Fleiri fréttir

Óljóst hvað olli stórbruna í bátasmiðju

Ekki er hægt að finna út hvað varð til þess að Bátasmiðjan Seigur á Akureyri brann í lok maímánaðar. Hefur því rannsókn á upptökum brunans verið hætt.

Synjað um búðir fyrir erlent vinnuafl

Starfsmannaleigan Somos fær ekki að setja upp starfsmannabúðir fyrir útlendinga á Tungumelum í Mosfellsbæ, að því er bæjaráðið þar samþykkti í gær.

Sprenging orðið í ávísun kódeinlyfja

Allt að þrefalt fleiri skömmtum kódeinlyfja er ávísað til eldra fólks hér á landi en í nágrannaríkjum. Dæmi eru um að einstaklingar nýti sér slæleg vinnubrögð lækna til að verða sér úti um lyf.

Aldrei meiri úrgangur borist til endurvinnslustöðva

Úrgangur sem berst til endurvinnslustöðva hefur aldrei verið meiri. Aukning til endurvinnslustöðva, sem hefur verið í kringum 15 prósent ár hvert síðastliðin þrjú ár, er orðin veruleg áskorun fyrir nytjamarkað Sorpu, Góða hirðinn.

Tókust á um milljarðs króna sölu gamla ráðhúss Kópavogs

Meirihluti bæjarráðs Kópavogs vill að kauptilboð í gömlu bæjarskrifstofurnar verði samþykkt. Fær rétt rúman milljarð króna fyrir fasteignirnar þrjár í Hamraborg. Minnihlutinn segir of mörgu ósvarað varðandi uppbyggingu á reitnum.

Örninn fer í Laugardalinn

Haförninn, sem veiðimaðurinn Snorri Rafnsson gómaði á dögunum, verður fluttur í Húsdýragarðinn í Laugardal í dag, föstudag.

Náðist loks í skottið á Abú á Laufásveginum

Kötturinn Abú sem gerðist laumufarþegi í bíl nágranna fyrir sex vikum og hvarf úr Breiðholti fannst á Laufásvegi. Hann er kominn heim til Jasmínar systur sinnar og eigenda sem tóku týnda syninum fagnandi með rjómablöndu og faðmlagi.

Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar

"Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar.

Bíður fjarri fjölskyldunni eftir fæðingu

Kona úr Vestmannaeyjum sem gengin er fjörutíu vikur með sitt þriðja barn hefur beðið í tvær vikur í Reykjavík eftir fæðingunni. Hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Vestmannaeyjum og getur fæðing í Eyjum því verið áhættusöm. Bæjarstjóri segir ólíðandi að fjölskyldur á landsbyggðinni séu settar í þessa stöðu

Utangarðsfólk fær fleiri íbúðir

Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag.

Annað samningsbrotamál mögulegt ef Ísland virðir ekki dóm í kjötmáli

Ef íslenska ríkið bregst ekki við dómi EFTA-dómstólsins frá því í nóvember með því að afnema leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á fersku kjöti, eggjum og mjólk á ríkið yfir höfði sér aðra málshöfðun frá ESA - eftirlitsstofnun EFTA - til að knýja á um efndir vegna dómsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ef íslenska ríkið bregst ekki við dómi EFTA-dómstólsins með því að afnema leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á fersku kjöti, eggjum og mjólk á ríkið yfir höfði sér aðra málshöfðun frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA ,til að knýja á um efndir vegna dómsins. Fjallað verður um þetta og rætt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Hæstiréttur staðfestir dóminn yfir Malín Brand

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Malín Brand en hún var ákærð og sakfelld fyrir fullframda fjárkúgun og tilraun til fjárkúgunar ásamt systur sinni Hlín Einarsdóttur fyrr á þessu ári.

Guðríður sakar Ragnar Þór um dylgjur og lygar

Ragnar talar um að hann hafi verið hrottalega heiðarlegur, já það er líklega satt því kannski er óheiðarleikinn einmitt hrottalegur heiðarleiki, segir Guðríður Arnardóttir.

„Ríddu mér helvítis hóran þín“

Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði sendu í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi.

Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust

Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust.

Sjá næstu 50 fréttir