Fleiri fréttir

Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf

Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla.

Segir land sitt nýtt í leyfisleysi

Stefán Tryggvason, eigandi jarðarinnar Þórisstaða í Svalbarðsstrandarhreppi við Eyjafjörð, telur sauðfjáreigendur, í skjóli hreppsins, beita land hans án leyfis.

Sitja föst í vél Primera Air

Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag.

Sækja slasaða konu við fossinn Glym

Hópur björgunarsveitarmanna ásamt sjúkraflutningamönnum frá Akranesi eru nú á leið að fossinum Glym í Hvalfirði til að sækja slasaða konu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ljósmæður samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta yfirvinnubann sem á að hefjast eftir tvær vikur og þá tóku uppsagnir tólf ljósmæðra á Landspítalanum gildi í dag. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2.

Bandaríkin að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu

Íslensk stjórnvöld mega ekki vera meðvirk bandarískum stjórnvöldum á meðan framganga þeirra á alþjóðasviðinu er með þessum hætti. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var á meðal gesta í Sprengisandi í dag.

Dómar Landsréttar munu teljast bindandi

Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að allir dómar Landsréttar muni teljast bindandi þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan hafi verið andstæð lögum.

Segjast eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu

Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við foreldrana og lögmann þeirra.

Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin

Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka.

Jónas Kristjánsson látinn

Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, lést á Hjartadeild Landsspítalans þann 29. júní.

Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir

Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra.

Hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi

Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. "Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu.

Lúxusupplifun á landsbyggðinni

Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins.

Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd

Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar.

Íslendingar flykkjast í ljósabekkina í vætutíð

Nóg er að gera á sólbaðsstofum. Virðist mikill munur frá því í fyrra. Þeir sem ekki hafa sótt ljósabekki í áraraðir og jafnvel nýgræðingar flykkjast í ljós sökum sólarleysis á landinu. Rigningartíð heldur áfram að mestu nema á

Sjá næstu 50 fréttir