Fleiri fréttir

Vilja fá Íslendinga til Noregs í víkinganám

Fjórtán nemendur í víkingafræðum koma til Íslands á morgun frá Nordfjordeid. Þeir ætla að skoða víkingaskip, hitta íslenska ásatrúarmenn og skoða söguslóðir fornra víkinga. Lýðheilsuskólinn í Norfjordeid vill fá Íslendinga í námið.

Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni

Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för.

Mývetningum fjölgar ört og breyttir tímar blasa við

Í fyrsta skipti í aldarfjórðung fór íbúafjöldi Skútustaðahrepps yfir 500 manns á dögunum. Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri segir Mývetninga hafa trú á framtíðinni. Hann segir ferðaþjónustuna hafa bjargað atvinnulífinu í sveitinni. Fjölgunin boðar nýjar áskoranir.

Breytingar í þjóðfélaginu geti skýrt aukningu í ávísunum

Mismunandi skammtastærð gæti skýrt að hluta hví við notum meira af þunglyndislyfjum en nágrannaþjóðir. Umtalsverð aukning hefur verið í ávísunum til ungra kvenna. Að mati yfirlæknis getur opinská umræða um sjúkdóminn stuðlað að því að fleiri leiti sér aðstoðar.

Ísbirnir herja á grænlenskt þorp

Hvítabirnir hafa herjað á afskekktasta þorp Grænlands síðustu mánuði en um páskanna hafa tveir birnir verið felldir í og við þorpið. Liðsmenn Hróksins sem þar halda skákhátíð hafa líkt og aðrir íbúar verið beðnir að varann á sér. Ísbjörn réðst á mann í nágrenni þorpsins fyrir skömmu.

Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina

Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri.

Ljósmæður að bugast

Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun

Þreyta er komin í framhaldsskólakennara

Þreyta er komin í framhaldsskólakennara vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir það ekki í boði að stéttin sé samningslaus svo mánuðum skiptir án þess að gripið sé til aðgerða.

Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl

Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út.

Metfjöldi ætlar að fermast borgaralega í ár

Enn kjósa þó flestir að fermast í kirkju en fermingarbörn sem fréttastofa ræddi við segja afstöðu sína til trúarinnar aðallega hafa ráðið för við ákvörðunartökuna.

Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf

Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið.

Víðast greiðfært

Vegir eru víðast greiðfærir en hálkublettir eru þó á einhverjum vegum.

Snjókoma og skafrenningur síðdegis

Búast má við snjókomu og skafrenningi á heiðarvegum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum síðdegis og á Norðvesturlandi í kvöld, svo að færð gæti spillst á þeim slóðum.

Sjá næstu 50 fréttir