Fleiri fréttir

Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf

Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum.

Hallarbylting slökkviliðsmanna í Borgarnesi

Slökkviliðsmenn hafa kvartað við stjórnendur Borgarbyggðar vegna samstarfsörðugleika á milli starfsmanna og stjórnenda slökkviliðsins og senda á núverandi slökkviliðsstjóra í veikindaleyfi.

Elsa María nýr formaður LÍS

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir var kjörin formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta á landsþingi LÍS, sem slitið var á sunnudag.

Veginum í Öræfum lokað vegna hvassviðris

Vegagerðin hefur lokað þjóðvegi 1 um Öræfasveit vegna hvassviðris en að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi hafa vindhviður mælst yfir 40 metra á sekúndu.

Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón

Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins.

Maurar skriðu út úr farangurshólfinu

Flugvél á vegum WOW-air var sett í sóttkví í nokkrar klukkustundir á flugbraut í Montreal í gær eftir að eftirlitsmenn höfðu rekið augun í fjölda maura í vélinni.

Söfnunarfé nýtist til að byggja upp en ekki til að bjarga ríkinu

Framlög ríkisins til sjúkrahúss og göngudeildarþjónustu SÁÁ er rúmum 500 milljónum lægri en kostnaðurinn við að reka þjónustuna. Bilið er brúað með söfnunarfé. SÁÁ vill nota fé úr fjáröflunum til uppbyggingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu en ekki til að niðurgreiða lögbundna þjónustu

Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga

Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati.

Bærinn sé ekki deild í Sjálfstæðisflokknum

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er ósáttur við að hafa ekki verið boðaður á fund bæjaryfirvalda um Lyklafellslínu. Bæði bæjarfulltrúi og þingmaður frá Sjálfstæðisflokki sátu fund embættismanna bæjarins bæjarins með Landsneti.

Víkur frá skýru fordæmi Hæstaréttar

Dómi héraðsdóms, þar sem ógilt var staðfesting ríkissaksóknara á ákvörðun lögreglu um að hefja ekki rannsókn á röngum sakargiftum stjórnenda Seðlabankans, hefur verið áfrýjað. Dómurinn gengur gegn fordæmi Hæstaréttar.

Læknafélagið skoðar greiðslur til verktaka

Læknafélag Íslands segir það ekki geta staðist að ódýrara sé fyrir heilbrigðisstofnanir að ráða heilsugæslulækna sem verktaka en sem launamenn, þvert á fullyrðingar framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.

Deilir bíl í útréttingar

Um þrjú hundruð manns á höfuðborgarsvæðinu nota deilibíla reglulega en tólf slíkir bílar eru til.

Útlendingastofnun harmar mistök

Mannleg mistök urðu til þess að kanadískum námsmanni var tilkynnt að hann þyrfti að yfirgefa landið. Sviðsstjóri Útlendingastofnunar segist harma mistökin, farið hafi verið yfir málið hjá stofnuninni og gengið úr skugga um að svona mistök gerist ekki aftur.

Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum

Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir