tekin var af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og öðrum leiðtogum í heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu fyrr í mánuðinum.

Moka upp 15 þúsund rúmmetrum á sólarhring

Belgíska fyrirtækið Jan De Nul sér um dýpkun Landeyjahafnar. Sérútbúið skip dælir jarðefnum úr höfninni á vorin og haustin þegar sandburður er sem mestur. Skipið mokar upp um 15 þúsund rúmmetrum á sólarhring.

Komið að skuldadögum

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir, er ein sex lækna úr 30 manna árgangi í læknisfræðinni sem hafa veikst vegna rakaskemmda og myglu í húsnæði LSH og heilsugæslu. Hún segir mikilvægt að umræða um vandann sé fagleg og fordómalaus.

Stöðvuðu 2400 vöruflutningabíla í fyrra

Þrír sérútbúnir lögreglubílar sinna vegaeftirliti með vöruflutningabifreiðum á þjóðvegum landsins. Alls voru 2.400 vöruflutningabílar stöðvaðir af lögreglu í fyrra til að kanna akstur og hvíldartíma.

Málningu skvett á bíla og bifhjól

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gærkvöldi tilkynning þess efnis að búið væri að skvetta málningu á tvær bifreiðar og bifhjól í Vogunum. Þegar á vettvang var komið mátti sjá málningu víða á farartækjunum sem öll eru í eigu sama einstaklings

Tillaga Brynjars betri en núverandi verklag

Forstjóri Barnaverndarstofu segir skárra að fangelsa foreldri vegna tálmunar en að taka barn af heimilinu. Nýtt frumvarp um aðgerðir vegna tálmunar séu því til bóta. Sýslumaður þurfi að geta afgreitt tálmunarmál með hraði.

Costco og eftirpartý í eldhúsdagsumræðum

Stefnt er að þinglokum í vikunni eftir snarpt og óvenjulegt vorþing. Af því tilefni fóru eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í gær. Þingmenn allra flokka fóru um víðan völl en heilbrigðis-, mennta- og myntmál voru fyrirferðarmikil.

Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum

Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn.

Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana

Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust.

Hlauparinn fundinn heill á húfi

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að leita að hlaupara á eða við Helgafell ofan Hafnarfjarðar.

Sjá næstu 50 fréttir