Fleiri fréttir

Lögðu hald á 100 plöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á rúmlega 100 plöntur, tæki og tól til fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði í dag.

Dró upp hníf í verslun

Karlmaður var handtekinn í Reykjavík fyrr í dag eftir að hann dró upp hníf í verslunarmiðstöð í borginni.

RÚV er fíllinn í stofunni

Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla.

Drónaleit í Ölfusá í dag

Björgunarsveitarmenn munu leita með drónum í Ölfusá í dag en leitað er af Páli Mar Guðjónssyni, sem talið er að hafa ekið í ánna fyrir neðan Hótel Selfoss mánudagskvöldið 25. febrúar.

Meta áhrifin af loðnubresti

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar.

Tjá sig ekki um bréf ráðherrans

Stjórnarformaður Íslandsbanka, Friðrik Sophusson, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig um harðort bréf Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins á fimmtudag.

Enginn sér eftir því að velja að lifa

Við erum alltaf betur sett ef við tölum um hlutina, segir Lóa Pind sem sýnir fyrsta þátt sinn í nýrri þáttaröð um sjálfsvíg á Stöð 2 á sunnudag.

Fór í hjartastopp í 26 mínútur

Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur.

Einstök rannsókn á tóneyra og taktvísi

Vísindamaðurinn og málvísindakonan Rósa Signý Gísladóttir stýrir stórri rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem verið er að skoða erfðabreytileika sem hafa áhrif á tóneyra og taktvísi og tengsl þessara eiginleika við ýmsar raskanir eins og lesblindu.

Uppsögn kostar ríkið milljónir

Íslenska ríkið var í Landsrétti í gær dæmt til að greiða kennara fjórar og hálfa milljón króna í bætur og miskabætur vegna fjártjóns sem hann varð fyrir vegna ólögmætrar uppsagnar sem aðstoðarskólastjóri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Mun fleiri sæta farbanni og varðhaldi

Úrskurðum um farbann og gæsluvarðhald fjölgar gríðarlega milli ára. Embættismenn gefa ýmsar skýringar. Hvorki er unnt að afla upplýsinga um grundvöll úrskurðanna, þjóðerni þeirra sem sviptir eru frelsi né tegund brots sem til rannsóknar er.

Rúmar heimildir til að setja lög um makrílinn

Starfshópur, sem sjávarútvegsráðherra skipaði eftir dóm Hæstaréttar um bótaskyldu vegna úthlutunar makrílkvóta, segir lög sem fælu í sér hóflega skerðingu á kvóta ekki fallin til að skapa bótaskyldu gagnvart kvótahöfum.

Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11

Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni.

Markmið aðgerðanna er að ná samningum

Formaður VR segir meginmarkmið aðgerðaáætlunar um frekari verkföll að þrýsta á um samninga. Atkvæðagreiðsla hefst í næstu viku. Formaður Eflingar segir það eina af stóru lygunum í samfélaginu að enginn vilji fara í verkfall.

Hræðast áhrif yfirvofandi verkfallsaðgerða

Ferðaþjónustuaðilar óttast að yfirvofandi verkfallsaðgerðir skaði samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum markaði. Þegar hafa borist afbókanir á hótel og spurst út til ferðamanna að hætta sé á verkföllum á næstunni.

Kolmunnaveiðar fyrr vegna loðnubrests

Uppsjávarskipið Huginn VE er á heimleið til Vestmannaeyja með fullfermi af kolmunna sem veiddist á miðunum suðvestur af Írlandi. Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri segir að íslenski flotinn hafi verið við kolmunnaveiðar á þessum slóðum í um mánuð, nokkru fyrr en áður þar sem engin loðnuveiði hefur verið við Ísland.

Sólveig segir atkvæðagreiðslu um verkfall gilda

Formaður Eflingar segir atkvæðagreiðslu félagsins vegna eins dags verkfallsboðunar á föstudag í næstu viku löglega en hún skilaði tilkynningu um verkfallið til Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara í morgun.

Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi.

Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi.

VR stefnir á fimm­tán verk­falls­daga og svo alls­herjar­stopp þann 1. maí

Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall.

Sjá næstu 50 fréttir