Fleiri fréttir

Landsmenn fá ýmist él eða léttskýjað og sólríkt veður

Í dag er spáð norðaustan 8-15 m/s en dregur úr vindi eftir hádegi. Má búast við dálitlum éljum um landið norðan- og austanvert, en léttskýjað og sólríkt sunnan heiða. Frost 0 til 5 stig í dag en herðir á frosti í kvöld.

Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn

Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið.

Svandís skerst í skimunarleikinn

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær.

Eldra fólk veigrar sér við að koma á heilsugæslustöðvar

Eldra fólk er farið að veigra sér við að koma á heilsugæslustöðvar af ótta við að fá kórónuveiruna og óskar í meira mæli eftir ráðgjöf í síma. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mikilvægt að verja viðkvæmustu hópana.

Gagnamagnsgarn til heiðurs Daða og Gagnamagninu

Sérstakt Gagnamagnsgarn er nú komið á markað úr íslenskri ull til heiðurs Daða Frey og Gagnamagninu vegna söngvakeppninnar í Rotterdam í Hollandi í vor en þar mun Daði og hans fólk keppa fyrir hönd Íslands. Garnið sem er af íslensku sauðkindinni er litað til að fá rétta græna litinn fram.

Efling semur við ríkið

Efling og hið opinbera hafa skrifað undir kjarasamninga. Það mun þó engin áhrif hafa á verkföll sem eru í gangi og eru fyrirhuguð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 greinum við frá blaðamannafundi Almannavarna og Landlæknis vegna kórónuveirunnar og útbreiðslu hennar hér á landi.

Veronavélin lent í Keflavík

Flugvéin sem notuð var til að flytja hóp Íslendinga frá Veróna á Ítalíu er lent. Mikill viðbúnaður er í Keflavík en öll Ítalía er skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar.

Kompás hlaut Blaðamannaverðlaun fyrir viðtal ársins

Blaðamannaverðlaun fyrir árið 2019 voru afhent í gær og voru verðlaun veitt í fjórum flokkum: fyrir bestu umfjöllunina, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku og blaðamannaverðlaun ársins. Verðlaunin voru afhent í Blaðamannaklúbbnum í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands.

Hrunamönnum fjölgar og fjölgar

Íbúum í Hrunamannahreppi hefur fjölgað og fjölgað síðustu vikurnar, sex börn hafa t.d. fæðast í sveitarfélaginu, þar af fjögur í febrúar 2020. Mest er fjölgunin á Flúðum.

Biðja fólk í sóttkví um að flokka ekki

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar biðlar til fólks sem er í sóttkví eða einangrun í sveitarfélaginu vegna kórónuveirunnar að setja allan úrgang í almennt sorp og sleppa því að flokka til endurvinnslu.

Hert eftirlit með skemmtiferðaskipum

Landhelgisgæslan herðir allt eftirlit með komu farþega skipa til landsins að sögn forstjóra. Von er á fyrsta skipinu til Reykjavíkur á morgun með yfir 2000 manns. Alls er gert ráð fyrir að tæplega þrjúhundruð þúsund manns komi til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári

Enginn við­búnaður í Veróna vegna Ís­lendinga­hópsins

Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins.

Þing­maðurinn og ó­boðni nætur­gesturinn

"Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni.

Sóttvarnarhúsið virkjað í nótt vegna gruns um smit

Tveir erlendir ríkisborgarar eru nú vistaðir í sóttvarnarhúsinu á Rauðarárstíg í Reykjavík. Annar þeirra er í einangrun og bíður enn niðurstöðu rannsóknar en hinn er í sóttkví. Báðir eru með flensueinkenni

Hvarf skyndi­lega á braut eftir líkams­á­rás

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. Þolandi árásarinnar var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild með nokkra áverka en árásarmaðurinn var horfinn á braut þegar lögregla kom á vettvang.

Gular viðvaranir í gildi víða í dag

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi í dag á Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Má sums staðar reikna með allt að 25 metrum á sekúndu og geta akstursskilyrði víða verið erfið.

Villi skammaði áhorfendur í Gettu betur

Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, spurningahöfundur og dómari í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hvatti stuðningsmenn í sal til að vera til fyrirmyndar í keppni kvöldsins viðureignar Menntaskólans í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands.

Stöðva heim­sóknir til íbúa Hrafnistu­heimilanna

Í Hrafnistuheimilunum átta, sem staðsett eru í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hefur verið tekin sú ákvörðun að stöðva allar heimsóknir til íbúa frá og með morgundeginum, 7. mars.

„Stundum líður mér hreinlega eins og ég sé holdsveik“

Kona sem hefur verið í sóttkví ásamt eiginmanni sínum eftir ferð frá Norður-Ítalíu segist meta lífsgæði sín betur en áður. Hún segir viðbrögð fólks mismunandi, sumir hlæi af einangrunni en stundum líði henni eins og hún sé holdsveik. Mannauðsstjórar segja brýnt að fyrirtæki undirbúi að starfsfólk geti unnið heima.

Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum

Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi.

Sjá næstu 50 fréttir