Fleiri fréttir

Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær

Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá.

Ætlar að spyrja geimfarann út í það hvernig geimmatur bragðast

Íslenskur drengur, sem talaði við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni nú rétt fyrir fréttir, segist áhugasamur um himinhvolfin en helst hafi hann viljað spyrja út í það hvernig geimmatur bragðast. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta sem öll vildu spjalla við geimfarann.

Þolendur segja stuðninginn skipta öllu máli

Druslugangan var gengin í níunda sinn í dag. Skipuleggjendur göngunnar segja að hugarfarsbreyting hafi orðið í samfélaginu frá því að gangan fór fyrst fram, en þó sé þörf á kerfisbreytingu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tvö alvarleg flugslys hafa orðið á Hakadalsflugvelli á Rangárvöllum á jafn mörgum sólarhringum, helmingi fleiri leita til síðunnar Matarhjálp Neyðarkall á Facebook í sumar og kíkt verður í druslugönguna.

Sunnlenskir bændur munu slá þrisvar í sumar

"Þetta er einfaldlega lengsta sumar sem ég hef nokkurn tímann lifað og er ég bara rétt um hálfrar aldar gamall. Ég man aldrei eftir svona sumri á ævinni áður, það er hiti og notalegt veður á hverjum einasta degi og því fylgir náttúrulega afskaplega skemmtilegur og þægilegur heyskapur“, segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi.

Tuttugu dóma beðið frá MDE

Fjöldi íslenskra mála bíður afgreiðslu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sex dómar fallið gegn Íslandi á árinu. Ekki sér fyrir endann á óvissunni sem umvafið hefur réttarkerfið síðustu misserin.

Drög að flugstefnu lögð fram

Verkefnisstjórn sem unnið hefur að mótun flugstefnu fyrir Ísland hefur skilað Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, drög­um að grænbók um stefnuna. Grænbókin hefur nú verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur

Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er

18 dagar í gíslingu

Muhammad Azfar Karim, grunnskólakennari á Hellu, ræðir í fyrsta sinn um mannránið sem markaði djúp spor, bæði fyrir hann og fjölskyldu hans í Pakistan.

Fólk svangt en engar matarúthlutanir

Lokað er bæði hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp langt fram í ágúst. Sú staða er komin upp að fjöldi fólks er matarlaus og hafa fjölmargir leitað til hóps á Facebook. Stjórnendur hans leita allra leiða til að hjálpa fólki.

Fátækt fer ekki í sumarfrí segir forsvarskona Matarhjálp neyðarkall

Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún.

Hitabylgjan nær til Íslands eftir helgi

Hitabylgjan sem nú gengur yfir Skandinavíu og Evrópu nær að öllum líkindum til Íslands á mánudag eða þriðjudag með hitatölum upp í 23 stig.

Fimm flugslys á síðustu tveimur mánuðum

Tólf alvarleg flugatvik eru til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Fimm þeirra eru flugslys sem öll hafa orðið á síðustu tveimur mánuðum.

Sjá næstu 50 fréttir