Fleiri fréttir

Maður grunaður um sleitulausa brotahrinu í gæsluvarðhald

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir manni sem grunaður er um fjölmörg brot, þar með talið meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot. Lögreglan segir að brotahrina mannsins hafi verið sleitulaus á undanförnum vikum.

Moskan á Suður­lands­braut sam­þykkt

Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar samþykkti á afgreiðslufundi sínum í fyrradag beiðni Félags múslima um að byggja mosku við Suðurlandsbraut.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sú stefna Íslandsbanka að kaupa ekki auglýsingar af fjölmiðlum sem eru með afgerandi kynjahalla mun ekki hafa áhrif á það hvaðan bankinn þiggur innlán. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Mælti fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga.

Allt á floti í Kringlunni

Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt.

Eldur kom upp í starfsmannaaðstöðu við Votmúla

Slökkviliðsmenn voru við það að ljúka öðru útkalli í bakaríi á Selfossi þegar tilkynningin barst og gátu því farið beint á staðinn. Þar sem staðsetningin er utan þéttbýlis voru sendir tveir slökkviliðsbílar. Dælubíll og tankbíll.

Sökuðu hvor annan um hringlandahátt

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, svaraði þingmanni Pírata fullum hálsi sem sagði hringlandahátt ríkja í stefnu stjórnvalda um veggjöld. Sigurður Ingi sakaði Pírata á móti um hringlandahátt í sinni stefnu.

Hefur áhrif þegar flug raskast og í veikindum

Boðað yfirvinnubann flugmanna hjá Air Iceland Connect mun helst hafa áhrif þegar flug raskast með einhverjum hætti eða í veikindum þar sem yfirvinna er almennt ekki unnin hjá félaginu. Verkfallsaðgerðir eiga að hefjast 1. nóvember.

„Ekki krúttlegur friðarklúbbur“

Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðild Norður-Makedóníu að NATO með 32 atkvæðum en 11 sátu hjá. Þeirra á meðal voru allir þingmenn Vinstri grænna en flokkurinn hefur alla tíð verið andvígur aðild Íslands að NATO.

Eflingarfólk vill að SGS skoði framkomu stjórnenda

Fjórir starfsmenn Eflingar stéttarfélags sem eru í veikindaleyfi eða hafa verið reknir vilja að þing Starfsgreinasambandsins taki fyrir framkomu stjórnenda Eflingar gagnvart starfsmönnum. Allir starfsmennirnir vinna á skrifstofu stéttarfélagsins.

Leystu gátu um hvernig þyngri frumefni verða til

Nýdoktor við Háskóla Íslands er á meðal stjarneðlisfræðingar sem tókst að finna fyrstu beinu sannanirnar fyrir því að frumefni þyngri en járn verði til við árekstur nifteindastjarna.

Tillaga um sex borgarhátíðir

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur til við borgarráð að Myrkir músíkdagar og Reykjavík Dance Festival bætist í hóp borgarhátíða 2020-2022.

Þrestir á fylliríi eftir mjög gjöfult berjaár

Gengið hefur sú saga að skógarþrestir verði ölvaðir af berjaáti á haustin en það hefur lítt verið rannsakað. Reyniberjauppskeran í ár var fordæmalaus og hegðun þrastanna einnig.

Hindíkennsla í Háskólanum

Nám hófst í hindí við Háskóla Íslands í haust og á bilinu 10 til 15 nemendur eru skráðir í fyrstu áfangana.

Píratar hafna sáttmálanum

Píratar í Kópavogi höfnuðu samgöngusáttmálanum á höfuðborgarsvæðinu í vefatkvæðagreiðslu.

NPA-aðstoðin orðin hindrun

Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin.

Hver viðvörunin á fætur annarri

Útlit er fyrir "hundleiðinlegt“ hríðarveður um norðan- og austanvert landið í nótt og á morgun, að sögn veðurfræðings.

Þorsteinn studdi ekki tillögu um frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki hafa stutt tillögu um að hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þar sem ekki lægi nægilega ljóst fyrir hvernig ætti að framkvæma slíka athugun

Líffæragjöfin var ljósið í fráfalli sonar míns

Hátt í þrjátíu manns fá ígrædd líffæri hér á landi á ári hverju að sögn yfirlæknis á Landspítalanum. Móðir líffæragjafa segist hafa fundið einhvern tilgang með fráfalli sonar síns, eftir að fimm manns fengu líffæri úr honum.

Réðst að sambýlismanni sínum vopnuð tveimur hnífum

Kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi, þar af eru þrír mánuðir skilorðsbundnir, fyrir að hafa ráðist á sambýlismann sinn vopnuð tveimur eldhúshnífum í júlí árið 2017. Konan sagðist iðrast gjörða sinna mjög.

Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik

Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi.

Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri

Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt.

Sjá næstu 50 fréttir