Fleiri fréttir

Óska umsagna um framtíðina

Meðal spurninga sem nefndin veltir upp í samráðsgátt stjórnvalda er hvaða þróun sé að eiga sér stað í samfélaginu og hvaða áhrif sú þróun muni hafa á fjárhagsstöðu ríkisins á næstu 15 til 20 árum.

Neita að sundurliða laun lykilstjórnenda

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur að óskað verði sundurliðunar á greiðslum til lykilstjórnenda HS Veitna á aðalfundi. Framsetning á launagreiðslunum er ógagnsæ í ársreikningi og forstjórinn synjaði Fréttablaðinu um sundurliðun.

Meirihlutinn styður verkföll

Um þriðjungur er andvígur fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgjandi. Formaður VR vonar að samningar náist áður en til þeirra kemur.

Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland

Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun.

Bumbur minnka og minnka í Hveragerði

Í Hveragerðisbæ hefur heilsa og líðan íbúa verið í fyrirrúmi og um leið hefur stuðningur við menningar-, íþrótta- og frístundahópa verið liður í að byggja upp öruggari starfsvettvang þessara hópa.

Auka þarf stuðning við börn sem upplifa skilnað

Um 66 prósent barna sem rætt er við vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra þeirra, eru þegar komin með stjúpfjölskyldu þegar leysa á úr ágreiningi hjá sýslumanni, en aðeins um helmingur mála endar með sátt. Félagsráðgjafi segir biðlista eftir sáttameðferð óásættanlega því hver dagur í lífi barns skipti máli.

MND sjúklingar berjast fyrir nýjustu lyfjum

Formaður MND félagsins gagrýnir harðlega að ný lyf sem reynst hafa sjúklingum vel fáist ekki samþykkt og séu því ófáanleg hér á landi. Barist er fyrir því að lyfin fáist á Íslandi. Maður sem getur hvorki borðað né drukkið og á erfitt með mál og hreyfingu vegna sjúkdómsins er meðal þeirra sem kallar eftir betri lyfjum og rannsóknum.

Húsnæðisvandinn bitni á börnunum

Staðan á húsnæðismarkaði hefur afar neikvæð áhrif á börn sem búa við fátækt samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur

Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk.

Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni

Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum.

50 ár frá fyrsta flugi Concorde

Fimmtíu ár eru í dag frá því hljóðfráa Concorde-þotan hóf sig til flugs í fyrsta sinn. Síðasta flug hennar var árið 2003, eftir 27 ára rekstrarsögu.

Yfir þúsund á aldrinum 21-24 ára á vanskilaskrá

Yfir þúsund manns á aldrinum tuttugu og eins til tuttugu og fjögurra ára eru á vanskilaskrá. Þá hefur nýskráningum á vanskilaskrá farið fjölgandi á síðustu mánuðum eftir stöðuga fækkun síðustu ára.

Stjórnmálamenn líti í eigin barm

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Lögðu hald á 100 plöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á rúmlega 100 plöntur, tæki og tól til fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði í dag.

Dró upp hníf í verslun

Karlmaður var handtekinn í Reykjavík fyrr í dag eftir að hann dró upp hníf í verslunarmiðstöð í borginni.

RÚV er fíllinn í stofunni

Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla.

Sjá næstu 50 fréttir